Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 5
Nr. 6 Heim'a er bezt 165 VISNAMAL höguðu því oft þannig, að þeir gætu komist í höfn nálægt helgi, til þess að skipshöfnin gæti not- ið helgarinnar að einhverju leyti á heimilum sínum. Þetta var auðvitað hugulsemi út af fyrir sig. En það var sjálfsagt að afgreiða togarana á meðan, án tillits til þess, hvaða dagur var. Sjaldan mun þó hafa verið unn- ið sjálfan páskadaginn, og ekki fyrr en síðari hluta dags á föstu- daginn langa. Og það var gert hlé á vinnu um hámessutímann aðra helgidaga. Kirkjuyfirvöld- in fyrirskipuðu það. Mörgum þótti óviðfeldið og leiðinlegt að þurfa að þramma niður að höfn á helgidögum, vinnuklæddir, með böslin sín undir hendinni, þegar aðrir voru prúðbúnir að ganga sér til skemmtunar um göturnar. En þetta urðu verkamenn að gera nauðugir viljugir, til þess að hafa eitthvað upp úr þessu, og það var þá helzt um helgar og um nætur, sem menn höfðu upp úr því, svo um munaði, og það knúði þá út í þetta óskemmti- lega drasl. Það gat stundum borið við, ef margir togarar voru í höfn og biðu afgreiðslu, að verkamenn- irnir urðu of fáir. Var þá stund- um sótt kvenfólk á fiskverkun- arstöðvarnar til aðstoðar. Voru þær látnar vera á bryggjunni og fleygja fiskinum á bílana, en það var talið hægasta verkið við uppskipunina. í einstaka tilfell- um kom það fyrir, að fengnir voru menn úr bæjarvinnunni til að vinna í togurum. Þessi mann- fæð átti sér einkum stað, þeg- ar verið var að losa saltskip eða kolaskip, en við það þurfti allt- af marga menn. Það komu bæði salt- og kolaskip öðru hverju til útgerðarfélaganna. Voru það yf- irleitt stór skip, og áttu þá ýms félaganna sinn vissa hlut í farminum og annaðist hvert fé- lag um uppskipun á sínum hlut. Þá daga, sem þetta stóð yfir, fengu flestir vinnu, sem vinnu- færir voru. En þetta var erfið vinna og hvorki fyrir börn né gamalmenni. Þó unnu oft gaml- ir menn í því, en þeir voru sum- ir seigir við hvað sem var, og Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöð- í Fnjóskadal sendir „Heima er bezt“ eftirfarandi stökur. í óþurrkunum 1950. Allt er kalt og allt er vott, alltaf regnið streymir, enn um sumars einhvern vott alla menn þó dreymir. Af heiðarórún. Opnast dalsins djúpa skaut, dýrar lindir streyma, máttu þeir yngri gæta að sér að hafa betur. Áður en vörubílarnir komu til sögunnar, var kolum og salti skipað upp á hestvögnum. Salt- pokana urðu menn svo að bera á bakinu inn í saltgeymslurnar, sem oft voru þröngar og óhent- ugar. Síðar voru byggð stór og rúmgóð saltgeymsluhús, en erf- itt var að bera saltpokana, þeg- ar komið var upp undir rjáfur þar. Útgerðarfélögin áttu hvert sitt geymsluport fyrir kolin. Þar var þeim ekið inn og síðan upp, því að það mynduðust stundum fjallháir kolabyngir. Verkstjór- inn valdi beztu hleðslumennina til að hlaða bynginn upp á út- hliðunum, en það var gott bygg- ingarefni innan um í brezku kolunum. Gátu þessar hleðslur því orðið laglegar, þegar lag- hentir menn hlóðu. Þessar bygg- ingar stóðu nú sjaldan lengi. Togararnir þurftu mikil kol, og það smásaxaðist á kolabynginn í hvert sinn, sem togari var af- greiddur, og loks gat portið orð- ið tómt. En svo var allt endur- nýjað aftur með næsta kola- farmi. Nú eru þessi kolageymslu- port ýmist tóm eða alveg horf- in. Það sjást ennþá leifar af sumum þeirra við Kalkofnsveg- inn. Nýju togararnir þurfa ekki kolanna með til þess að kom- ast út á fiskimiðin. Tímarnir hafa breytzt. En — einu sinni var. M. G. við mér fögur blasir braut, bezt er jafnan heima. Næturgreiði þakkaður. Sofið hef ég sætt og rótt svefni þreyttra manna. Eftir þessa náðarnótt nýt ég minninganna. Skrifað í visnabók. Sittu heil við sól og hlýju, sæmdar njóttu alla daga svo að línum ljóss og yndis letruð verði öll þín saga. Lífsregla. Látum, þótt göngum grýtt um hraun gleðinnar strengi hljóma, — aldrei gleymum í önn né raun unaði vorsins blóma. Á Laxamýri. Hér er bjart og hugþekkt svið, hér var Jóhann borinn. Hér ’ann steig við frelsi og frið fyrstu snillingssporin. Jólavísa. Hjartað snertir helgur jólafriður. Herrans náð og blessun streymir niður. Kveikt er ljós um stund á sortans sviði. Sálir eiga dvöl hjá Edens hliði. Á ferð um haustkvöld. Yfir sígur húmið hljótt, hyljast dæld og hnjúkur. Klárinn fetar áfram ótt uþplitshýr og mjúkur. Nýlega er komið út 5. hefti (júlí) af tímaritinu: „Heima er bezt“. — Meðal margs annars þar, eru birtar nokkrar vísur eftir Jón á Þingeyrum, eða honum eignaðar. Ein af þeim er þessi: Héðan burtu held ég frá húsi mammons vina, skuldafrí ég skelli á skeið um veröldina.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.