Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 11
Nr. 2
Heima er bezt
43
ELIAS MAR:
Reykjavíkurþáttur
Elías Mar
ÞAÐ ER AF, sem áður var, er Islend-
ingar voru svo dansklundaðir, að jafnvel
fyrirmyndirnar að bínefnunum þurftu
þeir að sækja til drottinþjóðarinnar við
Eyrarsund. Þegar ég fyrir skemmstu spíg-
sporaði um Lækjargotu, hína fyrstu
heimsborgartröð í Reykjavík, kom mér
það einmitt til hugar, sem ég hafði lesið
einhversstaðar endur fyrir löngu, að fyrir
um það bil heilli öld var gatan bínefnd
— eftir danskri fyrirmynd — og kölluð
Ifeilagsandastræti. Tilefni þeirrar nal'n-
gil'tar vai: það, að á þeim árum stóðu að-
eins tvö hús við götuna, hús sjálfs bisk-
upsins, Helga Thordarsens, og hús dóm-
kirkjuprestsins, séra Asmundar Jónsson-
ar. Þetta var á þeim tírna, þegar siðmenn-
ing höfuðborgarinnar var enn á því stigi,
að algengt var að uppnefna fólk og reynd-
ar hvað sem var, draga dár að sérvitrum
gamalmennum og vera viðstaddur kirkju-
brúðkaup með samskonar hugarfari og
maður horfir á bíó. En nú er öldin önn-
ur, — jafnvel þótt sagan endurtaki sig
stundum á nokkuð skemmtilegan hátt.
Það vill ncfnilega svo til, að í dag búa
við Lækjargötu bæði dómkirkjuprestur og
biskup. En engum finnst ástæða til að
veita því sérstaka athygli lengur. Borgin
hefur nefnilega vaxið. Þorpið, sem einu
sinni hxddist að litlu götunni 'meðfram
læknum, nefndi hana „stræti" og kenndi
hana við heilagan anda, þetta litla þorp
hefur vaxið upp í það að verða borg,
cignazt sín stræti og garða, og meðal ann-
ars lagt breiðasta veg landsins að dyrum
þeirra, sem boða okkur að feta hinn
þrönga veg. Svona breytist allt. En úr
því að ég er farinn að minnast á „stræti“,
get ég varla varizt brosi, er ég mimiist
fyrstu „strætanna" í höfuðborg okkar.
Þau báru nefnilega ekki ýkjamikinn
„str;cta“-svip; miklu fremur voru þau
vottur um stefnuleysi og vöntun á smekk.
Enda er orðið komið úr erlendum mál-
um upprúnalega, einungis fyrir hégóma-
skap einhverra hálfdanskra eða aldanskra
„borgara" í gomlu Reykjavík. Að vísu
sést þetta orð í íslenzkum skáldskap á
17. öld: „Háa steinstrætið heimsins
sleipt“ kemur fyrir í Passíusálmum Hall-
gríms Péturssonar, — og má vera, að
hann hafi innleitt orðið í málið. En það
er fyrir utan þetta umræðuefni. Sú eina
gata í Reykjavík, sent lengi vel bar stræt-
isheiti, var Aðalstræti, enda ber nafnið
sjálft með sér orsök þess. Um þær mund-
ir, sem gatan meðfram sjónum tók að
byggjast, var hún aldrei nefnd annað en
Strandgata, og hélzt það nafn fram til
aldamótanna síðustu, enda þótt síðan
hafi hún verið nefnd Hafnarstræti. Sama
máli gegnir um troðninginn, sem mynd-
aðist fyrir sunnan Strandgötu og nú heit-
ir Austurstræti. Það var framan af aldrei
kallað annað en I.anga stétt. Þessi nöfn
eru nú öllum gleymd, nema örfáum gam-
almennum, sem minnast þess nteð brosi,
þegar bæjárstjórn Reykjavíkur lét leggja
forarræsi eftir endilöngu Austurstrætinu
og öllum þótti kostnaðurinn og bruðlið
við slíka framkvæmd svo óheyrilegt, að
minna mátti ekki gagn gera en kalla það
„Gullrennuna". En um þær mundir er
strætisheitið farið að ryðja sér til rúms.
