Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 25
Nr. 6 Heiiía er beizt 185 þegar þörf er á. Það kýs tvo rík- isstjóra til sex mánaða. Betur sjá fjögur augu en tvö. Tveir menn eru ráðherrar, annar utanríkisráðherra, hinn innan- ríkis. Lýðveldið hefur sendi- herra á Englandi, Austurríki, Frakklandi og Ítalíu. Það hefur sérstaka peninga, frímerki — skiptir opt um þau til að græða á þeim —, orður og heiðurs- merki. Ítalía leikur sér að litla lýðveldinu eins og faðir leikur sér við barn sitt. Viktor Emm- anuel III. gaf því tvær fallbyss- ur, ekki til að drepa menn en til að skjóta úr þeim við hátíð- leg tækifæri. Þegar Napoleon hertók Ítalíu 1796—97, bauð hann San Marinó að gera það tvöfalt stærra — að gamni sínu. Þá hafði Antonio Onofri vit fyrir löndum sínum. ítalir mundu amast við stærra lýð- veldi, þó þeim þætti gaman að litlu lýðveldi, sem var þeim leikfang. Þeir þökkuðu Napóleon en þverneituðu, og gáfu Antonio heitið: Pater Patriac, faðir föð- urlandsins. Nú er að segja frá glæfraför minni upp bratt og hættulegt einstigi. Enginn getur komist inn í — eða upp í — San Mar- inó nema fljúgandi eða fót- gangangandi. Ég ók í bíl frá Ravenna að einstiginu. Var ekki ofsögum sagt um það. Er hægra að komast upp einstigi Grettis í Drangey. Hér var ég að klöngr- ast upp frá kl. 10 til 6, með smá- hvíldum. Ef manni skrikar fót- ur, veltur maður ofaneptir og rotast & leiðinni á klettasnös. Þegar ég loksins var kominn upp á fjallsbrún, kóflöðrandi sveitt- ur, leit ég ofan á sléttuna, 2500 fet, ægilegt þverhnípi. Feginn var ég að leggja lúin bein i gestgjafahúsi um nóttina. Fjall- búarnir vissu, að hinir vesölu sléttubúar þurftu hvíld eptir fjallgönguna. Þeir sjálfir hlaupa upp og ofan fjallið eins og fjallageitur. Ég svaf vel eptir þessi átök. Um morguninn leit ég út um glugga. Húsið stóð á fjallsbrún- inni og hyldýpi sléttunnar blasti við. Stúlka færði mér morgun- kaffi rétt eins og á íslandi. Ég spurði hana hvort hún væri ekki hrædd um að húsið mundi hrapa ofan á jafnsléttu. Hún kvaðst vera borin og barnfædd uppi á fjallinu. Aldrei í manna minnum hefði einn einasti af granit-klettunum þeirra hrunið eða færst til. Jafnvel í jarð- skjálftum hefðu þeir staðið stöðugir. Guð almáttugur hefur haldið verndarhendi yfir San Marinó í hálft annað þúsund ár, svo ætli hann haldi því ekki áfram. Svo bjargfasta trú, svo bjargfast traust, hafa fjallbú- arnir á kletti sínum. Og þeim verður eptir trú sinni. Ég spurði fróða menn í bænum hvort það væri satt, að klettar þeirra væru svona óbifanlegir. Þeir sögðust ekki vita betur en svo væri. Orðið frelsi, libertas á latínu, libertö á ítölsku blasti við manni alls staðar í fjallbænum. Skjald- armerki San Marinó er: þrír fjalltindar og þrír turnar og orðið libertas kringum þá. Það stendur á stalli likneskis hins helga Marinó fyrir framan dóm- kirkjuna. Á hinum hvítbláa fána lýðveldisins og á sköruðum skjöldum í ráðhúsinu stendur libertas. Yfir dyrum hæstarétt- ar stendur: In tuenda libertate vigilis (Vakið yfir að vernda frelsið). Yfir sætum hæstarétt- ardómaranna stendur: animus in consulendo liber (hugurinn er frjáls að ráða ráðum sínum). Þar standa líka bituryrði um harðstjórann Cesare Borgia, sem réðist á San Marinó, 1503, árangurslaust. Á Piazza della Libertó (Frels- istorginu) stendur risavaxin myndastytta af frelsisgyðj unni. Hefur hún spjót í hendi og blaktir fáni San Marinós á spjótinu. Gyðjan stendur fyrir framan höll ríkisstjóranna, sem er byggð í gotneskum stíl. Af þessu torgi sést bezt ofan á sléttuna, með Adriahafið yzt í sjóndeildarhringnum, skínandi blátt. Ég sá ríkisstjórana ganga í kirkju að hlýða messu. Þeir voru í dýrindis búningum, hermelín- loðhúfur á höfði, girtir sverðum. Lífverðir í bláum og rauðum einkennisbúningum gengu á undan og eptir, og æðstu emb- ættismenn. Úr kirkju gengu þeir til ráðhússins (Palazzo Publico) og settust í hásæti, gyllt, kórónur skornar haglega í stólbakið. Kirkjuklukkur hringdu, bumbur voru barðar, horn blásin/ Ríkisstjórarnir sverja eið á latínu, að verja Libertas stjórn- arskipunarinnar og taka við innsiglum og lyklum ríkisins, á hverjum sex mánuðum. Þing- ið kýs þá aðeins til sex mánaða. Auðvitað má endurkjósa góða eða góðan mann eins opt og þinginu þóknast. Þingkosningar fara fram á hverjum sex mán- uðum. Engir nema heimilisfeð- ur — svo er það orðað í stjórn- arskipuninni — hafa kosning- arrétt. Hver kjósandi hefur rétt til að ganga inn í þingsalinn, á tilteknum tíma, og gagnrýna þingmenn, en fáir hafa einurð til þess. Mér þótti nú ekki þurfa að hampa frelsinu svona ákaflega fyrir fjallbúunum. Þeir sýndu að það voru ekki orðin tóm, þeg- ar Garibaldi flýði á náðir þeirra. En vandi er að finna mundangs- hófið. Fjallbúarnir dá Garibaldi, þjóðhetju ítala, meir en nokk- urn mann. Gestgjafahúsið, sem ég hvíldist í, stendur við Piazza Garibaldi, Garibalditorg, kaffi- hús og aldingarður heita eptir honum, brjóstmynd af honum og tvær minningartöflur standa þar. Sagan er á þessa leið: Árið 1849 hertók hann Róma- borg með sjálfboðaliðum sín- um í skyndiáhlaupi og stofnaði rómverskt lýðveldi. Það varð ekki langlíft. Franskur her tók Rómaborg. Garibaldi flýði til San Marinó. Á minningartöfl- unum standa, á annari orð hans til sjálfboðaliða sinna: Her- menn, hér höfum vér skjól og athvarf o. s. frv., á hinni er þakkarbréf til San Marinó, sem hann ritaði á bústað sínum, eynni Caprera við Tiscana- strönd. San Marinó hafði bjarg- að þjóðhetjunni og gerðu hann svo að heiðursborgara. Minna mátti nú ekki vera. Her Austur- ríkismanna heimtaði, að San Marinó seldi þeim Garibaldi í hendur. Fjallbúarnir svöruðu: Sækið þið hann, hann á hér at-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.