Heima er bezt - 01.04.1951, Síða 6
38
Heima er bezt
Nr. 2
gæti það orðið til þess, að hún
„lækkaði seglin“.
Hallur varð aldrei sami mað-
ur eftir þetta. Drengurinn var
afbragðsmannsefni, og endur-
minningin um hann og hin sorg-
legu afdrif hans fylgdu Halli
alla leið til grafarinnar.
Húsfreyja saknaði sonar síns
innilega, en hún vildi þó endi-
lega nytja bolakroppinn, bæði
húð og hold, — en Hallur brást
við reiður og þverneitaði. Kvaðst
hann eigi myndi fara að dæmi
Þjóðólfs og eta sonarbana sinn.
Þau urðu endalok bolans —
þvert um vilja húsfreyju — að
hann var brenndur til ösku. Sú
hegning þótti honum maklegust.
Hallur var með hærri mönn-
um og að því skapi þrekinn, eink
anlega um herðarnar. Hann var
rammur að afli, sem títt var um
íslendinga í þá daga. Svipurinn
var mikill og nokkuð forneskju-
legur. Hörundið var fremur
brúnleitt og hárið svart og gljá-
andi og féll slétt. Andlitið heldur
stórskorið. sterkur og karl-
karlmannlegur. Hann var manna
glaðlyndastur, en þótti nokkuð
glettinn og gáskafullur í viðræð-
um. Geðríkur var hann mjög, og
• þótti fremur óvæginn, ef því var
aö skipta, en kunni þó manna
bezt að stilla skap sitt, ef nauð-
syn krafði.
Búhöldur var hann mikill og
starfsmaður með afbrigðum,
enda vel efnum búinn. Gesta-
vinur mikill og góðhjartaður við
snauða menn og vesalinga og
hinn mesti höfðingi í lund. Guð-
rækinn þótti hann minna en í
meðallagi, og kom það oft fram
í háttalagi hans, að hann myndi
ekki vera neinn sérlegur trú-
maður, enda var hann óvenju
frjálslyndur í skoðunum.
Að vitsmunum var hann tal-
inn standa flestum mönnum
framar í hópi alþýðumanna.
Var því oft leitað til hans ráða
í vandamálum, og reyndust þau
að jafnaði hin ágætustu.
í fám orðum sagt var honum
flest vel gefið.
í sveitarvísum, er kveðnar
voru á efri árum Halls, stendur
þetta erindi um Tungu-bónd-
ann:
Hallur í Tungu hýsir bæ,
hirðir punga djarfi,
vitrari ungum virðist æ,
vanur þungu starfi.
Ég set hér ofurlitla sögu til að
sýna guðrækni Tungu-Halls.
Hann var eitt sinn að lesa hús-
lestur á hvítasunnudag í postillu
Jóns Vídalíns. Þegar hann hafði
lokið við guðspjallið og „exordi-
um“, hættir hann allt í eihu og
segir: „Ertu nú langur, greyið?“
Svo fór hann að telj a blöðin með
hægð. Þegar því var lokið, rek-
ur hann upp skellihlátur og seg-
ir: „Og þú ert pokurs langur,
greyið, alveg eins og hann langi
drengur þarna fram á rúminu.“
Þetta var nóg til þess, að öll guð-
rækni fólksins fór út um þúfur,
því að flestir tóku til að hlæja.
Þegar hlátrinum slotaði, byrjaði
Hallur aftur, og gerði hann ekki
fleiri útúrdúra í það sinn.
Langi drengurinn í rúminu var
smalamaður Halls, 17 vetra
unglingur, bráðþroska og efni-
legur.
Svona atvik komu oftar fyrir,
en sjaldan að orsakalausu. Guð-
ræknisiðja sýndist ekki vera
honum eiginleg, en hann fylgdi
þó þjóðarvenjunni í þá daga, að
lesa húslestrana.
Stundum kom Hallur svo fyr-
ir augu ókunnugra manna, að
þeir gátu hugsað sér, að hann
væri ekki með öllum mjalla.
Eitt sinn kom til hans ferða-
langur úr fjarlægu héraði. Fal-
aði hann til kaups fiskæti. Hall-
ur hvorki játaði né neitaði í
fyrstu, en fór að segja honum
sögu af hrafni, er þar hefði kom-
ið „í gær“ og dritið fyrir neðan
túnið.
„Ég hélt þetta væri fiskur,
maður minn, sem hann skildi
þar eftir, varð glaður við og hljóp
af stað.“ Seinast var þetta
krummaæfintýri hans orðið svo
skemmtilegt, að manntetrið ætl-
aði að springa af hlátri. Þegar
þessu ævintýri var lokið, víkur
hann sér frá honum og segir um
leið: „Já, maður! þú getur feng-
ið fiskinn! Velkomið!“
Öðru sin,ni kom til hans blá-
fátæk ekkja í sömu 'erindum.
Hann svaraði henni engu, en tók
þegar að segja henni sögu af
kvensnift nokkurri, er þar hefði
komið „í gær“ og heldur komizt
í hann krappan í Hvannadalsá.
„Hvílík undur, heillin!“ Varð úr
hrakningi stúlkunnar löng og
kímileg saga, svo að allir nær-
staddir fóru að hlæja. Svo vék
hann sér að ekkjunni og mælti:
„Velkomið! Ég skal með hjart-
ans ánægju gefa þér nokkra
sporða.“
Þetta var alvenja hans. Sögur
voru alltaf til reiðu, hvernig sem
á stóð. Það var eðlisfar hans að
vekja hlátur og gleði hvarvetna.
Á dögum Tungu-Halls stóð
álfatrúin á íslandi ennþá í
blóma sínum, og lítil dauðamörk
á henni sýnileg. Það var ekki
fyrr en löngu eftir hans daga,
að henni fór eitthvað að hnigna
smátt og smátt, enda voru þá
ekki gerðar neinar árásir gegn
henni.
Hallur var að því leyti óiíkur
samtíð sinni, að hann var and-
stæður allri hjátrú og hindur-
vitnum. Lenti oft í harðar deil-
ur milli hans og annarra, er
héldu við þá trú, að huldar, lík-
amlegar verur væri til og byggi
fneðal vor mannanna. Hallur
þvertók fyrir allt þess háttar og
kvað það firrur einar, að svo
væri. Slíkar mannverur gætu
eigi verið til og hefðu aldrei ver-
ið annað en missýni og hugar-
burður. Lenti hann þá oft út í
stóryrði og gífurmæli, meira en
góðu hófi gegndi. Aldarháttur-
inn var nú líka þannig í þá daga,
að hrottaskapur í orðum þótti
engin skömm, enda var Hallur
bæði bráðlyndur og hinn mesti
þrákálfur, er því var að skipta,
og ávallt því nær ósveigjanleg-
ur frá skoðun sinni.
En þessi skoðun hans á tilveru
huldufólks breyttist skyndilega.
Eftir það hélt hann því eindreg-
ið fram, að slíkar verur væri til,
og tjóaði þá engum móti að
mæla.
Atvikin, sem urðu til þess að
gerbreyta þannig skoðun hans
og trú, eru þau, sem hér verða
höfð til frásagnar. Þegar það
kom fyrir, var hann hér um bil
meðaldra maður.
Tunga í Dalamynni stendur
þar, sem tvær ár falla saman.
Kemur önnur úr norðaustri,
Hvannadalsá, en hin úr suð-
austri, Lágadalsá. Hvannadalur
hefur aldrei byggður verið, svo