Þegar fyrsti bankinn á Islandi var opn-
aður í nýju steinhúsi við Bakarabrekk-
una, þar sem nú er til húsa Bókaverzlun
Sig. Kristjánssonar, þótti ekki hlýða, að
brekkan drægi nafn sitt lengur af Bern-
höftsbakaríinu gamla, heldur varð að
skíra hana Bankastræti. Sama máli gegndi
um Kirkjubrú, götutroðning, sem lá milli
dómkirkjunnar og gamla grafreitsins.
Hann var gerður að KirkjusírÆíi. Síðan
komu til skjalanna nýjar götur fyrir aust-
an Lækinn, uppi í holtinu þar: Ingólfs-
stræti, ÞingholtssírÆfi; enda þótt enn
tnegi telja á fingrum annarrar handar
þau ár, sem liðin eru, síðan slóðir þessar
voru malbikaðar og steinlagðar, sem ætla
mætti þó, að væri frumskilyrði þess, að
þær nefndust stræti. Annars er lítið um
það í söguheimildum um Reykjavík, að
götur hafi skipt um nafn. Nýjasta dæmi
þess mun vera það, er Hringbraut, frá
Skúlagötu og að Landsspítalanum, var
umskírð og eiginlega skipt niður í tvær
götur, Snorrabraut og Þorfinnsgötu. Úr
heimildum frá fyrri tíð man ég ekki í
svipinn eftir fleiri en tveimur nafna-
breytingum. Sú fyrri er Suðurgata. Hún
hét áður Kirkjugarðsstígur eða bara Lík-
hússtígur. Það var á þeim árum, þegar
hún var lítið annað en tengiliður þorps-
búa við „helgra guðs barna legstaði"; og
þótti reimt þar í myrkri. Síðari nafn-
breytingin, sem rifjast upp fyrir
mér, er Vesturgötunafnið. Sú gata
hét lengi vel Hlíðarhúsastígur, eftir torf-
bæjasamstæðu einni, er nefndist Hlíðar-
hús og stóð þar sem nú er Ægisgata neð-
anverð. Vesturgata var einnig kölluð
La'knisgata, sökurn þess, að í túninu suð-
vestur af götunni lét Jón Thorsteinsson
landlæknir reisa sér hús. Það hús stendur
enn, Doktorshús, og heyrir til Ránargötu,
ef ég man rétt. Annars er ekki fráleitt að
ljúka þessum Reykjavíkurþætti, sem að
mestu hefur verið helgaður gatnanöfnum,
með því sem Bened. Gröndal segir um þá
hluti í Þórðar sögu Geirmundarsonar, þar
sem Alamala og Þórður eru að virða fyrir
sér Reykjavík nítjándu aldar. Þar cr
þetta skráð: „Þórður gat þess til, að villti-
gjarnt mundi vera þar sem væri svo
margar götur, en Alamala kvað bæjar-
stjórnina hafa ráðið bót á því, með því
að setja nöfn á allar götur, enn þótt flest
nöfnin væri óheppileg og ljót, „hérna er
nú Kolasund," sagð’ ann, „og vita menn
eigi hvort kallað muni vera svo af stein-
kolum eða sandkolum; þarna er Póststofu-
stræti, en ef póststofan verður einhvern-
tíma annarsstaðar, þá verður þar ekkert
Póststofustræti; svo er Veltusund, og
skilja engir það nafn nema sprenglærðir
sagnfræðingar; þá er Veíturgata, hún er
svo löng, að hún nær heimsenda milli,
en Framnes-stígur er alls ekki í bænum,
og svo er um fleiri götur, að enginn botn-
ar x þeim og enginn veit hvernig á þeim
stendur, en þó mun bæjarstjórnin eitt-
hvað hafa haft fyrir sér i þessu efni . . .“
Elias Mar.
.
SVEITIN OKKAR
E F T I R
ÞORBJÓRGU ÁRNADÓTTUR
fjallar um íslenzkt sveitalíf á
fyrsta tug þessarar aldar. —
Prófeessor Richard Beck segir
um þessa bók m. á.: „....
Undiralda þessarar bókar er
djúpstæð átthagaást og ást á
þeim sögulegu menningarlegu
erfðum íslenzku þjóðarinnar,
sem verið hefur henni orku-
lind til dáða á liðinni tíð . ... “
k___________________________^