Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 26
58 Heima er bezt Nr. 2 ingu en allar aðrar skepnur. Enda má til sanns vegar færa, að þeir hafi á þeim matarást, því allir eru þeir frá fæðingu upp- aldir á kaplamjólk og mysu. Til er sú sögn meðal sléttu- búa, sem varðveizt hefur meðal kynslóðanna,að einn af forfeðr- um þeirra hafi eitt sinn yfirgef- ið sléttuna og farið í framandi land. Þar bauðst honum gull og grænir skógar, og hann gat not- ið alls er hann óskaði sér. En eitthvað var það þó, sem hann saknaði. Svo var það einhverju sinni, að frændur hans af slétt- unni sendu honum kaplamysu í leðurskjólu. Hann bragðaði á mjöðinum og brast í grát. Heim- þráin greip hann óstöðvandi og sterk, svo að í skyndi söðlaði hann hest sinn og þeysti út á sléttuna. Mysugerðin má kallast frem- ur auðveld, en þó er hún gerð á mismunandi veg. Fyrst er sjálf- ur hleypirinn gerður (líkt og við íslenzku skyrgerðina í gamla daga). — Sumir Kirgísarnir nota súra kúamjólk og blanda hana merarmjólkinni, en aðrir nota gamla, ysta merarmjólk og hræra henni saman við soðið hveiti, og fá hleypirinn á þann hátt. En hvernig svo sem hleyp- irinn er framleiddur, á hann jafnan að vera einn á móti fimm af mjólkinni. Síðan er blandan hrist vandlega og látin standa 3—4 klukkutíma. Þá er blandan aftur tekin og hrist hálfu meir en fyrr og látin standa á ný í 7—8 klukkustundir. Þetta er endurtekið einu sinni enn og gerjunin síðan látin halda áfram í þrjá tíma til viðbótar ,og er kaplamysan þá fullgerð. - Þannig tilbúín, er kaplamys- an kölluð „létt“ og er mjög ljúf- feng á bragðið. En sé hún nú látin gerjast í 12 klukkustundir til viðbótar verður hún það sem kallað er „sterk“ og menn geta farið á smá kendirí. Sú mysa, sem notuð er sem læknislyf, er aftur á móti nokk- urskonar millitegund milli hinna „sterku“ og „léttu“ teg- unda, og kalla Kirgísarnir hana „yngingardrykkinn", og er það vissulega sannnefni. Það eru margvíslegir sjúk- dómar, sem kaplamysan á að lækna, svo sem markskonar of- næmi; sykursýki „króniskt“ iðrakvef og síðast en ekki sízt berklaveiki. Til dæmis er það staðreynd, að meðal hirðingj- anna á sléttunum þekkist ekki brjóstveiki. Það er haft eftir rússneskum vísindamanni, að á fyrsta stigi tæringar, sé • árangurinn af kaplamysu undraverður. Eftir 3—4 mánaða dvöl úti á sléttunni er hinn tæringarveiki orðinn al- heilbrigður. Hinsvegar hefur það valdið miklum heilabrotum, að það virðist, sem kaplamysan komi að engum notum og geti jafnvel verið skaðleg, sé hennar neytt í öðru umhverfi en ein- mitt á sléttunum sjálfum. Rúss- neskir læknar hafa gert tilraun- ir í þá átt að spara sjúklingum sínum löng ferðalög og ætlað að lækna þá með mysunni heima fyrir, en það hefur ekki gefist vel. Það virðist því vera jafn- framt hið þurra loftslag slétt- unnar, sem þarf til, svo að ár- angur náist, svo og heilbrigt og reglusamt líferni. Á hressingarhælunum, þar sem kaplamysunnar er neytt, eru ekki sérstaklega strangar reglur um annað mataræði, en í sambandi við sjálfa mysuna eru ótal reglur, og er þó sérstak- lega varast að sjúklingarnir fái of stóra skammta til að byrja með. Fyrst eru þeir aðeins látn- ir drekka hálfan iítra af mysu á dag, og síöar hálfan lítra í mál, en síðan er magnið smáaukið og kemst loks upp í 10—12 lítra á dag, en þegar því stigi er náð, komast menn í létta stemningu og ganga um í sælli vímu. Á hressingarhælunum er deg- inum deilt niður í ákveðna „drykkju“- og matartíma. Klukkan sex árdegis byrjar „drykkj uskapurinn“ og síðan er sumblinu haldið áfram með smá hléum til klukkan tvö, en þá er fyrst framreiddur hádegisverð- ur. Að því búnu er tekið til við drykkjuna á ný og haldið áfram til klukkan fimm. Loks er aftur snædd máltíð klukkan sex, og þar með er dagskráin á enda. Það er talin eðlileg framför, ef sjúklingurinn þyngist 5—12 kg. á mánuði, og má það teljast gott. að mæta brunatjóni ? Er tryggingarupp- hæðin á innbúinu nægjanlega há? c Er yður kunnugt, að S am vinnutryggingar greiða tryggingar- tökum sínum tekju- afgang og lækka þar með iðgjöldin? hjá eigin félagi og njótið sjálf ávaxtanna SAMVINNU- TRYGGINGAR

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.