Heima er bezt - 01.04.1951, Side 12

Heima er bezt - 01.04.1951, Side 12
44 Heima er bezt Nr. 2 STROKJÁRNIÐ Smásaga eftir Arturo Barea. LIJPE VAR að tína þræðing- arnar af pilsi Faustinu systur sinnar. Allt í einu greip hana áköf löngun til að hleypa af stað rifrildi og hávaða. Hún hafði verið í heila klukkustund að spretta því upp og aðra til að slétta það. Alltaf varð hún að vinna leiðinlegustu verkin á heimilinu — ekki af neinu öðru en því, að hún var ekki yngst eins og Charito og ekki elzt eins og Faustina. Öskubuska átti yngsta barnið að vera, en í þess- ari fjölskyldu var hún Ösku- buska. Vitundin um það var raunar dálítið heillandi um leið, og nú gleymdi hún því, að hún hafði ætlað að segja Charito systur sinni ærlega til syndanna fyrir eitthvað. Charito sat nú aldrei þessu vant öldungis grafkyrr og starði á gamla viðarkolastrokjárnið á borðinu. Grátt strokklæðið var hafið, en strokjárnið sjálft var skip. Nefið á því var stefnið, handfangið stjórnpallurinn og loftpípan reykháfurinn. Hann var reyndar boginn en ekki beinn, eins og hann átti að vera. Og svo átti hann senda reykjar- mekki hátt í loft upp, en ekki þetta heita loft framan í hana. Hún sá, hvernig heita loftið streymdi og liðaðist upp úr píp- unni. í laumi tíndi hún saman nokkra ullarhnoðra af gólfinu og opnaði speldið aftan á járn- inu — nei, á skutnum á skipinu. Viðarkolið var dimmrautt. Svo smeygði hún ullarhnoðranum inn á fölskvaðar glæðurnar og lokaði speldinu hljóðlega. Sam- stundis fóru gráir reykjar- strókar að liðast upp úr reyk- háfnum. — Skipið vaggaði af stað. Nú birtist mamma í eldhús- dyrunum með hálfflysjaða kart- öflu í annarri hendinni og hníf- inn í hinni. — Gættu að strok- járninu, Lupe. Það er eitthvað að brenna. Lupe sneri sér snarlega við og þreif járnið af grindinni, en þeytti því á hana aftur í fáti, því að mjór logi gaus upp úr pípunni. Þef af sviðnandi uil lagði um alla stofuna. Charito renndi sér undir borðið. — Þarna er stelpuasninn lif- andi komin með fíflalætin. — Þú átt að líta eftir barninu. Ekki get ég haft augun alls stað- ar. Fljót nú! Opnaðu dyrnar út á götu. Þessi ólykt verður að vera rokin út, þegar Englend- ingurinn kemur. Hvað heldur hann annars um okkur . . . .? — Mér er alveg sama, hvað hann heldur; hann er andstyggi- legur, svaraði Lupe örg. En Charito skauzt undan borðinu, hljóp fram og opnaði dyrnar upp á gátt. — Nú ertu dugleg stúlka, sagði mamma. Farðu nú að greiða þér. Ég tók til bláu borðana handa þér. — Lupe, taktu svo til á borð- inu — hann getur komið eftir fjórðung stundar. Svo tók hún aftur til við mat- reiðsluna. Lupe gerði eins og henni var sagt. Henni fannst hún vera höfð útundan. Hún var með miklu meira liðað hár en Charito, en þó hirti enginn um að gefa henni hárborða — ekki heldur nýja blússu. Faustina fékk allar nýjar blússur, af því að hún var í þingum við ein- hvern strák, og hún litaði á sér varirnar og reytti augabrýrnar. f,upe, Öskubuska. Auðvitað, hugsaði Lupe, stóð henni alveg á sama, hvort þessi Englendingur sæi hana eða ekki. Hann var ljótur eins og erfða- syndin, á spóaleggjum, rauð- hærður og freknóttur, og svo var hann með ýsuaugu. Hann var eins og óbótamaður í glæpa- kvikmynd. Já, dálaglegur vinur Federico bróður — ef hann var þá vinur Federico! Um það gat enginn vitað með vissu. í stað þess að segja þeim frá Federico, sem þau höfðu ekki séð í ellefu ár, spurði hann í þaula — meira en nokkur skriftafaðir — um ástandið á Spáni, hve laun væru há, verðlag á kartöflum og brauði, svartan markað og skömmtun, hvort þau hlustuðu nokkurn tíma á útvarp — eins og þau hefðu fé til að kaupa út- varpstæki — og hvort þau héldu, að þetta mundi breytast nokkuð í náinni framtíð. Lupe þoldi ekki þessa dæmalausu forvitni hans. Mamma hafði verið dálítið fljótfærin. Henni fannst hann vera dásamlegur, af því að Federico hafði sent með honum bréf. Hún hafði jafnvel gefið Luisito merki, þegar Englend- ingurinn sagðist mundu hafa gaman af því að ná í eitthvert ólöglegt blað, þótt hún annars vildi aldrei tala um slíka líættulega hluti, síðan svona fór fyrir aumingja pabba. Hefði Faustina verið heima, mundi hana hafa grunað, hvað var á seiði, en Faustina hafði verið í bíó. Charito hafði auðvitað ætl- að að springa af monti, þegar Englendingurinn sagði, að hún væri falleg stúlka, og vonaði að hann gæfi sér eitthvað. Hann var líka að muldra um eitthvað frá London, eitthvað, sem Fede- rico hefði beðið hann fyrir handa fjölskyldunni. En hvers vegna kom hann ekki með það í gærkvöldi? Hann kom ekki með neitt annað en bréfmiða frá Federico. Bölvaður þorskurinn. Lupe slengdi strokjárninu niður á grindina, áður en hún færði það yfir á borðskápinn. * * Allt í einu kom Luis eins og felliibylur inn úr dyrunum, al- veg flaumósa. Og vegna hávað- ans, sem hann gerði, þegar hann snaraðist inn, kom móðir- in aftur fram í eldhúsdyrnar með hnífinn og hálfflesjaða kartöflu í höndunum. Charito birtist í svefnherbergisdyrunum. Fléttingastubbarnir hennar voru gljáandi og stinnir og bláu borðunum bundið vendilega um endana. — Mamma, sagði drengurinn og bar ótt á. Englendingurinn er lögreglunjósnari. — Ó, stundi Charito, og augun í Lupe urðu starandi. Móðirin lagði hnífinn óstyrkri hendi á borðið, en náði svo valdi yfir sér og sagði hvat- lega: — Vitleysa er þetta dreng- ur. Hann fékk mér bréf frá Fe- i

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.