Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 12
aóstoða kvæmd vió fram- námskeið- anna, raóa boróum og stólum, elda mat, þjóna til borós, stjórna umræóum í hóp- 'y um, leiða söng o.s.frv. Til aó koma í veg fyrir aó fólk týnist í fjöldanum boróar það alltaf við sama boró meö sama fólkinu og kynnist því vel. Það situr áfram vió borðió í fýrirlestrinum og í umræóunum á eftir. Þegar nám- skeióinu lýkurvilja margir halda áfram og læra meira. Mörgum hópum er þá breytt í biblíulestrar- og samfélagshópa sem hittast í heimashúsum. Eg fékk aó vera fluga á veggnum á Alfa- námskeiöskvöldi í Holy Trinity kirkjunni og varó vitni aó því hvernig námskeióió fór fram. Þó aö námskeiðsgestir væru harla ólíkir og af margs konar uppruna var andinn góóur og mikil gleði og já- kvæöni ríkti. Mjög góóur rómur var geró- ur aö kennslu Sandy Millers og stjórnun Nicky Cumbels sem voru ósparir á spaugyrði þegar það átti vió. Reiknað er meó að sjónvarpsþættirnir um Alfa-námskeiðió á ITV-sjónvarps- stöðinni muni auka eftirspurnina eftir námskeiðinu svo mikið aó söfnuóurinn í Holy Trinity kirkjunni er vióbúinn að halda námskeið tvö kvöld í hverri viku í staó eins. Kirkjuvöxtur A sjöunda áratug síóustu aldar voru kirkjugestir sjaldan fleiri en fimmtíu í Holy Trinity kirkjunni. Svo margt fólk hef- ur bæst vió söfnuóinn fýrir tilverknaó Alfa-námskeiðanna að hún rúmar þaó ekki. A hverjum sunnudegi eru fjórar guðsþjónustur, kl. 9 og 11 og kl. 17 og 20. Morgunguðsþjónustan klukkan níu er í hefðbundnum stíl ensku biskupa- kirkjunnar með litúrgíu og sígildum sálm- um sem sungnir eru við undirleik pípu- orgels. Um 100 manns sækja hana aó staóaldri. Hinar guósþjónusturnar eru líkari samkomum. Þar eru gítarar, trommusett, knjáfióla, fiðlur og ýmis önnur hljóófæri notuó til undirleiks. Stundum er pípuorgelió einnig í hljóm- sveitinni. Yfirbragðió er létt og nútíma- legir söngvar eru í meirihluta. Um 1.000 kirkjugestir sækja þessar guðsþjónustur hverja fyrir sig. Segja má aó form þeirra sé á forsendum fólks sem er óvant að sækja kirkju. Kristni hefur hrakaó mjög í Englandi og allri Vestur-Evrópu á síóustu árum. Víóa er stutt á milli kirkna í London en margar þeirra standa tómar nú á dögum. Sumar hafa jafnvel verió seldar til ann- arra nota, sem söfn, krár, kvikmyndahús, verslanir o.fl. Sóknarnefnd Holy Trinity safnaóarins hefur samið vió sóknar- nefndir sjö safnaóa þar sem safnaóarlíf hafói lagst af um aó fá aó senda presta þangað til starfa til aö reyna aó blása lífi í safnaóarstarfió. I kjölfarió hefur hún beóið fólkið í söfnuóinum í Holy Trinity söfnuóinum um að fýlgja prestunum og taka þátt í safnaóarstarfinu á nýju stöð- unum. Mörg hundruó manns hafa yfir- gefió söfnuóinn og tekió þátt í uppbygg- ingarstarfnu. A þennan hátt hefur vöxt- urinn í Holy Trinity söfnuðinum getaó haldið áfram og líf hans fætt af sér nýja söfnuói. Vöxtinn má aó miklu leyti rekja til á Alfa-námskeiðanna. Auk Alfa-nám- skeióanna er mikió félagslíf í söfnuðinum og boóið er upp á mörg önnur námskeió. Aórar útgáfur af Alfa-námskeiðum Vegna velgengni Alfa-námskeiósins hefur efni þess verió aólagaó til notkunar í fangelsum, fýrir börn, unglinga og náms- menn. Það hefur gengió sérstaklega vel á meðal fanga og fjöldi þeirra hefur tekiö kristna trú. Þaó er