Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 28
188
Heima er bezt
Nr. 6
TVÖ KVÆÐI
Eftir síra Sigurð Norland, Hindisvík
beitt var út í svokallaSar Borg-
ir og var það um 3 km. leið beint
áfram.
Jörð mátti heita að mestu
leyti auð, en frost höfðu gengið
og stillt veður undanfarið,
Þegar ég fór af stað, til þess
að smala fénu, mun kl. hafa
verið 1 eða eitthvað að halla í
2 e. h.
Féð hafði dreift sér út um
allar Borgir og tók það mig um
2y2 kl.tíma að koma því saman.
Litlu síðar, þegar ég hafði kast-
að tölu á féð og rekið það sem
svaraði helming leiðar heim
aftur, datt mér í hug að skilja
það þar eftir og fara að leita að
6 kindum, sem vöntuðu daginn
áður. —
Um stund var ég á báðum átt-
um, hvað gera skyldi, því
skammt var orðið til myrkurs,
en þá varð mér litið í norður-
átt og sá ég þá, að mökk mikinn
kembdi upp á norðurfjöllin.
í fyrstu hélt ég að þetta væri
kulda þoka, en brátt sá ég, að
kafald mundi þar vera með að
meira eða minna leyti. — Eftir
svo sem tíu mínútur var líka
komið afar mikið ofankafald,
en logn svo ekki blaktaði hár á
höfði.
Á þessum fáu mínútum hafði
féð dreift úr sér, svo ég sá ekki
nálægt því út yfir það. Mér leist
þá ekki á blikuna og sigaði
hundinum á féð.
En það stóð heima, að þegar
hundurinn hafði keyrt féð í
hnapp, þá var eins og hendi
hefði verið veifað, því skollin
var á norðan stórhríð með á að
gizka 7—8 st. vindhraða.
Ekkert sást nema aðeins ofan
fyrir fæturna. Alla leið heim
sá ég ekkert af fénu nema öft-
ustu kindurnar. Hefði ég sent
hundinn á féð einni mínútu
seinna, hefði engin kind komizt
í hús það kvöldið. Ég varð að
sækja beint á móti veðrinu með
féð og gekk því hægt að koma
því áfram, en um síðir komst
það þó allt heim að húsum, og
fannst mér þá mikið unnið, en
veðurofsinn og hríðarstrengur-
inn var svo mikill á fjárhúsa-
hlaðinu, að ég var á annan tíma
að koma því inn.
Ég man ekki eftir að ég hafi
Vísur um landið
ísland liggur alveg sér
yzt við norðurstrikið,
ei að síður á því ber
undarlega mikið,
lítil álfa metast má
milli hafa tveggja,
horfir bæði höfin á,
hlýtur kosti beggja.
Það er kennt við eld og ís,
öfgar stórar bíður,
þar sem ýmist elfan frýs
eða lindin sýður.
Út við strönd þar oft er svalt
eins í kofa og höllum,
en það verður engum kalt
uppi á Hveravöllum.
orðið öllu ánægðari yfir dags-
verki en í þetta sinn.
Og mér hefði fundizt ég ekki
geta látið nokkurn mann sjá
mig, ef ég hefði komið kindalaus
heim. — Þann dag misstu
sumir féð út úr höndum sér og
urðu að koma allslausir heim.
Aðrir fóru ekki til kinda fyrr en
hríðin var skollin á og fundu
því ekkert. —
Um daginn, þegar ég var að
smala fénu, hitnaði mér á göng-
unni og fór ég því úr utanyfir-
stakk og hélt á honum undir
hendinni. En ekki gaf ég mér
tíma til þess að fara í hann aft-
ur, fyrr en hver kind var kom-
in í hús. Þá tók ég fyrst eftir
því, að ég var nærri farin að
skjálfa af kulda, enda var ég
aðeins á þunnri beysu yzt fata.
Litlu síðar kom fóstri minn
heim.
Hann var staddur á Borðeyri,
þegar hríðin skall á og gaf sér
ekki tíma til þess að sinna út-
tekt, heldur fór hann þegar af
stað aftur heimleiðiðs, laus og
liðugur, ásamt samfylgdar-
Yfir sér það lítið lét
láns þó nýtur sona,
sem með þjóðum setja met,
svo að margir vona:
Annað met við munum hér
margir setja í einu,
þegar framar enginn er
orðinn frjáls að neinu.
Heim úr kaupstað
Á milli allra eyja
var ís á Breiðafirði
og ekki einskis virði,
því oft var hleypt á skeið.
Þeir sögðu, að aldrei yrði
um ísinn betri leið.
Þá kom úr kaupstað bóndi
og kaus sér leið um ísa,
manni, Skúla Jóhannessyni,
bónda á Dönustöðum.
Hann hélt að allt væri í voða
heima, ég hefði farið of seint til
kindanna og engri skepnu kom-
ið í hús og gott ef ég hefði haft
mig heim sjálfur. Hann varð
því heldur glaður við þær frétt-
ir sem hann fékk, þegar hann
kom heim, að allt féð hefði
komizt í hús.
Enda geta allir þeir, sem í
sveit hafa verið, rennt grun í
það og eru meira og minna
háðir veðráttunni, eiga oftast
afkomu og aleigu sína undir
henni. —
Að endingu skal það tekið
fram, að sá sem þetta ritar,
hefur ekki skráð þennan atburð
af þeirri ástæðu, að hann sé að
miklast af því að hafa bjargað
fénu, því þar er ekki af neinu
að miklast, heldur til þess að
sýna, hvað litlu munaði stund-
um að illa færi á fjallabæjum,
hér fyrri, ef menn voru ekki
alltaf vakandi yfir skepnum og
veðri.
Jóh. Ásgeirsson.