Heima er bezt - 01.04.1951, Blaðsíða 3
Heima er bezt
35
Nr. 2
Aldargamall,
og of ærslafenginn fyrir börnin
ÞINGHOLTIN í Reykjavík áttu
til skamms tíma einn boSbera
gleðinnar, sem aldrei krafðist
neinna launa. Það var Sigurður
Guðmundsson, sem um hartnær
tvo áratugi hefur leikið á munn-
hörpu og dansað sóló fyrir börn-
in á leikvellinum við Freyjugötu.
En nú er hann hættur að leika
við börnin, og hann býst ekki við
að gera það framar. Hann segist
hafa verið rekinn p,f vellinum,
gæzlukonan hefði beðið sig að
koma þangað ekki, vegna þess,
„að hann æsti upp krakkana og
væri of fjörugur". Víst er ekki
holt að æsa upp börnin, en sjald-
gæft mun það vera, að 99 ára
gömlum manni sé vísað úr leik
vegna ærslaláta og fjörs.
Sigurður er skagfirzkur að ætt,
en hefur dvalið lengi hér í
Reykjavík. Börnin nefna hann
Sigga gamla og nágrannar
hans þekkja hann ekki undir
öðru nafni. Hann býr í litlu bak-
húsi, eða skúr við Freyjugötu,
sem hann á sjálfur. Eins og
stendur býr hann þar einn, en
undanfarin ár hefur hann leigt
húsvilltu fólki stofuna sína og
sofið sjálfur í búrinu. Hann er
að velta því fyrir sér, hvort hann
eigi nokkuð að leigja fólki aftur.
„Ég hef efni á að búa hérna
einn“, segir hann, „og ég kann
bezt við að sjá um mig sjálfur.
Það vill hvort sem er enginn
skipta sér af mér nema til þess
eins að koma mér á Elliheimilið.
Og þangað vil ég ekki fara, má
ekki til þess hugsa. Auðvitað er
það sérvizka, en ég um það.
Fyrir nokkrum árum háði mér
lystarleysi og magaverkir, og þá
var ég drifinn á spítala. Komst
ég þaðan við illan leik eftir viku,
án þess að leggjast veikur, — og
enn hef ég ekki legið rúmfastur
einn einn einasta dag á ævinni.
Einn sólbjartan sumarmorgun
kom ég að máli við Sigurð, þar
sem hann stóð utandyra við að
brjóta spýtur í uppkveikju. Hann
tvíhenti sleggjuna og braut og
knasaði timbrið.
„Ljóta greyið með exina mína,
búið að stela henni. Það er eng-
inn friður með nokkurn skapað-
an hlut.“
Hann tönglast á því nokkra
stund, að það væri ljóta ólánið
með exina sína, unz granni hans
heyrir þetta og færir honum exi.
Svo tínir hann saman spelkana,
raðar þeim í fínleg knippi, læt-
ur tvö þau stærstu niður í kola-
kassann, en ber það minnsta í
húsið, og bauð mér inn.
Við göngum beint inn í eld-
húsið, en innar af því er stofan,
sem Sigurður err hættur við að
leigja út. í sannleika sagt er hún
mesta kitra og ekki vistleg, en
um leið og hann opnar hurðina
segir hann með stolti sjálfseign-
armannsins:
„Sýnist þér hún ekki vera væn
og stór?“
Gömul ábreiða hangir fyrir
glugganum, eitt rúmstæði er í
stofunni, og ekkert húsgagn
annað.
Mig langar til að fræðast um
helztu æviatriði Sigurðar, en
hann svarar spurningum mín-
um út í hött, segist vera hættur
að muna nokkuð, enda komi
hann ekki öðrum við. Hann end-
urtekur það hvað eftir annað,
að hann komi ekki öðrum við,
og það er ekki laust við beiskju
og ásökun í röddinni. Hann veit,
að hann hefur lifað lengi, man
hvar hann hefur lifað, en ekki
hve lengi á hverjum stað.
„Ég hef séð fyrir mér sjálfur í
89 ár og skulda engum neitt. Tíu
ára yfirgaf ég móður mína. Ég
var yngsta barnið og faðir minn
lézt þegar ég var fárra ára. Síð-
an hef ég ekkert af mínu fólki
séð og eiginlega veit ég ekkert,
hvað af því varð. Eitthvað af
systkinum mínum fór til Amer-
íku og sum fóru til Siglufjarðar.
Móður mína hitti ég ekki fram-
ar, en löngu seinna sá ég um að
koma henni í jörðina, jörðina,
jörðina.“
Hann endurtekur stundum orð
og orð til að fyrirbyggja hugs-
anlegan misskilning.
„Fram yfir fermingu var ég að
Sigurður er nú kominn á Elliheimilið.
Gröf í Hofshreppi og vann þar
fyrir mér, fyrir mér, fyrir mér.
Þaðan fór ég í vinnumennsku
að Bræðraá i Sléttuhlíð og var
þar um slóðir þangað til ég fór
eiga með mig sjálfur. Flutti ég
þá til Sauðárkróks og eignaðist
hús og fé og reiðhesta, þó að
kaupið væri ekki hátt, — 25 aur-
ar í skipavinnu og 16 aurar í
landi. Ég átti líka bát, réri og gaf
mörgum í soðið. Þannig liðu ár-
in. En svo vildi tengdasonur
minn, Eggert söðlasmiður, flytja
suður, og fékk mig til að flytja
með sér. Hann sagði, að það væri
svo erfitt að fá leður á Sauðár-
króki, enda var þá eitt af þess
um stríðum.
Konan mín hét Jórunn Símon-
ardóttir,“ en þegar ég inni hann
eftir því, hvaðan hún hefði ver-
ið, þá veit hann ekki betur en
hún hafi verið að norðan.
„Við áttum eina dóttur og hún
hét Sumarrós. Þau Eggert og
hún eignuðust þrjú börn og eru
þau mínir nánustu, einkum Kar-
lotta, sem er gift Kalla póla. Þau
eru ekki hér, þau eru í Fossvogi.
Það er einhversstaðar út úr bæn-
um.
Ég átti fósturdóttur, hún er
víst líka flutt úr bænum. Það
flytja allir úr bænum, þegar á
þeim þarf að halda. En þeir, sem
heima sitja, eru plágaðir með