Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 23
Nr. 6 Heim'a er bbzt 183 orðnir margir, sem veita mér eftirför. — Er hann fullur? heyri ég einhvern kalla. — Hann bragðar aldrei áfengi, karlinn, svarar annar. — Er hann orðinn brjálaður? spyr sá þriðji. — Og hann er víst búinn að vera brjálaður báða dagana, svarar einhver. Allt þetta man ég eins ljóst og það hefði gerzt í gær. Og síðan náðu þeir mér á sprettinum og réðust á mig, margir í senn. Ég gat þó spark- að í einn, hæfði hann á sköfl- unginn svo hart, að hann rak upp vein. Og öðrum gaf ég svo vel útilátið kjaftshögg, að hann steypti úr stömpunum. En ég átti við ofurefli að etja. Þetta var heill hópur, sem réðist á mig. Þeir gripu um hendur mér og fætur og hófu mig á loft. — Taktu þessu með stillingu, Gústaf! æpti einhver í hópnum. — Þetta er allt í lagi, Gústaf, hrópaði annar. — Við hringdum og báðum þá um að senda sjúkrabifreiðina hingað, hrópaði enn einn. — Og það er búið að hringja til læknisins, sagði einhver. Ég var borinn inn í eldhúsið. Hún gamla mín var fyrir skömmu komin heim af sunnu- dagssamkomunni í kapellunni. Birgir svaf úr sér vímuna og þreytuna eftir sveinasvallið; honum veitti víst ekki af, og þess utan átti hann að vera kominn til vinnunnar klukkan sex að morgni. Þau Haraldur og Anna voru ókomin, en Ingiríð- ur sat á legubekknum, í gamla sætinu mínu. Hún hafði brugð- ið sér úr gegnsæju silkisokkun- um og athugaði vandlega hvort hvergi hefði fallið á þeim lykkja. Þegar þeir báru mig inn, spratt hún á fætur og stökk inn í systraherbergið til þess að fara í sokkana. Ekki spurði hún hvernig mér liði. Henni var það efst í huga, að hún gæti ekki staðið berleggjuð frammi fyrir öllum þeim karlmannaskara, sem ruddist inn í eldhúsið. Þeir lögðu mig á legubekkinn. Héldu höndum mínum og fót- um, margir í senn. Ég öskraði og veinaði sem fyrr. Ég reyndi að þagga niður í sjálfum mér, en öskraði samt. Það var líka gegn vilja mínum, að ég brauzt um á legubekknum og beit og barði. En þetta gerði ég. Drott- inn minn, ég varð þess strax vís- ari, að öll mótspyrna var ger- samlega vonlaus. Frá þessu fólki átti ég ekki þess augnatillits að vænta, er gæti hrifið mig aftur í mannheima. Hún gamla mín æddi fram og aftur um gólfið og lagði lófa að vanga sér. — Ó-ó-ó, kveinaði hún. En henni varð ekki úr vegi að ganga til mín. Ekki leit hún í augu mér. Sagði ekki aukatekið orð við mig. Æddi bara fram og aftur um gólfið, lagði lófa að vöngum og stundi og kveinaði. — Að ég skyldi eiga annað eins eftir! — Takið þessu með stillingu, húsfreyja, sagði einhver. — Allt kemst í lag með tíð og tíma, sagði annar. — Og bráðum kemur læknir- inn, sagði sá þriðji. — Og þeir með sjúkrabifreið- ina, varð enn einum að orði. Læknirinn kom. Hann kom»til mín og þuklaði á mér. Hann horfði líka á mig, en aðeins á brjóst mitt, fætur, handleggi og jafnvei hökuna. En hann leit ekki í augu mér, fremur en aðr- ir. — Hvernig hefur hann hagað sér að undanförnu? spurði hann hana gömlu mína. Ekki yrti hann á mig. — Hann hefur þjáðst af þung- lyndi í mörg ár, svaraði hún og neri saman höndunum. Eigin- lega hefur hann alltaf verið þunglyndur. Já, hann var meira að segja orðinn þunglyndur hérna um árið, þegar hann bað mín. Og einkennilegur hefur hann alltaf verið. Hann hefur aldrei verið ánægður með neitt, aðeins látið sem hann væri á- nægður. Satt að segja þá hef ég aldrei getað áttað mig á honum. Ef hann hefði nú gert sér það ómak að segja manni, hvað hann vildi. En hann hefur alltaf farið að vilja annarra og látið sem hann gerði sig ánægðan með það. En það hefur hann aldrei verið, herra læknir. Hann hefur alltaf viljað að aðrir færu að hans vilja, enda þótt hann hafi aldrei látið uppskátt, hvað það var, sem hann vildi. Hann hefur ætlast til að maður gæti sér þess til sjálfur. En hvernig á maður að getp, sagt sér slíkt sjálfur, þegar hann minnist ekki á það einu orði? Ó, ég hef aldrei getað áttað mig á honum. Það er tómt mál, læknir góður, að ætla sér að geta sér þess til, hvað sá maður vill, sem ekkert lætur uppskátt. Það hefuf verið vonlaust verk hvað hann snert- ir. Og fátalaðri hefur hann orð- ið og þegjandalegri með hverju árinu sem leið. Það er ekki fyr- ir konur að lifa í sambúð með slíkum mönnum. Ég er hissa á því, hvað ég hef þolað og þrauk- að, læknir góður. En samt keyrði nú um þverbak hérna um árið, þegar hann átti sextugsaf- mælið. Hann bjóst víst við, að þess yrði hátíðlega minnzt. Já, hann hafði víst ímyndað sér, að honum yrði haldin vegleg af- mælisveizla með söng og ræðu- höldum í samkomuhúsinu, eins og hann væri mest metni brodd- urinn í héraðinu. En svo stóð hérna yfir verkbann, > einmitt þegar hann átti afmælið. Það hafði staðið yfir verkbann í þrjá mánuði samfleytt. Og enginn var í skapi til að hugsa um veizluhöld og vafstur, sem ekki var heldur við að búast. Við gleymdum honum. Allir gleymdu honum. Hann minntist heldur ekki á það við nokkurn mann, hvað það væri, sem hann vildi. Þarna sat hann á legubekknum, lon og don, og og óskaði þess með sjálfum sér, að þetta yrði svona eða svona, en það get ég sagt lækninum, að sú kona er ekki í heiminn borin, sem getur sætt sig við að eyða allri æfi sinni í það að reyna að geta sér þess til, hvað það sé, sem bóndi hennar vill. — Svona, svona, ég skil, sagði læknirinn. Sjúkrabifreiðin kom. Ég lá og æpti og veinaði sem fyrr, enda þótt mér væri það þvert um geð. Ég brauzt um og barði og beit. Guð minn góður, ef hún gamla mín hefði nú gengið til mín og

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.