kennt í 133 af 164 fangelsum Bretlandseyja og ráðamenn fangelsismála hafa veitt athygli hve góó áhrif námskeióió hefur haft í fangelsun- um. Sumar kirkjur hafa tekið á móti föngunum þegar þeir hafa öðlast frelsi og stutt þá við aó takast á vió lífió úti í þjóðfélaginu á ný. Undirritaður náði tali af Nicky Gumbel á Alfa-ráóstefnunni í Holy Trinity kirkj- unni í júlí síðast liónum. Þaö var ekki auóvelt því að hann var mjög umsetinn. Eg spurói hann hvernig hann sæi framtíó Alfa fýrir sér. „Eg sé fýrir mér að nám- skeióió muni leióa til meiri kirkjusóknar og að fangelsin tærnist," sagói hann og brosti. Hvaóa skilyrði þurfa aó vera fýrir hendi svo aó Alfa-námskeið gangi vel? „Aó fýlgja uppskriftinni sem við höfum útbúið og biója heilagan anda um aó koma yfir þátttakendurna á Alfa-helg- inni.“ Síðan lýsti hann hvernig HolyTrini- ty söfnuöurinn væri að hefja mikla aug- lýsingaherferö um allt England sem átti aö vera svo umfangsmikil aö allir íbúar landsins rækjust á Alfa-nafnið og merkiö einhvers staóar. Ætlunin var aó auglýsa í neðanjarðarlestunum, á járnbrauta- stöðvunum o.s.frv. Þetta átti aó fara fram áður en David Frost sendi þættina sína um námskeióið. Þrátt fýrir að lítió námskeið í óþekktum söfnuði í London yrói aó stórfýrirtæki þá er Nicky Gumbel auómjúkur maóur sem eignar sér ekkert af velgengninni og segir hana aó öllu leyti vera Guðs verk. Til- gagnur námskeióisins er að segja frájesú Kristi sem reis upp á páskadag og lifir. Allir menn geta eignast samband við hann. Um þaó snýst málió. Vegna vel- gengni námskeiðsins hefur Nicky Gumbel ritaó fleiri bækur sem eru hugsaóar sem framhald fýrir þá sem farið hafa á nám- skeiðið. Ein þeirra, Líf á nýjum nótum hefur þegar verið gefin út á íslensku og lítió hefti, Hvers vegna Jesús? kemur út um svipaó leyti og þetta tölublaó Bjarma. Alfa á Islandi Alfa-námskeið hafa nú verió kennd á Is- landi í sex ár og mörg hundruó manns hafa sótt þau. Upphaf þeirra var, eins og áður segir, í Biblíuskólanum vió Holtaveg en þau breiddust fljótt út til annarra safnaóa og samfélaga, Keflavíkurkirkju, KFUM og KFUK á Akranesi, ýmissa þjóó- kirkjusafnaóa, Hvítasunnukirkjunnar, Vegarins, Klettsins og fleiri. Mjög gott þverkirkjulegt samstarf hefur tekist um umsjón og stjórnun þeirra hér á landi, en stjórn kosin af fulltrúum þeirra sem halda námskeióin hefur verió mynduð. Hún vakir yfir því aó námskeiðin séu haldin á réttan hátt, aðstoóar þá sem vilja halda þau í fýrsta sinn með ráógjöf og námskeióum. 4.-5. október síóast lióinn var haldin Alfa-ráðstefna í Grafarvogskirkju svipuð þeirri sem haldin er í Holy Trinity kirkj- unni í London ár hvert. Sr. Sandy Miller, yfirprestur safnaóarins þar (en þar starfa sex prestar auk annars starfsfólks), var aóalræóumaöurinn ásamtjan Bakker frá Hollandi. Sex aórir, frá Englandi og Hollandi, fýlgdu þeim og aóstoðuðu við ráðstefnuhaldió. Um 150 íslendingar sóttu ráóstefnuna og fræddust um hvern- ig halda á Alfa-námskeió. Er óhætt aó fullyróa aó þátttakendur almennt voru mjög ánægóir. An efa mun ráðstefnan leiða til þess að farió verður aó kenna Alfa-námskeið á nýjum stöðum, sérstak- lega í söfnuóum þjóókirkjunnar. Þegar er hafin umræða um hvenær næsta ráð- stefna verður haldin! 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.