Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 9
„Vió erum alltafaó bíóa eftir vakningu" segir Högni og leggur áherslu á Alfa-nám- skeióin sem áhrifaríkt tæki til boðunar og þar með undanfara vakningar. Þar nýtist grunnþekking á trúnni vel og slík þekking er einmitt til staóar hjá fjölda íslendinga sem hafa tekið þátt í sunnudagaskóla eða öðru æskulýósstarfi. Hann segir fleiri tæki hafa reynstvel s.s. Billy Graham- og Explo samkomuraóir sem ráóist hafi verió í með hjálp gervihnattatækni. Högni segir fjölda spádóma hafi komió fram sem bendi í átt til vakningar. Nefnir hann dæmi um erlendan mann sem spáói því að fjölþjóóleg vakning muni verða mjög skjótt og ísland verói þar í farar- broddi. Annar maóur kom með oró frá Guói um aó hleypa þyrfti unga fólkinu að í kirkjunum því þá færu miklir hlutir að gerast. Hvaó slíka spádóma varóar segir Högni aó okkur beri aó taka þeim öllum meó gagnrýnu hugarfari og skoöa þá í Ijósi Guös orós og ef þeir standast þá skoóun megi ekki afgreióa þá sem falsspá- dóma. Högni segir ýmsa hluti sem eiga sér staö hér á landi geta verið aódraganda vakn- ingar. Vinsældir Alfa-námskeióanna, auk- ið samstarf kirkjudeilda og aukin áhersla á bænina geta komió af staó vakningu. ■ Kristið fólk þarf þó aó vera duglegra vió aó vitna fyrir vinum sínum því sú aðferð skilar fleiri sálum en samkomurnar aó sögn Högna. Pétur Pétursson prófessor vió Háskóla íslands segir nokkrar kristilegar vakningar hafa oróió á íslandi á síðustu öld. Sú fyrsta varó í kringum sr. Friórik Frióriksson um aldamótin og uróu áhrif hennar mest Jón Þór Eyjólfsson Islendingar eru leitcwdi og þurfa ekki þrengingar til aö snúa sér til Guðs, á drengi. 1921 varó svo vakning í Vest- mannaeyjum meðal hóps kvenna. 1936 varð vakning í kringum heimsókn Ole Hal- lesby hingaó til lands. 1945-1946 varó svo vakning í Fíladelfíu og 1972 hófst síóasta vakning aldarinnar þegar ýmsir upplifðu afturhvarf og aðrir endurnýjuðust í trúnni. Pétur segir trúarlífsfélagsfræðina og sál- arfræöina skilgreina vakningu á líkan hátt og almennt er gert, t.d. af þeim sem upp- lifa hana, þ.e.a.s. hópur fólks sem býr á afmörkuðu svæði upplifir trúarreynslu á svipuðum tíma. Reynslan felur í sérsynda- játningar og iðrun auk þess sem fólk eign- ast nýja lífssýn og samband við Guó. Þannig verður afturhvarf margra einstak- linga skilgreint sem vakning. Aóurnefndar vakningar hafa haft áhrif til lengri og skemmri tíma aó sögn Péturs. Mest áhrif hafa þó orðið í kjölfar fýrstu vakningarsíóustu aldar, þá er kennd hefur veriö við sr. Friðrik, án þess aó gert sé lítið úr öðrum vakningum. Þessi vakning hafói varanlega áhrif á kirkju- og trúarsögu 20. aldarinnar. Vakningar veróa ekki séðar fyrir aó sögn Péturs. (Hann tekur þó fram að þessi full- yróing eigi ekki vió um spámenn.) Eftir á má þó sjá að ákveóin samfélagsleg spenna hafi verið í loftinu áóur en vakningarnar áttu sér staó. Þá má einnig greina vænt- ingar sem hafi legió í loftinu vegna ein- hverra breytinga í samfélaginu. Pétur segir það ekki í mannlegu valdi aó koma af staó vakningu. Menn þurfi þó aó vera réttir menn á réttum tíma. Þeir þurfi að geta náó vel til fólks og vera áhrifamikl- ir, andlegir leiótogar. Aóspuróur segir Pét- ur ekkert sérstakt vera að gerast í trúarlífi landsmanna sem gefi til kynna aó vakning sé á næsta leiti en bendir þó aftur á að hingað til hafi fræðimenn ekki getaó séó þessa hluti fyrir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.