Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 25
Nr. 2
Heima er bezt
57
Lækningaraáttur kaplaraysunna
Kaplamjólk er aðalfæðutegund Kírgísanna
á sléttunum austan við Svartahafið
ÞEGAR LEO TOLSTOJ var að
skrifa skáldsöguna, Anna Kar-
enina, var hann þreyttur og nið-
urbrotinn á sál og líkama. Þá
var það, að vinur hans og
granni, skáldið Fet, ráðlagði
honum að taka sig upp og ferö-
ast til Basjkirskusléttnanna sér
til hressingar og neyta þar
kaplamysu, en í henni væri
hinn mesti lækningamáttur.
Leo Tolstoj fór að ráðum
vinar síns, og eftir þriggja mán-
skiptumst við Sacramento á um
það að líta eftir því, með marg-
hleypuna í höndunum, að Indí-
áninn léki ekki á okkur. Hvor-
ugur okkar kunni með bátinn að
fara, og við myndum hafa staðið
uppi hjálparlausir, hefði Indí-
áninn sloppið úr haldi okkar.
Þetta var mikið erfiði. Ferðin
niður ána var sem hvíldarlaus
flótti eða kapphlaup við vetur-
inn, sem var að skella á, og all-
an síðari hlutann virtist svo sem
við myndum bíða ósigur í því
kapphlaupi, því að stöðugt jókst
ísinn. — Á þetta bættist svo, að
Indíáninn skaut mér skelk í
bringu. Ha-nn opnaði aldrei
munninn í því skyni að segja
orð, og hann leit ekki einu sinni
á okkur, nema brýna nauðsyn
bæri til. Hvenær sem það var lét
hann í ljós, að við stæðum ærið
lágt. Ég komst ekki hjá því að
hugleiða það annað kastið, hvort
hann hefði ekki á réttu að
standa.
Að lokum var kapphlaupið á
enda. Einn daginn bar okkur þar
að, sem áin var alfrosin og ís-
breiðan náði svo langt sem aug-
að eygði.
í fyrsta skipti, síðan Indíán-
inn tók okkur um borð á Lind-
erman-vatni, hraut honum nú
orð af vör: „Vatnaleiðin á enda.
Við verðum að ganga til Dawson
City — aðeins tólf tíma gangur
— jafnvel ekki það.“
„Gott er nú það,“ tautaði
Sacramento og fálmaði innan á
jakkann sinn.
aða dvöl með hirðingjunum í
hinu þurra loftslagi sléttunnar,
kom hann aftur heim, endur-
nærður og styrkur og tók til á
ný við vinnu sína. Á hverjum
degi í þessa þrjá mánuði hafði
hann neytt kaplamysu og samið
sig í því sem öðru að háttum
sléttufólksins, og þessu er það
þakkað, að Tolstoj gat fulllokið
hinu heimsfræga skáldverki, —
Önnu Kareninu.
Enn í dag er þessi saga sögð á
Síðan, fyrr en ég gat áttað mig
á því, sem var að gerast, sá ég
hvar hægri hönd hans spratt
fram, og ég heyrði skothvell frá
marghleypunni.
Hann hleypti öllum sex skot-
unum í skrokk Indíánans. Mað-
urinn hafði verið að stara á
hann hinum venjulegu fyrirlitn-
ingaraugum, þegar skotin riðu
af. Líkami hans kipptist til og
féll undan kúlnahríðinni, en
svipurinn á andlitinu haggaðist
ekki. Ennþá var sami fyrirmann-
legi þóttinn í þeim, þar sem hann
lá dauður.
„Guð minn!“ hvíslaði ég, orð-
laus af þessari sjón.
„Taktu því eins og það er,“
tautaði Sacramento. „Hann varð
að fá þetta áður en við komum
til borgarinnar. Ég hef heyrt frá-
sagnir af þeim, námumönnunum
í Klondyke, sem hengja þá, sem
verða uppvísir að því að hafa
stolið indíánabát. Það var hann
eða við, sem varð að fara.“
Nú lá ekkert fyrir annað en
halda áfram. Við skildum dauð-
an manninn eftir í klökugum
bátnum og lögðum af stað út á
ísinn. Ég ímyndaði mér, að bát-
urinn skilaði hálfrotnuðu líkinu
niður fljótið um leið og ísinn
bráðnaði að vori; og kannske
myndi einstöku maður í Dawson
City rekast á það og hugleiða,
hvernig þetta hefði mátt ske . . .
Eða kannske myndi hann alls
ekki eyða tíma í að hugleiða
slíkt. Dauðir menn voru ekki svo
óalgengt fyrirbæri í Yukon.
hressingarhælum sléttunnar, og
fer ekki hjá því, að hún hafi
nokkurt auglýsingagildi fyrir
kaplamysuna, en á grundvelli
kenninganna um lækningamátt
mysunnar, eru hressingarhæli
rekin.
Það er löngu kunnugt orðið,
að hirðingjarnir, sem reikuðu
um slétturnar austur af Svarta-
hafinu. notuðu kaplamjólk, sem
eina h?.^óu fæðutegund. Þetta
vissi Herodot gamli á sinni tíð.
Marco Polo segir líka frá áfeng-
um mjöð, sem búinn sé til úr
merarmjólk, og tarfarnir í hinu
stóra mongólska ríki drekka af
áfergju.
En það er ekki fyrr en í seinni
tíð, eða um miðja síðustu öld, að
mönnum varð ljóst hvert gildi
kaplamysan hefði frá heilsu-
fræðilegu sjónarmiði. Af eðlileg-
um ástæðum hefur kaplamjólk
ekki verið notuð jafn almennt
til neyzlu, eins og mjólk ýmissra
annarra dýra, svo sem kúa-
mjólkin og geitarmjólk, og þar
af leiðandi hefur kaplamysan
heldur ekki orðiðð jafn útbreidd
eins og t. d. súrmjólkin, sem
vesturlandabúar eiga að venjast.
En kaplamysuna verður að
framleiða á sléttunni sjálfri, og
einmitt þar verður líka að neyta
hennar, ef kostir hennar eiga
ekki að glatast.
Einn af þeim fyrstu, sem
rannsakaði kaplamjólk með til-
liti til hollustu hennar, var
rússneski prófessorinn, Postni-
kov. Hann stofnaði fyrstu kapla-
mysu-rannsóknarstöðina og
heilsuhælið í nágrenni Buzuluk
á hinni kírgísku sléttu, og fyrir
brautryðj endastarf hans ávann
kaplamysan sér viðurkenningu,
og trúin á lækningamátt henn-
ar varð útbreidd líkt og aðrar
náttúrulækningakenningar. Á
sumrin streymdu þúsundir
manna út á slétturnar til Kirgís-
anna, og þarna risu upp stór og
smá „hressingarhæli,“ það er að
segja tjaldbúðir, en sjálfir hirð-
ingjarnir voru notaðir sem að-
stoðarmenn við stofnanirnar,
enda var vinnuafl þeirra ódýrt.
Kirgísarnir, sem ekki hafa
orð fyrir það að vera jafnaðar-
legast sérlega mjúkhentir við
dýrin, eru þó mestu hestavinir
og umgangast þá af meiri lotn-