Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 20
Boóunarferð til Himalaya Alda Lárusdóttlr Undirbúningur Sumarió '99 ákváóu þrír bestu vinir mínir að sækja um biblíuskóla á Hawaii og ég ákvaö aö slást í för með þeim og sótti um líka. I byrjun var ég samt efins því þessi til- tekni skóli var mjög dýr og þar að auki hálfs árs prógram og ég var ekki viss um hvort ég væri tilbúin að yfirgefa unnusta minn, fjölskyldu og vini í svo langan tíma. Efinn hvarf svo algjörlega þegar við feng- um inngöngu, þá fór Guð að starfa! Þeg- ar upp var staðið fórum við bara tvær vin- konurnar, ég og Guðbjörg, og Guó var meó okkur og hjálpaði okkur að afla fjár og leysti allar flækjurnar sem hefðu getað hindrað þessa ferð. Tíminn leið og svo skall þaó á okkur íjanúar 2001 að það var kominn tími til aó drífa sig af stað. Biblíuskóli Skólinn sem við fórum í heitir University of the nations, og er rekinn af Youth with a mission (YWAM) sem eru kristileg samtök um allan heim. Við fórum á námskeið sem kallast Disciples training school (DTS) og var yfirskriftin: „How to know Gods voice,“ eða: „Hvernig heyra á rödd Guðs.“ Þegar við komum á skólann var tekið rosalega vel á móti okkur og áður en vió vissum af þá höfðum vió eignast marga góóa vini. Þarna vorum vió í þrjá mánuói á fallegum stað meó yndislegu fólki og lærðum um Guð, Biblíuna og okkur sjálf. Eftir morgunmat á hverjum degi komu litl- ir hópar saman og báðu fyrir deginum og svo hafði hver og einn hljóða stund meó Guði fram að kennslu. Hún hófst klukkan átta í útihúsi sem hafði ekki veggi þannig að fuglar flugu frjálsir um og eðlur skrióu um á súlunum og loftinu. I hverri viku fengum vió nýjan kennara sem talaði um eitthvert ákveðið efni, s.s. rödd Guðs, Biblíuna í hnotskurn, peninga, hjóna- bandið, framtíð með Guði, boðun o.fl. Öll kennslan var í heild sinni frábær undirbúningur fyrir kristniboðsferðina til Indlands sem við stefndum á eftir þriggja mánaóa nám. Öllum hópnum (rúmlega 80 nemendum og 16 leiótogum) var skipt upp í níu lið. Var sjö þeirra dreift um Ind- land og tvö send til Nepal. Indlandsliðin fengu hvert um sig tvo leiðtoga en Nepallióin aðeins einn því þau voru minni. Liðin voru tilkynnt tveimur mán- uðum fýrir brottför og þann tíma notuð- um við til aó hittast og biðja og kynnast hvort öðru ásamt því að undirbúa vitnis- burði og æfa drama, söngva og dans fyrir boðunarstarfið í Indlandi. Vió áttum góð- an tíma saman og urðum fljótt mjög náin en það átti eftir að aukast á næstu mán- uðum. Indland Við Guóbjörg lentum í sínu liðinu hvorog á brottfarardaginn var erfitt aó kveðjast vitandi það aó við myndum ekkert hittast næstu mánuðina. Hún fórtil borgar sem heitir Varanazi. Þangað kemur fólk alls staðar að frá Indlandi til aó deyja og þess vegna var mikið afgömlu, deyjandi fólki á götunum og mikið um líkbrennslur. Þar er rosalega mikill hiti þannig að ekki var hægt að vera úti meiri hluta dagsins. Liðió mitt fór hins vegar mörg þúsund fet upp í fjöll þar sem var miklu kaldara og á næturnar var hitastigið vió frostmark þannig að allirfengu kvefogflensu afog til því ekki var neitt til að hita upp húsin

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.