Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 18

Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 18
50 Heima er bezt Nr. 2 Þórkatla í Lokinhömrum Eftir Guðmund Gíslason Hagalín SKAMMT fyrir utan Lokin- hamra í Arnarfirði er dalur, sem heitir Dalsdalur. Hann var lengi vel talinn sérstök jörð og var 6 hundruð að dýrleika. Þar var tún nokkurt, og útbeit var þar ágæt og alltaf nægur þari á fjörum. í Dalsdal voru beitarhús frá Lok- inhömrum, þegar ég var að alast upp. Ekki var nein byggð í Dalsdal um aldamótin 1700, en gömul kona, Guðbjörg Bjarnadóttir, sem var vinnukona hjá foreldr- um mínum, sagði mér, að Dals- dalur hefði síðast verið í byggð á 17. öld. Guðbjörg sagði mér eftirfarandi sögu: — Seinasti bóndinn í Dalsdal hét Magnús Björnsson. Hann var allgóður bóndi, enda duglegur og forsjáll. Hann átti dóttur eina barna. Hún hét Þórdís. í Lokinhömrum bjó ekkja sú, sem Þorkatla hét. Hún var vell- rík, því að bóndi hennar hafði verið búmaður hinn mesti og sjálf var hún skörungur til bú- skapar. Hún átti margt sauða og hafði þrjú skip fyrir landi. Hún fékk leigða hjá Magnúsi sauða- göngu á Svalvogahlíð, og gætti hann sauðanna fyrir hana. En hún var ekki ánægð með þetta. Hún vildi eignast Dalsdal. Þorkatla átti son, og var hann einkabarn hennar. Hann hét Gissur. Hann var efnismaður hinn mesti. Hann var skapstór, en þó hæglátur, og var hann mjög vinsæll af öllum. Var sagt, að hann legðist á hugi við Þór- dísi í Dalsdal, sem var væn kona og mæta vel verki farin. Hún var fyrir framan hjá föður sín- um, því að hann var búinn að missa konuna. Ekki vildi Þor- katla af því vita, að þau Gissur og Þórdís ættust. Þegar Magnús vissi um viðhorf Þorkötlu við ástamálum Þórdísar og Gissur- ar, fór hann inn í Lokinhamra. Sagði hann Þorkötlu, að hún gæti framvegis beitt sauðum sín- um annars staðar en í hans landi. Síðan fór hann heim, og varð fátt um kveðjur með hon- um og húsfreyjunni í Lokin- hömrum. Svo var það dag nokkurn, að Þorkatla lét söðla hest sinn og reið út í Dalsdal. Magnús fagn- aði henni vel og bauð henni í bæinn. Lét hann bera henni hol- lenzkt vín, sætt, en vel áfengt. Drukku þau lengi dags tvö ein, en síðan kölluðu þau á Þórdísi og sögðu henni, að þau hefðu heitið hvort öðru eiginorði og bundið það fastmælum, að hún og Gissur skyldu verða hjón. Drukku þau Þórdísi síðan til, og var hún hin glaðasta. Því næst bjuggu þau sig að heiman, Dalsdalsfeðgin, og fóru þau með Þorkötlu inn að Lokinhömrum. Gengu þau í hús eitt undir bað- stofulofti, og síðan kallaði Þor- katla á Gissur, son sinn. Sagði Þorkatla honum, hvað ráðizt hefði með sér og Magnúsi. Giss- ur hafði verið þunglyndur, eftir að hann vissi það fyrir víst, að móðir hans setti sig á móti því, að þau Þórdís ættust. En nú varð hann ákaflega glaður. Magnús sagði, að ekkert væri eftir annað en að ræða um hin smærri atriði í samningum þeirra Þorkötlu, og þótt segja mætti, að með skyldum væri að skipta, væri ekki eftir neinu að bíða. Kvaðst hann leggja það til, að drukkið yrði um næstu vet- urnætur brullaup beggja hjóna- efnanna, en síðan settust ungu hjónin að búi í Lokinhömrum, en Þorkatla flytti til hans í Dalsdal. Magnús sneri sér að Gissuri og mælti: „Ég skal ekki sinna verr um geldingana þína, Gissur minn, heldur en ég hef hugsað sauð- ina hennar móður þinnar.“ Nú setti Þorkötlu dreyrrauða. Spratt hún upp úr sæti sínu og sagði af móði miklum: „Ekki hef ég ætlað mér að setjast að búi á kotrassi þínum, Magnús, eða ganga að eiga sauðamann Gissurar, sonar míns.“ „Hver er þá þinn vilji í málum þessum, Þorkatla?" spurði Magnús. Þorkatla stilltist nokkuð og sagði: „Minn vilji er sá, að við verð- um gefin saman í hjónaband, svo fljótt sem verða má. Síðan verði hús öll rifin í Dalsdal, en þar byggð beitarhús fyrir fé mitt — okkar. Séu það sauðhús, fyrir hundrað sauði, og ærhús, sem taki sjötíu ær. Þá sé byggð hlaða fyrir hundrað kapla.“ „Hvenær skal svo bjóða til brullaups þeirra, Gissurar og Þórdísar, dóttur minnar?“ spurði Magnús. „Það mál er ekki þörf að ræða að þessu sinni,“ svaraði Þor- katla, „enda veizt þú það eins vel og ég, að þau eiga ein að taka allan arf eftir okkur bæði.“ Nú stóð Magnús upp úr sæti sínu og mælti: „Kom þú, dóttir, og fylg þú föður þínum í kotrassinn, en ekki mun sauðum Þorkötlu í Lokinhömrum heimilari beitin á hlíðinni hér eftir en að undan- förnu.“ Þórdís stóð upp, og gengu þau út saman, feðginin úr Dalsdal. Gissur gekk til móður sinnar og vildi láta vel að henni, en hún hratt honum frá sér. Hann varð þá rauður sem blóð og snaraðist út. Gekk hann hröðum skrefum fram tún. Þegar hann kom að þúfu einni lítilli, sem er fremst á svokallaðri flöt, hné hann nið- ur og var þegar örendur. Þúfan hefur síðan heitið Gissurarþúfa. Eftir lát sonar síns lagðist Þorkatla í rekkju. Þegar hún hafði legið alllengi, sendi hún eftir Magnúsi í Dalsdal og Þór- dísi, dóttur hans. Voru þau treg til að koma, en létu þó tilleiðast. Bað Þorkatla þau fyrirgefning- ar á framkomu sinni við þau. Kvaðst hún vilja taka Þórdísi sér í dóttur stað og arfleiða hana að Lokinhömrum, og bað húu Magnús fara til sín sem ráðs- mann. Þau Dalsdalsfeðgin féll- ust á þetta. Þau fluttust að Lok- in hömrum, og baðstofan í Dals- dal var rifin og þar reist sauð- hús mikið, en annars voru þau hús notuð í bráð, sem fyrir voru

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.