Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 31
Nr. 2 Heima er bezt ekki í dag, verðum við að leita lands.“ Ræningjarnir þrír urðu nú mjög viðskotaillir, enda vissu þeir, að kæmu þeir í land eða hittu brezkt herskip, myndi ekkert bíða þeirra nema fang- elsi eða dauði, ef uppvíst yrði, hverjir þeir væru. Hásetarnir byggðu aftur á móti allt sitt traust á skipstjóra sínum. Tveir dagar liðu enn, og nú fengu menn ekki nema hálfan matar- skammt. Næsta morgun var káetu- drengurinn, Karl, og einn af há- setunum orðnir svo þjakaðir af hungri, að þeir gátu naumast haldið sér uppi, og var drengn- um vart hugað líf. Síðar um dag- inn sást land framundan. Allir urðu ærðir af fögnuði fyrst í stað, en skipstjórinn lézt verða fyrir sárum vonbrigðum að hafa ekki fyrirhitt nokkurt skip. Ef til vill myndu skip þó ekki vera langt undan, hugsaði hann, og máske myndu þau vera á hafinu norðan eyjarinnar, sem nú var fyrir stafni .... En nú dró einn af ræningjun- um skammbyssu upp úr vasa sínum og krafðist þess, að ekki yrði róið eitt áratog fyrr en hann fengi afdráttarlaus svör frá skipstjóra og annarra um borð, hvað þeir hyggðust fyrir, þegar í land kæmi. Sjálfur vildi hann ekki vera sendur á ný í fangelsi og þrældóm í Ástralíu, og félag- ar hans tóku undir með honum. Hásetarnir lofuðu fyrir sitt leyti, að þeir skyldu ekki segja neinum Norðurálfumanni til þeirra, en Karl var svo máttfar- inn og sljór, að hann vissi ekk- ert hvað kringum hann gerðist. Skipstjórinn aftók með öllu að gefa þeim nokkur fyrirheit, en þegar skálkurinn spennti gikk- inn á byssu sinni og setti hana að brjósti honum, lofaði hann, að hann skyldi ekki segja til þeirra, svo lengi sem þeir væru á þessari ey. Meiru var ekki hægt að fá hann til að lofa, og sættu ræningjarnir sig við það. Þeir innfæddu á eynni tóku komumönnum vel og hlynntu að þeim fyrstu dagana eftir að þeir komu af sjónum. En þegar þeir höfðu náð sér eftir volkið og hungrið, lögðu þeir af stað þvert yfir eyna, til fundar við fulltrúa nýlendustjórnarinnar, en þaðan fengu þeir skipsferð áleiðis til Honolulu. Karl var enn svo máttfarinn, að skilja varð hann eftir hjá þeim innfæddu, en skipstjórinn gerði ráðstafanir til þess, að hann yrði fluttur í sjúkrahús nýlendust j órnarinnar. Nokkrum tímum eftir að skip- stjórinn yfirgaf eyna, var sagan um ránið á Mary Ann kunn. Skipstjórinn hélt þó sitt loforð og sagði ekki til þeirra, en það gerði Karl, eftir að hann var orðinn einn eftir. Hann var sá eini, sem ekki var bundinn neinu þagnarheiti við ræningjana. Strax næsta kvöld lagði lítil seglskúta frá eynni til þess að leita að Mary Ann. Skipið hét „Sandertréð“ og var vopnað fall- byssu. Skipið var mannað hraustum sjómönnum, og höfðu sumir gerst sjálfboðaliðar. Karl var einnig tekinn um borð eftir eigin ósk, í stað þess að verða eftir í sj úkrahúsinu, og mátti hann teljast nokkurs konar far- arstjóri leiðangursins. Eftir viku siglingu komu menn auga á Mary Ann. Frá þeim degi, er Svarti Dick gaf upp vonina um að þeir myndu finna bátinn, grunaöi hann stýrimanninn um græsku. En án hans gat hann ekki ver- ið, því enginn kunni til sjó- mennsku um borð nema hann. Þessa aðstöðu notfærði stýri- maðurinn sér út í æsar. Hann hafði nú spillt tímanum í heila viku með því að sigla fram og aftur til að leita bátsins, en nú var hann á ný búinn að taka stefnuna á Kaliforníu. En hann hagaði seglum þannig, að skip- ið skreið sama og ekkert þrátt fyrir góðan byr. Ræningjarnir formæltu og æddu um í bræði. Eina björg- unarvonin, sem Svarti Dick sá nú, var sú, ef hann fyrirhitti hraðskreiðara skip, sem hann gæti rænt. Þá ætlaði hann að sökkva Mary Ann. Og nú voru ræningjarnir staðráðnir í að reyna að ná á vald sitt fyrsta skipi, sem þeir fyrirhittu, en það var einmitt „Sandertréð“. Það var snemma morguns, sem þeir 63 sáu skipið, og brátt dró saman með því og Mary Ann. Stýrimaðurinn, sem hafði heyrt bollaleggingar ræningj - anna, var nú á nálum um, að þetta væri vopnlaust skip, og að ræningjarnir mundu nú leika sama bragð og þegar þeir tóku Mary Ann á sitt vald. Stýrimaðurinn sá ekki nema 4—5 menn um borð í seglskút- unni, en hann sá, að henni var siglt af kunnáttu og leikni. Og nú venti skipið og sneri þeirri hlið að Mary Ann, sem fallbyss- an var á. Um þetta leyti voru ræningjarnir komnir í bátinn og reru hiklaust yfir til seglskút- unnar. Mennirnir um borð undr- uðust kjark þeirra, en Karl vissi, hvernig þeir höfðu hagað sér, þegar þeir komu um borð í Mary Ann, og var við öllu búinn. Allir tóku nú upp byssur sín- ar nema fjórir menn, sém stóðu vopnlausir út við borðstokkinn. Á bak við þá biðu hinir vopn- uðu, svo ræningjarnir gengu ör- uggir upp á skipið, en þar fengu þeir heldur en ekki „hlýjar“ móttökur. „Tilbúnir áhlaup,“ sagði Svarti Dick við menn sína, um leið og þeir stigu upp á þilfarið, og um leið sló hann til háseta, sem næstur honum var. í sama taili kváðu við skot frá skipshöfninni og hörð hríð var gerð að komu- mönnum, unz allir höfðu verið afvopnaðir nema Svarti Dick. Ræningjunum hafði ekki dottið í hug, að þeir myndu fá þessar móttökur, og áttuðu sig bókstaf- lega ekki á því fyrr en þeir voru yfirbugaðir. Svarti Dick varð síð- ast yfirunninn. Hann varðist eins og berserkur og hélt dauða- haldi um skammbyssuskeptið, svo að það þurfti næstum að skera það úr greip hans. Tveim dögum siðar mætti „Sandertréð“ herskipi, sem þeg- ar var búið að hitta bátinn, sem var á leið til Honolulu, og hafði það tekið við ræningjunum. Truesalt gamli skipstjóri og menn hans voru einnig um borð í herskipinu, og gat hann nú á ný tekið við hinu góða skipi sínu, Mary Ann, og siglt því aftur til Hobartstown, eftir hið hrikalega ævintýri með ræningjunum.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.