Heima er bezt - 01.04.1951, Side 21

Heima er bezt - 01.04.1951, Side 21
Nr. 2 Heima er bezt 53 lokið í öllum skúrunum, og rennihurðirnar, sem þeim er lokað með eins og tíðkast um bílskúra betri borgara, eru niðri. Fyrir framan skúrana eru línu- stamparnir, og breitt yfir þá segl til hlífðar gegn sólinni. Þar eru líka járnstampar, fullir með af- beitu, sem bíður þess að verða ekið á öskuhaugana. Á brún þessarar ágætu bryggju liggja nokkrir strákar og dorga án nokkurs sýnilegs árangurs. — Það væri ógæfuleg bryggja, sem engir strákar dorguðu við á flóði í logni og sólskini. Fremst við bryggjuna liggur Austfjarðabátur, vélin er í gangi, og þrír menn sitja frammi á skammdekkinu og láta fara vel um sig í blíðviðrinu. Og þar sem mér virðist, að ég þekki þessa menn, brölti ég um borð til þeirra og slæst í hópinn. Það er beðið eftir tveimur af áhöfninni, og kunningjar mínir bölva hægt og rólega á meðan þeir bíða. Er ég var nýseztur hjá þeim bar þarna að ungan mann, í trollbuxum og svartri peysu með leðuról um sig miðjan, sem skálmaði hratt niður bryggjuna og staðnæmdist við bátshliðina: — Nú er hún komin, sagði hann með rödd þess, sem flytur frétt- ir, — þá er hún komin, þeir voru að fá hana áðan. Af gamalli reynslu minni þótt- ist ég vita, að sú, sem komin var, og þeir voru að fá áðan, var loðn- an. Þessi skilningur minn virk- aði eins og smyrsl á sárið, sem Jakob gamli veitti mér uppi við bræðsluna, og ég hugsaði með mér: Svo mikið skil ég þó enn- þá, þótt ég kunni ef til vill að vera hættur að bera skynbragð á skítalykt, — og þetta varð mér til sjálfsöryggis, og gerði mér léttara um að heilsa mönnunum, sem ég hafði ekki séð í ein tíu ár. Við skiptumst á spurningum og upplýsingum um einkahagi. Þeir ræddu um aflaleysið og loðnuna. Við loðnuna er tengd síðasta vonin um sæmilega ver- tíð, og þessvegna töluðu þeir hlý- lega um hana, eða að minnsta kosti hlýlegar en um margt annað. Einhvernveginn fór það svo, að talið snérist um Jakob gamla, þann sem ég hitti á uppfylling- unni, og. Jón, skipstjórinn á þess- um bát, svartbrýnn maður og harðlegur, kvað uppúr um það, að Jakobi væri ekki láandi þótt hann væri fúll í skapi þessa dag- ana, hann væri atvinnulaus, og búinn að vera það í tvo mánuði, og það þarf sko minna með til að þyngja skapsmunina í sjötugum karli. Menn voru á einu máli um það, að lá ekki Jakobi þung- lyndið. Og af því að vandræði og harmar annarra eru óvinsælt umræðuefni í sólskini, þá tók sig til jafnaldri minn þar um borð, kjaftfor maður með fá- dæmum, og beindi talinu inn á nýjar brautir: Atvinnuleysið er nógu bölvað, það er það næstversta í heimin- um, næst á eftir kvenmanns- leysi. Út frá þessu spunnust svo um- ræður um kvenmannsleysi al- mennt, og sá kjaftfori, sem er nýlega trúlofaður, sagði, að það væri skylda kirkjunnar að skikka læknavísindin til að finna upp lyf handa sjómönnum, sem svipti þá allri ástarþrá með- an þess væri neytt reglulega. Upp úr þvi bárust böndin að Árna, vélstjóranum, ótrúlega kraftalegum og alvörugefnum miðaldra manni, sem reykti þá styztu pípu, sem ég hef séð. Sá kjaftfori fullyrti, að hann hefði einhvernveginn komizt yfir svoleiðis meðal, sem hann tæki inn tvisvar á dag á fastandi maga, auk þess, sem hann sáldr- aði því út á graut sinn. — Árni meistari, sem er frábrugðinn öllu gaspri, svaraði þurrlega, að umrætt lyf væri við magakvilla, og hann gæti útvegað skips- höfninni nóg af því. Annars þætti sér gaman að heyra hver gæti nefnt dæmi þess, að hann bæri sig upp undan kvenmanns- leysi. Sá kjaftfori svaraði því til, að víst hefði aldrei heyrst æðru orð af munni vélstjórans, enda væri hann þekktur að mestu karlmennsku, og margur bæri harm í hljóði. Sjálfur kvaðst hann ekki heldur leggja það í vana sinn að hafa sín feimnis- mál í flimtingum. Málið var hvergi nærri út- rætt þegar strákarnir tveir, sem beðið var eftir, komu í bíl og ég hafði mig í land, — og ég heyrði þá félagana skiptast á athuga- semdum um helgustu tilfinning- ar vélstjórans, á meðan þeir leystu landfestar og báturinn seig frá bryggjunni, — tala um helgustu tilfinningar vélstjórans og hugsa um loðnu. Á leiðinni upp bryggjuna staldraði ég við hjá strákunum, sem enn dorguðu án árangurs. Svarthærður maður, — um se* ára að aldri, leit upp frá iðju sinni og benti á rauðhærðan fiskara við hlið sér, á að gizka tveimur árum eldri, og sagði: — Sérðu hvað hann er í fínum fötum, manni. Hann er enskur og fiskar ekki annað en kola, — hann vill ekki annað en kola og þess vegna fær hann ekki neitt. Ég ávarpaði þann rauðhærða í þeim tón, sem ég taldi að ald- ursmunurinn heimilaði mér, og spurði hann hvort það væri satt, að hann væri enskur og fiskaði ekki annað en kola. En ég fékk ekkert svar. Hann leit ekki einu sinni upp. Þá endurtók ég spurn- inguna á ensku, og það hreyf sannarlega. — Rauðhærði fiski- maðurinn spratt á fætur og stóð teinréttur fyrir framan og höfuð hans náði mér í beltisstað. Svo leit hann á mig bláum fyrirlitn- ingaraugum og sagði: Helvítis fífl geturðu verið, — þú lætur Dadda spena spila með þig. Hvað er maður líka að spyrja um það, sem manni kemur ekki við, á timum atvinnu- og afla- leysis? ÞORBJÖRG ÁRNADÓTTIR Móðir og barn Bók þessa ætti sérhver barnshafandi kona að eiga og Jesa og tryggja með því öryggi sitt og barnsins. Handhægar og aðgengilegar leiðbeiningar til handa foreldrum, meðan móðirin gengur með fóstrið, við barnsburðinn og við gæzlu ungbarnsins fyrsta aldursárið. — Pét- ur H. J, Jakobsson, deildarlæknir við Fæðingardeild Landsspítalans, hefur ritað formála bókarinnar. — Bókin er prýdd fjölda mynda, 203 bls., kostar kr. 48,00 i bandi. V_________________________________'t

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.