Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 32
192 Heim'a er beet Nr. 6 Föndur fyrir unglinga: að utan með á tvo vegu, verð- urðu að nota sporjárn. Hvernig á að geirnegla? 7) Berðu þjöl og sandpappír á viðinn, þangað til tennur falla vel í grópirnar, án þess þó, að þær séu of víðar. HÓKUS-PÓKUS — segir töfra- maðurinn og blekkir um leið á- horfendur sína með furðuleg- ustu hlutum. Jafnvel þótt mað- ur viti, hvernig á að fara að því að fremja slíka galdra, er öld- ungis óvíst, að maður geti það sjálfur. Sumpart hefur töfra- maðurinn allskonar tæki sér til hjálpar, og svo hefur hann æf- ingu í snjöllum og hröðum handbrögðum. Nú skal ég gera þig að töfra- manni! Líttu á myndina hér, sem merkt er orðinu „Model“. Sá hlutur er eins frá þeim hliðum, sem ekki sjást á myndinni, og ég skal segja þér hvernig þú átt að fara að því að búa hann til. Tréklumparnir eru geirnegld- ir. Það kallast að geirnegla, þegar viður er felldur saman eða greyptur á þennan hátt Og nú skaltu útvega þér klossa, sem þú sagar og heflar, unz hann lítur út eins og mynd 1. 1) Notaðu vinkil og rissmát til þess að hliðarnar verði alveg jafnar og hornréttar. Farðu með fínum hefli yfir endafletina. 2) Síðan merkirðu allt í kring á klossanum með hjálp vinkils- ins, eins og sýnt er á mynd 2. Ef strikin mætast, hefur þér heppnazt fullkomlega með klossann. 3) Þegar þú gerir þessi strik, þá minnztu þess, að klossarnir eiga að verða tveir, A og B, og að skástrikin, sem sett eru að endilöngu, móta fyrir grópum og tönnum, sem eiga að falla vel saman. Nú sagarðu klumpinn i tvennt og gerir hina nýju enda fína viðkomu með hefli og sand- pappír. 4) Nú dregurðu línurnar yfir endana með rissmátinu. 5) Sagaðu grópirnar með þar til gerðri sög, sbr. myndina. Gættu þess, að betra er að saga of lítið en of mikið, Ef tenn- urnar eru of stórar, geturðu hæglega sorfið utan af þeim með þjöl eða sporjárni. 6) Til þess að ná burtu smá- klossunum, sem þú hefur sag- 8) Nú eiga klossarnir að skipta um útlit. Á myndinni sérðu, að það á að sjást tönn á hverri hlið þeirra, en þetta fæst með því að taka utan af köntunum. Á mynd 8 sérðu, hversu mikið þú átt að taka. Sá hlutinn, sem strikaður er í endann, á að verða eftir. En farðu varlega með sögina og hefilinn, þegar þú gerir þetta, því annars getur verið að hrökvi í sundur einhver tönnin, sem þú hefur haft svo mikið fyrir að búa til. Nú ætti þér að vera ljóst, með góðri athugun á myndunum, i hverju galdurinn er fólginn. Klossarnir eru settir saman frá hlið. Auðveldara er að sjá, að þeir eru tveir, ef annar þeirra er dökkmálaður eða báöir hafðir málaðir sinn í hvorum lit. Modell Tapp

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.