Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 7

Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 7
Nr. 2 Heima er bezt 39 að menn viti, frá ómunatíð, enda sér þess engin merki. í dal þess- um er hið bezta beitiland, enda liggur hann langt inn í reginfjöll og hylst undir miklu djúpfenni alla vetur, því að brattar og há- ar hliðar eru að beggja megin. Fram í þessum dal gekk bú- smali Halls um sumur öll og geidfé á haustum og framan af vetri, svo lengi sem veður leyfðu og hagar héldust. Það bar til á hausti einu síðla, löngu eftir allar fjallgöngur, að Hallur bóndi gekk til sauða sinnu að venju. Haustið hafði verið einmuna gott, svo að jörð var þíð og marauð í byggðum og allt til efstu fjallabrúna. Þennan dag var bjart veður, himinn heiður og glaða sólskin. Hallur gekk fyrst vestur yfir Hvannadalsá. En svo hélt hann norðan megin árinnar fram miðjar hliðar. Honum þótti það- an bezt útsýn yfir dalinn sín megin. Hann bjóst við að ganga alveg fram í dalbotn og þaðan aftur austan megin ár heim til sín. Þegar hann var kominn hér um bil hálfa leiðina, stanzar hann lítið eitt til að kasta mæði. Honum verður þá litið niður til árinnar, og sér hann, að stór hópur manna heldur fram dal- inn, þétt með ánni norðan meg- in. Nokkrir menn voru þar á hestum, en þó voru fleiri fót- gangandi. Tala þessara manna fannst honum nálægt fjörutíu. Reiðmennirnir fóru fremstir og nálega lausir viö aðalhópinn. Litur sumra hestanna var hon- um alveg óþekktur. Reiðtygja- búnaðurinn sýndist honum nokk uð skrautmikill. Að minnsta kosti glóði hann óvenju fagur- lega í sólskininu. Það voru einn- ig margir í litklæðum. Eins og nærri má geta, varð honum ærið bilt við sýn þessa í fyrstu, því að hann átti þar ekki manna von, frammi í eyðidal. Fyrst hugði hann, að þetta hlyti að vera missýning, en brátt gekk hann úr skugga um, að svo var ekki, eftir að hann hafði at- hugað þetta grandgæfilega um stund. Margar ágizkanir svifu gegn um huga hans, en engin þeirra gat staðizt próf skynseminnar. Hvað gat þetta verið? Því var ekki auðvelt að svara. Hér var engin þjóðleið og hafði aldrei verið frá upphafi íslands byggð- ar, að minnsta kosti ekki svo, að nokkur maður vissi. Búfé og smalar voru þær einu verur lifandi, er hér áttu leiðir saman, ásamt fuglum himinsins. Og þessi kynjalýður, er hann sá þarna niður við ána, stefndi fram til öræfa — fram á regin- fjöll, þar sem dauðinn og Drangajökull eiga saman eilíft ríki. Stefnan var þverstrik frá leið- um fólksins. Voru þetta menn? Það þótti honum fjarri öllum sanni, enda þótt svo sýndist vera. Voru það jarðbundnir andar? Ekki var það sennilegra, því að hvernig áttu slíkar verur að gera sig sýnileg- ar mönnum, sem ekki meira efn- islegt höfðu í sér fólgið en storm- urinn? Jæja, fyrst það voru nú hvorki mennskir menn né jarðfjötraðir andar, hvað gat það þá verið? Huldufólk? Já, auðvitað, ekkert annað. — Honum fannst sem sér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds við þá hugsun. Hann hafði svarið það við himin, jörð og helvíti, að slíkar verur gæti alls ekki verið til, af því að þær voru ekki dags daglega að slæp- ast á vegum hans og annarra — og af því að hann sá þær ekki sjálfur — og af því að í þess hátt- ar fræðum og frásögnum gat enginn verið trúverðugur nema hann einn, Margir höfðu sagt honum, að þessar huldu verur væru grimm- ar og hefnigjarnar, væri þeim misboðið á einhvern hátt. í þessu sem öðru voru þær svo undur ólíkar mönnunum, er alltaf höfðu sáttfýsi og fyrirgefningu á reiðum höndum. En það ekki verið stór sök, þótt hann neitaði tilveru þeirra — og gæfi það stöku sinnum fjandanum — af því að hann sá þær ekki sjálfur. Hann sá nú, að ekki var til neins að glápa á þetta lengur, að minnsta kosti ekki úr svona mikilli fjarlægð. Hann varð að komast fyrir það sanna, hvað sem það kost- aði. Hann breytti því stefnúnni í snatri og hélt skáhallt undan brekkunni og fór mikinn, unz hann var kominn á hlið við hópinn, í á að gizka 20 faðma fjarlægð. Þá sá hann, hvers kyns þetta var. Það var sem sé líkfylgd, og allt saman al-ókunnugt fólk. Hann vissi ekki einu sinni, hvort það talaði móðurmál hans, því að hér voru allir þögulir eins og dauðinn. Og enginn í öllum hópnum virtist taka eftir komu hans eða veita honum hina minnstu athygli. Nú fyrst fór honum ekki að lítast á blikuna. Þótt hann væri frábær kjarkmaður, áræddi hann samt ekki að slá sér bein- línis inn í hópinn, heldur lét dragast aftur úr og hélt á eftir flokknum í humátt. Hann lang- aði sem sé til að sjá fyrir enda- lokin, ef þess væri nokkur kost- ur. Líkfylgdin seig áfram hægt og hljóðlega og nálgaðist óðum dal- botninn, en hún nam eigi stað- ar að heldur. Það leit helzt út fyrir, að vegur þessa kynjalýðs lægi beint í iður jarðarinnar — niður í undirdjúpin, því upp úr dalbotninum er fáum fært nema fuglum himins. Hann sá nú, að í þetta sinn myndi sér ekki auðnast að verða vís hins sanna, og voru honum það hrapalleg vonbrigði. Hann nam staðar skammt frá dalbotn- inum, þar sem smalaleiðinni lauk. En þá stanzaði einnig aft- asti maðurinn í hópnum og leit til Halls nokkuð alvarlega. Sá maður var mikill vexti og fríður sýnum, hafði tignarlegt yfirbragð og góðmannlegan svip. Hann ávarpaði Tungu- Hall með sterkum, en hljómþýð - um málrómi á þessa leið: „Trúir þú því nú, Tungu-Hall- ur, að guð hafi getað skapað fleiri verur líkamlegar en ykkur mennina? Oss eru vel kunn umj mæli þin og illyrði í vorn garð, en ekki skaltu samt þeirra gjalda í þetta sinn, þar sem hroki, gáleysi þitt og fávizka eru orsökin, en ekki beinlínis ill- vilji. En varaðu þig, maður! Hér fer önnur líkfylgd á eftir sömu brautina, og það getur kostað þig lífið að verða fyrir henni. í þeim hópi eru margir, sem bera til þín þungan hug. Og það

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.