Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 27
Nr. 2
Heima ee bezt
5ð
Henni varð
SÍMON DALASKÁLD var
þekktur víða um land á sínum
tíma. Þótt samgöngutækin væru
þá ekki önnur en hesturinn eða
mannsfæturnir, hamlaði slíkt
honum ekki frá því að ferðast
milli héraða og vítt um sveitir,
oftast bæ fræ bæ. Um Suðurland
mun Símon hafa ferðast oftar
en einu sinni. En þar sem hann
var’ sjaldséðari þar en víða ann-
arsstaðar, höfðu ýmsir ekki litið
hann eigin augum, en allir
þekktu hann af afspurn. Rímna-
flokkar hans voru víða kunnir
og kveðnir af kvæðakærri al-
þýðu, og lausavísur hans —
flestar um kvenfólk — flugu um
landið eins og fjaðrafok. Var því
mörgum — ékki sízt yngra fólk-
inu — mikil forvitni á að sjá
þenna ljóðasmið. Og ekki dró það
úr, að útlit hans og háttalag var
að ýmsu sérkennilegt og frá-
brugðið öðrum.
Símon mun hafa lagt leið sína
um Suðurland seinast nokkru
eftir aldamót. Þá var vinnukona
í Selvogi ung stúlka, Ingveldur
að ■ nafni. Var hún vel kunnug
rímum og öðrum kveðskap Sím-
onar og óskaði þess oft, að hún
fengi að sjá með eigin augum
þetta kostulega skáld.
Svo kom að því eitt haust, að
frétt barst um það að Selvogi, að
Símon væri kominn í nágrenn-
ið, og vissu menn þá, að hans
myndi bráðlega von þangað, svo
að unga fólkinu þótti þetta
næsta góðar fréttir. Það var svo
morgunn einn litlu seinna, að
Ingveldur var stödd úti fyrir
bæjardyrum ásahit húsbóndan-
um og dóttur hans 14—15 ára.
Sjá þau þá hvar maður kemur
gangandi eftir veginum og ber
við sjóinn úti á Hellu. En það
var slétt bergflaga, sem vegur-
inn lá yfir. Nú flýgur þeim strax
í hug, að þarna muni Símon á
ferð og biða við enn um stund.
Er maðurinn kom á veginn móts
við bæinn, snýr hann þegar upp
að bænum og þekkist þá gjörla,
að það er Símon, en bóndi hafði
séð hann áður. Þá snúa þær
að ósk sinni
stöllur inn til baðstofu, en bóndi
tekur á móti Simoni. Litlu seinna
heyra þær að bóndi og gesturinn
koma inn baðstofugöngin og um
leið segir Símon við bónda: „Þeir
þarna í Grafningnum eru farn-
ir að láta mig sofa hjá konun-
um til þess að fá skáld i ættina.“
Hló bóndi þá dátt og fleiri, sem
til heyrðu.
Nú fer bóndi með Símon til
baðstofu og inn í hjónaherbergi.
En það vár afþiljað í öðrum bað-
stofuenda. Þangað var honum
borinn greiði.
Þá var Eggert Sigfússon prest-
ur í Vogsósum. Hann bjó í timb-
urstofu í bænum og hafði kost
og þjónustu hjá bóndanum.
Bregður hann skjótt við til fund-
ar við Símon, þegar hann veit
um komu hans. Sezt hann á
rúmið í hjónahúsinu, andspæn-
is Símoni, dregur upp fullan
brennivínspela og hyggst nú að
hressa vel upp á skáldið. Tekur
Símon þessu tveim höndum og
sýpur vel á. Hitnar honum bráð-
lega í hamsi og gerist brátt all
fyrirferðarmikill og hávær.
Syngur og kveður og rær sér öll-
um með einlægu handapati. Fór
þá ungu stúlkunum að þykja nóg
um og leizt ekki sérlega geðug
persóna, þessi beinastóri og digri
karl með úfinn hárlubbann
kring um stóran sleggjuhaus og
stríðan, gráan skeggkraga um
stórskorið og rauðþrútið andlit-
ið. Nú ganga ærslin að síðustu
svo langt hjá Símoni, að hann
tínir af sér allar spjarir ofan að
mitti og rásar þannig búinn um
baðstofuna.
í baðstofunni fyrir framan
þilið á hjónaherberginu var öðru
megin rúm vinnumannanna, en
á móti því rúm, sem gestir voru
látnir sofa í. í hinum enda bað-
stofunnar voru svo tvö rúm, sem
stúlkurnar sváfu í. Fullorðin
kona, sem einnig var vinnukona
á bænum, svaf í öðru þeirra, en
Ingveldur og bóndadóttir í rúmi
á móti henni. Þegar líður fram
að kveldi tekur Símon sig til. og
fer fram í baðstofuenda og
leggst upp í rúm vinnukonuílíi-
ar. Segist hann ætla að sofa í
þessu rúmi um nóttina og hvergi
annarsstaðar — beint á móti
ungu stúlkunum. Þegar þær sjá,
hvað Símon hyggst fyrir, taka
þær þrjár saman ráð sín og á-
kveða að sofa úti í heyhlöðu um
nóttina. Voru tvær heyhlöður
heima við. Önnur þeirra — kúa-
heyhlaðan — stór og full af heyi.
Hin öllu minni og nokkru fjær,
stóð á bak við norðausturhorn
bæjarhúsanna. í þeirri hlöðu var
nokkurt rúm, enda réttamönn-
um ávallt ætluð þar gisting í
leitunum á haustin.
Nú búast þær um í þessari
hlöðu um kvöldið og krækja
hlöðudyrunum vel aftur að inn-
anverðu. Ingveldur hafði kippt
með sér úr bæjardyrum um leið
og hún fór aflagna karlmanns-
kápugarmi til að slá um sig og
verja sig með því mosa og öðru
rusli úr heyinu. Nú leggjast þær
niður og hafa bóndadóttur á
milli sín. Þær sofna bráðlega, en
nálægt miðri nóttu vaknar
bóndadóttir og vekur stöllur
sínar. Er hún þá næsta óttasleg-
in og hvíslar að þeim í hljóði, að
Símon sé áreiðanlega inni hjá
þeim í hlöðunni. Hinar telja
slíkt varla geta átt sér stað, þar
sem hlöðudyrunum hafi verið
krækt aftur að innanverðu. En
bóndadóttir stendur enn fast á
sínu og kvaðst jafnvel hafa
þreifað á karli. Nú leizt hinum
ekki á og athuga hlöðudyrnar,
en ganga þá fljótt úr skugga um,
að hurðin er fast aftur og allt
með sömu ummerkjum og þær
höfðu skilið við um kvöldið. Bið-
ur þá vinnukonan bóndadóttur
að látá af öllum grillum og fá-
sinnu, enda komust þær að
þeirri niðurstöðu, að þegar
bóndadóttir taldi sig hafa þreif-
að á Símoni, þá muni þar hafa
orðið fyrir hendi hennar kápu-
lafið hjá Ingveldi. Róast nú
telpan og leggjast þær fyrir aft-
ur og sofna.
Eldsnemma um morguninn rís
svo vinnukonan upp og fer til
bæjar til þess að kveikja upp
eldinn þar í elhdúsinu. En þeg-
ar hún ætlar inn í bæinn, mæt-
ir hún Simoni þar á hlaðinu. Er
hann á nærklæðum einum og
ekki frýnilegur. Ætlar hann inn