Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 13
Bjartir sumardagar Karl Sigurbjörnsson Þegar ég horfí um öxl yfír atburói sumarsins standa kirkjudagarnir upp úr. Kirkjudagar á Jónsmessu voru sann- kallaðir gleðidagar. Enn óma í hjartanu söngvarnir úr suðri sem bergmáluðu undir hvelfingum Hallgrímskirkju, og barnaraddirnar í Vörðuskóla sem hrifu innstu hörpustrengi. Enn ber fyrir sjónir mynd og raddir hinna ósýnilegu í samfé- laginu sem fram komu á kvöldvökunum: kór heyrnarlausra og kór þroskaheftra. Enn óma fyrir eyrum mér raddir unga fólksins, hrífandi samtal öldungsins og barnanna og ærslafull en djúpsæ túlkun trúðanna, og dynjandi taktur gospel- söngsins. Aðsókn að kirkjudögum fór fram úr björtustu vonum. Anægja og samstilling þátttakenda sömuleiðis. Hin ótal mörgu tilboð í málstofur, dagskrárstofur, guós- þjónustur, kvöldvökur og verkstæði, og hin litríka og samvera á „torginu" - mið- rými Vörðuskóla - birti margbreytileika kirkjustarfsins í samtímanum. Ymsum fannst helst til margt í boði á of stuttum tíma. Það er sannarlega athugandi. En það er athyglivert að engin málstofa féll niður og engum atburði var aflýst vegna þátttökuleysis. Og í þessu eigum við nú mal til að grípa til. Kirkjudagar voru hugsaðir sem þáttur í samtali kirkju og samtíðarinnar og því var fítjaó upp á mörgu, sem vonandi á sér framhald á vettvangi kirkjustarfsins til sjávar og sveita. Kirkjudagarnir voru líka hugsaóir sem drög að stefnumörkun þjóókirkjunnar. Stefnumörkun með upplifun og sameig- inlegri reynslu. Þjóðkirkja sem stendur föstum fótum á grundvelli fagnaðarer- indisins, trú hefð sinni og sögu. Þjóð- kirkja meó víðar dyr og lága þröskulda og háar hvelfíngar, sem vitna um víðan him- inn og háan. Þjóókirkja sem er opin fyrir straumum og spurningum samtímans með víóa útsýn til umheimsins, og skýra sjón og vakandi vitund fyrir högum og kjörum hinna þjáðu þessa heims. Þjóð- kirkja sem veit sig í sendiför hins upp- risna lausnara, Krists. Uppskera Kirkjudagar voru hugsaóir sem eins kon- ar uppskeruhátíð. Þá eru ávextirnir born- ir fram. Þeir voru ríkulegir á nægtaborði kirkjudaganna. Þar birtist auóug og öfl- ug kirkja. En er sú mynd sönn? Hver er staða kirkjunnar? Islendingar standa frammi fýrir stór- felldari breytingum í menningu og þjóð- lífí en þeir hafa nokkru sinni augum litið. Möguleikarnir virðast takmarkalausir, breytingar og umbyltingar gerast með sí- fellt meiri hraða og snerta æ fíeiri svió mannlífsins. Hver verður staða kristni og kirkju á nýrri öld? Eg hef fullyrt að ytri staða þjóðkirkjunnar sé sterk. Hún sé um margt sterkari nú en löngum áður í hinu ytra. En hvað um hið innra? Hver er innri styrkur kirkjunnar? Hver er staða trúar- lífsins, trúaruppeldisins? Hvernig tekst okkur aó ná til uppvaxandi kynslóða, 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.