Heima er bezt - 01.04.1951, Side 30

Heima er bezt - 01.04.1951, Side 30
62 Heima er bezt Nr. 2 En stýrimaðurinn vissi hvað hann söng. Hann sá, að vonlaust var að sýna mótþróa undir þess- um kringumstæðum. Eigi að síð- ur var hann því viðbúinn, að skálkarnir myrtu skipshöfnina jafnskjótt og þeir teldu sig ekki hafa not fyrir hana lengur. Hann kappkostaði því að koma þeirri trú inn hjá Svarta Dick og félögum hans, að hann og skip- stjórinn væru ómissandi, og að til þeirra yrði að leita með hvað eina um borð, hversu smávægi- legt sem var. Brátt var hann búinn að vinna sér svo mikið traust hjá Svarta Dick, að ræningjaforinginn fór að segja honum áform sín. Hugmynd þeirra félaga væri sú að selja skipið í Kaliforníu og skiptu með sér andvirði þess. Stýrimaðurinn spurði þá blátt áfram, hversu mikið hann myndi fá fyrir snúð sinn, ef hann kæmi Mary Ann klakklaust til hafn- ar. Það kom dálítið á ræningjann við þessa óskammfeilnu spurn- ingu stýrimannsins, og hann hló kuldalega. Eftir nokkurt þjark tókust þó með þeim samningar um ákveðna upphæð, og Svarta Dick þótti nú sem stýrimaður- inn væri orðinn einn af hlut- höfunum í fyrirtækinu. Þegar stýrimaður vissi, að Kalifornía væri ákvörðunar- staðurinn, sagði hann, að það yrði varla komist hjá grunsemd- um, ef skipið kæmi þangað án farms. Hann sagði þetta með ró og sannfæringu, og stakk upp á því, að þeir skyldu reyna að fanga nokkra hvali áður. Svarti Dick þótti stýrimaðurinn hafa rétt að mæla og félst á hugmynd hans. Þegar skipstjórinn heyrði, að skipið skyldi á veiðar á ný, kom veiðimennskan upp í honum og hann varð léttari í sinni. Þó gat hann ekki fyrirgefið stýrimann- inum allt þetta ráðabrugg með ræningjunum og einsetti sér að kæra hann, ef hann slyppi nokkurn tíma lifandi frá þess- um óþjóðalýð. Það, sem fyrir stýrimanni vakti var að draga tímann, ef vera kynni, að þeir myndu hitta fyrir sér skip, sem hann vissi, að nýlendustj órnin myndi senda til þess að leita að Mary Ann. Ef til vill gátu þeir líka mætt ein- hverjum öðrum skipum, sem veitt gætu þeim hjálp. Var nú breytt um stefnu og haldið suður á bóginn. Eftir fárra daga siglingu hrópaði ein- hver, að hvalur væri framund- an, og skutulbáturinri var þegar mannaður. Skipstjórinn fór sjálfur um borð í hann og nokkr- ir af mönnum hans með hon- um, en jafnmargir af liði ræn- ingjanna, og voru þeir allir vopnaðir skammbyssum. Veiðin heppnaðist. Eftir stuttan róður á eftir hvalnum hæfði skutull- inn, og ræningjunum þótti þetta skemmtilegasta tilbreytni frá því að myrða fólk. Ábatavonin af því að veiða hval var heldur ekki svo lítil, eða um 300 sterl- ingspund. Með álíka veiði í nokkra daga til viðbótar myndu þeir fá álitlega fúlgu, þegar þeir kæmu til Kaliforníu. Næstu daga nálgaðist skipið ey nokkura. Nú sá stýrimaður- inn, að tækifæri myndi fyrir skipstjórann að komast burtu á skutulbátnum og yfirgefa Mary Ann. Honum tókst að undir- stinga skipstjórann um það, að næst þegar hann sæi hval, skyldi hann elta hann og látast ekki komast í færi við hann, Næsta dag, þegar hvalur var framundan, fór skipstjórinn í bátinn ásamt fjórum af mönn- um sínum, en stýrimaðurinn var kyrr um borð í Mary Ann. Að þessu sinni fóru ekki nema þrír af ræningjunum með í skutul- bátnum. Stýrimaðurinn og Svarti Dick skiptust á um að standa vakt, en stýrimaðurinn fór ekki af sinni vakt fyrr en báturinn var horf- inn úr augsýn. Aftur á móti sá hann enn hvalablástur, sem óð- um fjarlægðist suður á bóginn. Ræningjarnir festu einnig aug- un á stróknum upp af hvalnum og þótti sem eltingaleikurinn hefði orðið óvenju harður. Stýrimaðurinn var nú ánægð- ur með sjálfum sér og vonaði, að áætlun sín myndi heppnast. Því næst lagðist hann til svefns, og þegar hann tveim stundum síðar kom upp á þilfarið, fékk hann þær fréttir, að enn bólaði ekkert á bátnum. Hann lét í ljós vonbrigði sín, en hughreysti hina með því, að báturinn myndi aðeins hafa orðið að elta hval- inn óvenjulega langt, en sjálf- sagt myndi skipstjórinn þekkja stefnuna til baka. Dagurinn leið án þess nokkuð sæist til bátsins, og Svarti Dick byrjaði að gerast órólegur. Hon- um þótti nú sem allt öryggi væri horfið, þegar allir sjómennirnir nema stýrimaðurinn einn voru fjarverandi, því allir voru ræn- ingjarnir ósjóvanir og kunnu ekkert til verka. Stýrimaðurinn gaf nú fyrir- mæli um að setja ljósker upp í siglutréð, til leiðbeiningar fyrir bátinn. En sjálfur vonaði hann, að báturinn væri það langt und- an, að hann sæi alls ekki ljósið. Ræningjarnir voru nú vongóðir um að báturinn myndi finna skipið, og bjuggust fastlega við að þeir myndu sjá hann með morgninum. En nóttin leið og enginn bátur var sýnilegur um morguninn. Nú er að segja frá mönnun- um í skutulbátnum. Þegar þeir yfirgáfu móður- skipið, hófst harður eltingar- leikur við hvalinn, en skipstjór- inn var nú ekkert sérlega veiði- bráður og vildi ekki skutla fyrr en hann kæmist í dauðafæri. Eftir langan eltingarleik varð mannskapnum það fyrst ljóst, að Mary Ann var úr augsýn. Hval- fangararnir höfðu raunar oft áður tapað sjónar á móðurskip- inu, er þeir höfðu elt hvali marg- ar rastir frá því, en það tók þá sjaldan nema einn til tvo sólar- hringa að komast til þess aftur. Þeir höfðu þó alltaf með sér vatn og vistir í skutulbátnum, og að þessu sinni höfðu þeir vistir til 3—4 daga. En nú leið nóttin og allur næsti dagur, án þess þeir findu Mary Ann. Enginn var jafn kát- ur og Truesalt gamli skipstjóri. Sjálfur var hann milli vonar og ótta um, að Mary Ann birtist þeim allt í einu, en að síðustu varð áhöfnin — og þó einkum ræningjarnir — kvíðnir, því að óðum gekk á matarbirgðirnar. Á þriðja degi sagði skipstjór- inn: „Ef við finnum Mary Ann

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.