Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.04.1951, Qupperneq 23
Nr. 2 Heima er bezt 55 SANNAR FRÁSAGNIR II: Dauðir þegja þunnu hljóði eftir James Milligan Á LITLA, óhrjálega strand- ferðabátnum, sem skilaði mér frá Vancouver til Skagway, hitti ég Sacramento Red. Hann hlýt- ur að hafa sýnt mönnum fram- an í þá eineygðu á leiðinni um fjöllin, því að hann hafði með - ferðis bæði haka og skóflu, steikarpönnu og þess háttar, rétt eins og ég; og þessir hlutir höfðu kostað mig drjúgan skild- ing í Vancouver. Báturinn var svo ofhlaðinn af gullleitarmönnum, að ég fékk ekki annað séð en hann myndi sökkva, ef hann lenti í öldu- gangi sem nokkru næmi. Flestir voru þeir úr flokki hinna gömlu leitarmanna; manna, sem höfðu lýst eftir hinum gula málmi um heiminn þveran og endilangan; manna, sem aldrei höfðu kom- ist í feitt, en sífellt voru vissir um það, að nú væri það að ske. Svo voru þarna aðrir líka, vandræðamenn, náungar, sem villtu á sér heimildir, skriffinn- ar, verkamenn, fallnir menn í þjóðfélaginu, kaupmenn. Þarna voru meira að segja niðurbrotn- ir drykkjumenn með konur sín- ar og börn; auk þess ekki svo fáar svipharðar stútungskerl- ingar, sem þóttust auðsjáanlega ætla að handsama gæfuna rétt eins og aðrir. Við Sacramento urðum mátar fyrirvaralaust, eins og ekkert væri eðlilegra. Enda höfðum við báðir týnt hliðarkíkjunum okk- ar og höfðum hvorugur nema ör- fáa dollara í höndunum, svo að það varð að samkomulagi milii ég gera að mínum orðum það sem Bjarni Jóhannesson frá Reykjum í Hjaltadal — alkunnur hesta- maður — sagði eitt sinn við mig. Hann var nokkuð drukkinn og hafði yfir Skúlaskeið Gríms Thomsens. Er kvæðið þraut setti hann hljóðan, en mælti svo: „Það þyrfti að ala upp fleiri svona hesta fyrst það er hægt“.“ okkar, að við yrðum samferða til Klondyke. Skagway var áþekkast Madi- son Square Garden um þær mundir, sem eitthvað markvert er að ske. Allir voru að reyna að sjá, á hvern hátt væri auðveld- ast að komast til Dawson City, en ósköp fáir virtust komast að nokkurri niðurstöðu. Það var hægt að komast þangað með hundasleða gegnum Chilcoot- skarðið, en slíkt gátu ekki veitt sér aðrir en þeir, sem ekki mun- aði um að borga þúsund dollara virði fyrir vikið. Aðrir urðu að fara fótgangandi, og þeirra á meðal vorum við. Leiðin sú arna fullnægir að mestu þeim hugmyndum, sem ég hafði gert mér af Víti. Á hverj- um degi var búizt við frostbylgj - unni miklu, og allir reyndu hvað þeir gátu til þess að komast til Yukon áður en fljótið legði. Að öðrum kosti yrði að brjótast yfir ísinn til Dawson City, en það voru sex hundruð mílur — ekki ýkjalangt sem vatnaleið, en hinsvegar djöfullegt að fara alla þá leið fótgangandi. Memi flýttu sér svo gengdarlaust, að fjöldi þeirra ofreyndi lungun og allmargir létust af kulda og vos- búð. Á leiðinni um skarðið voru lík eins algeng sjón við brautar- kantinn og mílusteinar. í eitt skiptið gengum við fram á heila fjölskyldu, sem hafði lagzt fyrir til þess að deyja — faðirinn, móðirin og tveir stálpaðir dreng- ir . . . . Má vera, að við Sacramento höfum verið ónæmari gegn kuld- anum en flestir hinna, hvað sem leið flækingslífi okkar og afleit- um útbúnaði. En hvað um það, við komumst gegnum skarðið og að Linderman-vatni við betri heilsu en flestir hinna. Ennþá var vatnið ólagt að mestu, en svo virtist, sem þarna sæist síðasti ófrosni bletturinn á því hausti. Hvarvetna voru þykkir jakar á floti um vatnið og ískrapi á ánni. Það snjóaði feiknin öll, og varð kaldara með hverjum degi. Maður þóttist þess fullviss, að ekki liðu margir dag- ar þangað til ána legði — kann- ske vika, kannske ekki nema sólarhringur. Bátarnir, sem þarna voru í ferðum, voru svo hlaðnir, að næstum því flaut inn yfir borð- stokkinn. Engin von var fyrir þá sem síðastir komu að fá far. Menn tóku sem óðir til við að fella tré í bjálkahús, en höfðu þó ekki nema daufa von um að koma yfir sig þaki áður en frost- bylgjan skylli á, og enn síður að komast til Dawson fyrir þann tíma. Við Sacramento reikuðum meðfram fljótsbakkanum og hugsuðum til þess með hryllingi, að við þyrftum að þreyja vetur- langt í þessari heillumhorfnu eyðibyggð. En þá kom tækifærið upp í hendur okkar. Við rákumst á Indíána með bát. Hann daml- aði þarna skammt frá strönd- inni, og Sacramento kastaði á hann kveðju. Indíáninn kom nær. „Þetta er eina tækifærið, sem við höfum, til þess að komast til Dawson City,“ mælti Sacra- mento Red í lágum hljóðum. „Frostið er að skella á, og ég geri ráð fyrir, að einmitt indíána- bátur sé það farartæki, sem helzt geti brotizt þangað i tæka tíð.“ „Hvað var það?“ hrópaði Indi- áninn, þegar hann var kominn í sæmilegt kallfæri. „Viljum gjarnan fá far með þér til Dawson City,“ anzaði Red. „Við borgum þér fimm hundruö kall fyrir að lofa okkur að fljóta með þér þangað.“ „Ekki er ofhátt boðið,“ svar- aði hann. „Ég fæ að minnsta, kosti þúsund hjá hinum hér nið- urfrá.“ Ekki vildi hann koma nær okkur en honum þótti nauðsyn- legt og ha^ttulaust, enda þótt Sacramento veifaði til hans og gæfi honum í skyn, að hann skyldi koma alveg að okkur. „Ég fellst á sjö hundruð," mælti Sacramento. „Hafðu það þá sjö þúsund,“ hvíslaði ég að honum milli tannanna. „Það munar ekkert

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.