Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 15
Nr. 6
Heima er bezt
175
Á vatnahjalla
Vatnahjallavegur liggur upp úr Eyjafjarðardal, og var
hann fyrrum aðalleið Eyfirðinga suður um fjöll. Næsti bær
við Vatnahjalla er nú Tjarnir. Vegur þessi var ruddur fyrir
löngu síðan og vörður hlaðnar fyrir atbeina Fjallvegafélags-
ins um 1832. Fyrir nokkru var tekið að gera Vatnahjallaveg
bílfæran fyrir atbeina Ferðafélags Akureyrar, og hefur veg-
urinn nú verið ruddur suður fyrir Vatnahjalla, svo að opin
er leiðin inn á Sprengisand. Skemmtileg leið á sumardegi. í
hinni fróðlegu bók, Lýsing Eyjafjarðar, eftir Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum, er nákvæm lýsing á þessum söguríka
fjallvegi.
-------------------------------
allt niður að Skála við Beru-
fjarðarvatn í Reykhólasveit.
Veðri var þann veg farið á
Þorskafjarðarheiði þennan dag,
að bjart var en sólskinslaust.
Minntist ég þess í huganum
hver þægindamunur væri á
þessu ferðalagi, þrátt fyrir
þrengslin í Trukk, og að fara
alla þessa leið, 56 km., fótgang-
andi eða jafnvel þótt ríðandi
væri, í misjöfnu veðri og ófærð
að vetrarlagi. Varð mér eink-
um hugsað til landpóstanna og
þeirra, sem oft voru í fylgd með
þeim, er komust oft við illan
leik til mannabyggða úr hel-
greipum heiðarinnar, nær
dauða en lífi.
Ég hef aldrei farið Þorska-
fjarðarheiði nema- að sumri til
og þá ríðandi, utan einu sinni
að haustlagi og þá gangandi.
Hafði ég þá, eftir að upp á
sjálfa heiðina kom, storm með
krapahríð í fangið. Varð ég
bráðlega hundgegndrepa, og
gerði það mér þyngra um gang.
Bar ég og dálitla byrði á baki.
Ég var ekki fullharðnaður þá,
rúmlega tvítugur, og var einn á
ferð. Sannaðist á mér, að segir
fátt af einum, þar sem ég, þessi
vesala mannögn, ein, gagnvart
öllum þeim köldu og miskunn-
arlausu náttúruöflum, barðist
vonlítilli baráttu. Dró smám
saman úr kjarki og kraftar
dvínuðu; þurfti ég þar af leið-
andi æ oftar að hvíla mig. Setti
mig þá niður á einhvern stein-
inn, sneri baki í storminn, blés
mæðinni og tók af og til brauð-
sneið úr mal mínum með loppn-
um höndunum og át mér til
hressingar. Taldi ég nokkurn
vafa á, að ég kæmist lífs af úr
kyngi þessa gjörningaveðurs.
Hef ég sjaldan orðið fegnari að
komast heim á íslenzkan sveita-
bæ en að kveldi þess hrakninga-
dags, er ég kom að Bakkaseli í
Langadal, enda þá að þrotum
kominn, uppgefinn, sem maður
segir. En viðtökurnar, aðhlynn-
ing öll og alúð hjá þeim heið-
urshjónum Guðmundi Hafliða-
syni og Guðrúnu Sigurðardótt-
ur, var einn af þessum mörgu,
fögru þáttum, sem íslenzk gest-
risni er ofin úr. Og þeim, sem
nýtur hennar á hættunnar
stund, gleymist hún aldrei með-
an líf endist, heldur geymist
eins og eitthvað svo undurhlýtt
í hjartanu.
Þetta var nú reyndar útúrdúr,
sem ég þó bið engrar afsökun-
ar á.
Held ég svo áfram að lýsa suð-
urferðinni. Kemur þá eitt öðru
fremur upp í huganum: Það er,
hversu mér var það alltaf mikið
gleðiefni, er ég fór suður Þorska-
fjarðarheiði, þegar ég kom fyrst
auga á heiðbláa tinda Vaðla-
fjalla í suðri.
Nú varð mér örðugt um útsýn
innan úr búki Trukks. Þóttist ég
þó eitt sinn, er ég leitaði sér-
staklega lags til að gægjast út
um hliðarskjái skrjóðsins, á
milli samferðamanna minna, er
andspænis sátu, sjá bregða fyr-
ir bláhnoðrum tveim, er virtust
skoppa eins og æfintýraleg leið-
arhnoðu um heiðarbrúnina, og
kenndi þar brátt mína gömlu
vini, Vaðalfjöllin, fyrstu svip-
einkenni suðurbyggða, norðan
frá séð, byggðanna við minn ei-
lífkæra Breiðafjörð.
Vaðalfjöllin, beint upp undan
Skógum, fæðingarstað lárviðar-
skáldsins Matthíasar Jochums-
sonar, sunnanvert við Þorska-
fjörðinn, eru höfði hærri en all-
ur fjallaskarinn þar nærlendis,
eins og Sál konungur forðum var
höfði hærri en allur lýður.
Greinast Vaðalfjöll efst í 2
fagra fjallstinda með dálitlu
skarði á milli. Má helzt líkja
þeim við kastala á óhemju stóru
fílsbaki. Framh.