Heima er bezt - 01.04.1951, Side 9

Heima er bezt - 01.04.1951, Side 9
Nr. 2 Heima er bezt 41 Sjóslysin miklu í Lofotenhafi Frásöguþáttur um slysa- nóttina miklu á Vestur- firði 18. febrúar 1849. ÞAÐ ER í einhverri stærstu verstöðinni við Lófóten 18.febrú- ar 1849. Formaðurinn, Jens Olsa frá Bitterstad í Vesterálen, stendur í morgunskímunni úti fyrir verbúðinni og skyggnist til veðurs. Veður er kyrrt og him- inninn heiðskír, en þó gezt for- manninum ekki að veðurhorfum. Roði er á norðurlofti, og það get- ur bent til þess, að hann gangi að með ofsaroki, þegar á daginn líður. Þegar hann kemur aftur inn í verbúðina, segir hann við pilt- ana, sem eru að skreiðast fram úr: „Það er hálfgerður uggur í mér við veðrið í dag, svo að mig langar helzt til að róa ekki. En fiskigegndin er svo mikil um þessar mundir, að það væri til skammar að sitja heima einn dag og hafast ekkert að.“ Einn piltanna segir: „Ja, það er auðvitað undir sjálfum þér komið, Jens, að ákveða það, hvort fara á í róður eða ekki. Þú ert alltént formaður á bátnum.“ „Já, já, við sjáum nú hvað set- ur,“ sagði Jens Olsa og glotti við. Hann er hár maður með breitt andlit og þreklegt og er talinn vera einhver snjallasti formaðurinn í Lófóten. En nú hefur hann þrjá syni sína á átt- æringnum, þess vegna er hann ekki eins djarfur og ofdirfsku- fullur á sjónum og hann er van- ur að vera. Piltarnir drekka kaffi og borða kornhá, og er því er lokið, gengur Jens Olsa út til að skyggnast eftir, hvort út- róðrarmerkið hefur verið dregið á stöng. Jú, sú er raunin, og hver báturinn af öðrum heldur út voginní sem er gljáskyggður og spegilsléttur. Jens Olsa fer aft- ur inn í búðina og segir við menn sína: „Við róum þrátt fyr- ir allt.“ Piltarnir taka þétt á árunum, og innan skamms er áttæringur Jens Olsa kominn í fararbrodd þessa mikla áttæringaflota, sem stefnir til hafs. Jens Olsa er óvenju þögull þenna morgun. Svo er sem hann hafi eitthvert hugboð um, að dagurinn muni ekki bera neitt gott I skauti sér, en hann getur ekki um neitt við menn sína. Svo eru þeir komnir út að línunum sínum og fara að draga. Það er fiskur að kalla á hverjum öngli, svo að línan er eins og stigi með mörg gráhvít, lifandi þrep nið- ur í sjóinn. Þegar Jens Olsa hef- ur dregið inn góðan helming af línunum, tekur hann eftir stóru, dimmbláu skýi yfir Lófótenfjöll- unum, og þá er honum ljóst, að stormurinn er á næsta leiti. En úr hvaða átt mun rokið skella á? Hann sker á línuna og varpar niður því, sem eftir er af henni. Og það stendur á endum, að er hann hefur komið þessu í kring, rýkur hann af norðvestri og stéypir sér yfir fiskibátinn. Norðvestangarrinn er hættu- legasta vindáttin á Lófótenhaf- inu, og Jens Olsa er fullljóst, að nú verður siglt upp á líf og dauða að landi, ef þeim þá lán- ast að komast upp undir Lófót- envegginn gegn veðurofsanum. Flestir hinna bátanna hafa yf- irgefið línurnar og sett upp segl- svuntu, en nokkrar mílar eru til verstöðvar, svo að það verður enginn hægðarleikur að slaga þá leið og slá undan rokinu í þung- um sjó, sem ýfist æ hvað líður. Og nú er hann líka farinn að hríða og kófið slíkt, að naumast verður séð nema bátslengd framundan. Jens Olsa sér, að vonlítið er að reyna að komast til fiskiversins í þessu veðri, og hann ákveður því að láta reka yfir Vesturfjörð. Segldulan er ekki stærri en það, að hann get- ur setið á þóftunni og haft hönd- ina á seglránni. Hríðarkófið vex æ meir hvað líður, og nú er lika komið svo mikið frost, að ísinn leggst sem hvít tólg á árar, kaðla og segl. Skaut og dragseilar sitja föst, svo að næstum er ógerningur að skauta seglum eða fella þau, þegar nauðsyn krefur í verstu hrinunum. Jens Olsa getur ekki haldið á- kveðinni eða beinni stefnu 1 þessu hríðarkófi. En eftir vind- áttinni að dæma mun hann, ef hann breytist ekki á áttinni, ná landi einhvers staðar milli Grötöy og Bodö. Hann er mesti víkingur á sjó. Áttæringurinn er góður bátur og klýfur sjóana laglega, en yfir Vesturfjörðinn er margra mílna leið, og því býst hann við hinu versta. Margir bátar hafa þegar siglt sig sjófulla og hvolft. Og á kjölum þeirra sitja menn og æpa á hjálp. Hljóðin eru svo níst- ingssár, að það gengur Jens Olsa að hjarta, en það er alveg von- laust að reyna að bjarga þeim. Þeim, sem reyna það ,er glötún- in vís. Hann sér bátinn nágrann- ans frá Bitterstad á hvolfi fram- undan. Á kjöl eru menn, sem hann hefur þekkt á langri ævi. Formaðurinn á bátnum, Jakob Jakobsa, hrópar, þegar Jens Olsa fer framhjá: „Skilaðu heim kveðju frá okkur og segðu, að við höfum beðið guð að taka okkur í sína vernd.“ Svo kemur ósjór og skolar mönnunum burt. Jens Olsa situr eins og stein- gervingur á ?óftunni og stýrir áttæringnum gegnum sjóana. Það er sem innri rödd æpi í eyru honum: „Jens Olsa, hvers vegna reyndir þú ekki að bjarga grönnum þínum?“ Honum er vel ljóst, að það hefði verið ógern- ingur, en samt sem áður hefði

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.