Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 14
46
Heima er bezt
Nr. 2
SAGNFRÆÐI:
Blindir farandsöngvarar
í ýmsum löndum verða menn
varir við blinda farandsöngv-
ara, sem ferðast oft í fylgd með
fiðluleikurum og farandtrúðum.
Borg úr borg og land úr landi og
syngja á torgum og vegamótum
forna söngva og fagra. Hinn
blindi farandsöngvari hefur orð-
ið svo samgróinn arfsögn Þjóð-
sagna heimsins, að oft verður
hann í meðvitund heilla þjóða
að táknmynd og persónugerfingi
þeirra söngvara sem syngja um
liðna tíma og fornar hetjur. í
tveim snilldarverkum heimsbók-
menntanna hefur blindur far-
andsöngvari verið gerður að að-
alhöfundinum. Þessi snilldar-
verk eru Hómerskvæðin og Ossí-
ansljóðin.
Hómerskvæðin eru þannig til
komin, að einhverntíma fyrir
æfalöngu aftur í grárri forn-
eskju eiraldar höfðu grískir sjó-
ræningjar frá eyjum og kletta-
töngum Grikklands lagt í auðn
hina auðugu Trjóuborg í Litlu-
Asíu. Þessi mikli viðburður hafði
slík áhrif á hina fornu barbara
járnið, en Luis skældi sig fá-
ránlega framan í hana.
Englendingurinn tók dálítinn
seðlabunka upp úr veski sínu
og lagði hann á borðið, en fór
hjá sér og kvaddi í skyndi, þeg-
ar hann sá þakklætissvipinn á
andliti móðurinnar. Um leið og
hann lokaði dyrunum, barst að
vitum hans daufur ilmur, sem
minnti hann á ljúffenga súkku-
lagðiköku. Hann vonaði þó, að
vesalings fátæka konan hefði
ekki farið að búa til handa hon-
um dýran og lostætan mat
vegna spænskra hugmynda um
heiður og gestrisni.
*
Móðirin leit af einu barna
sinna á annað. Svo sagði hún í
hálfum hljóðum: — Verst er þó,
að það hefði getað verið satt.
Hún þurrkaði sér um augun.
Þykk og dökk leðja seig út um
loftgötin á járnspeldinu. Lupe
sá hana ein og skóf hana af
járninu. Hún var glóðvolg og
ljómandi góð á bragðið.
Grikklands, að hann lifði áfram
í hugarheimi þeirra í söngvum
og sögum. Skáld og söngvarar
hafa öldum saman ferðast milli
hinna grísku smáhirða og þulið
fyrir þær og sungið kvæði og
frásagnir um Trjóuborg og eyð-
ingu hennar. Þeir hafa heldur
ekki gleymt verjendum Trjóu-
borgar. Líka hafa þeir munað
eftir heimför grísku kappanna
yfir hinn úfna sæ Eyjahafsins. í
hópi þessara söngvara og skálda
hafa vafalaust verið blindir
söngmenn, sem rauluðu gömul
Trjóuljóð undir hljómum hörp-
unnar. Þegar þessar kviður end-
anlega voru skráðar, voru þeir
eignaðar blindu skáldi, sem kall-
aður var Hómer. Hómerskvið-
urnar voru tvær og er á þeim
svo mikill munur, að menn hafa
freistast til þess að tala um tvo
höfunda. Fyrri kviðan, Tlíons-
kviðan, lýsir viðureigninni um
Trójuborg. Þar er lýst hetjum og
köppum, prýddum þeim kostum,
sem einkenna áttu aðalborna
konunga, hermenn og höfð-
ingja.
Kapparnir, bæði þeir trjó-
önsku og grísku, eru fyrst og
fremst menn með mannlegar
tilfinningar. Ást og hatur, göfgi
og grimmd, hetjumóður og vol-
æði koma fram hjá einum og
sama manni. Allir hafa sínar
veilur. Hetjan Akilles var meira
að segja særanlegur á hælnum.
Hann hafði sinn fræga Akilles-
arhæl, þó hann annars væri ó-
særanlegur.
Þeir hraustustu af öllum
hraustum geta grátið og kvein-
að alveg eins og smælingjarnir.
Enginn er svo eðallyndur, að
ekki sé hann líka breyskur. Eng-
inn er svo aumur, að hann hafi
ekki eitthvað mennskt til að
bera. Guðirnir á himnum blanda
sér óspart í deilur mannanna.
Og gyðjurnar ekki síður. Og að-
ferðir guðanna eru ekki alltaf
til fyrirmyndar, því guðirnir eru
breyskir og mennskir. Fáir hafa
skapað guðina í sinni mynd svo
sem Hellenar hinir fornu. Illí-
onskviðan er eilíf og ávallt ung.
Ekki bara vegna töfrandi stíls
og framsetningar, heldur vegna
þess, að hún lýsir á skáldlegan
og raunsæjan hátt, mennsku
fólki og mennskum guðum.
Ódysseifskviðan er að sumu
leyti ólík Illíonskviðu. Kappinn
Ódysseifur, hinn vitri og ráðugi,
sem lagði leið sína heim yfir höf-
in, eftir að hann hafði hjálpað
til að leggja Tróju í auðn, er að
ýmsu leyti ólíkur Trójuköppum
í Illíónskviðu. Hann er ekki bara
djarfur og heiðarlegur hermað-
ur. Hann er líka vélráður og
kænn, og sér við brögðum bæði
guða og manna. Hann sigrast á
öllum torfærum og kemst heim
til íþöku, sem var ríki hans.
Illíonskviða virðist samin í
anda eiraldar og fyrri járn-
aldar, þegar höfðingjar og her-
menn og herskár aðall, grár fyrir
járnum og eirspjótum, voru
drottnandi stétt. Ódysseifskviða
ber á sér einkenni síðari tíma,
þegar ný yfirstétt sæfara og
kaupmanna hafði ýtt til hliðar
gömlum höfðingja- og her-
manna-aðli. Táknmynd þessarar
nýju yfirstéttar er hinn ráðugi
Ódysseifur. Það var ekki fyrr en
seint á 18. öld, að menn þóttust
í nálægum öldum verða varir
við snilldarverk sem gæti jafn-
ast á við Hómer.
Ossían.
Það er ekki fyrr en á okkar
öld, að vísindamenn og mennta-
menn hafa ætlað sér þá dul, að
líkja hinum kjarngóðu en
klunnalegu fornljóðum Ger-
mana við Hómerskvæðin. Eng-
um datt í hug að líkja Eddun-
um íslenzku og ljóðum þeirra
eða Niflungaljóðunum þýzku
eða fornkviðum Engilsaxa, við
Hómer.
En í byggðum Kelta á vestur-
útkjálkum Evrópu, höfðu frá ó-
munatíð reikað um skáld og
hörpuleikarar, sem sungu fögur
Ijóð um liðna tímann, og kunnu
margar þulur um horfna hetju-
öld. Keltar nefndu menn þessa
Barða. Mest kvað að sögum og
ljóðum þessara manna á írlandi.
Á þriðju öld sögðu írar að
myndast hefði mikill ljóðabálk-
ur um fornkappa,.sem Feníarar
voru kallaðir. Höfðingi þeirra
var kallaður Fingall. Fræðimenn