Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 6
166
Heima er bbzt
Nr. 6
í sagnaþáttum úr Húnaþingi,
eftir Theodór Arnbjömsson frá
Ósi, er þessi sama vísa svona:
Héðan burtu held nú frá
húsum mammons vina,
skuldafrí og skelli á
skeið um veröldina.
Hver útgáfan er réttari skal ég
ekki segja, en Theodór frá Ósi
var víst þekktur að því að vera
vandur að heimildum.
Önnur vísa er þarna, sem hefir
yfirskriftina — í samreið —
Þessu reiðast Randver kann.
Rýkur á skeið að vonum.
Sporagreiður gerist hann.
Gufið leiðist honum.
í sagnaþáttum úr Húnaþingi,
er sagt að Jón hafi verið einn á
ferð þegar hann gerði vísuna.
„Lagði Jón á Randver, og vildi
hafa hann spakan, og þótti það
ékki til mikils mælst, því að nú
var hann einn á ferð og rak tvo
kunnuga hesta.“ En vísan er þar
eins og í „Heima er bezt“.
Ég hef heyrt vísu þessa öðru-
vísi, en hvort hún er réttari
þannig, veit ég ekkert um. —
Þessu reiðast Randver kann.
Rennur á skeið að vonum.
Skrefagreiður gerist hann.
Gufið leiðist honum.
Þriðja vísan er ég (tilfæri) get
hér um, er mér löngu kunn og
lærði ég hana þannig:
Gleymdu ekki góðum vin,
þá gefist aðrir nýir,
þeir eru eins og skúraskin
skyndilega hlýir.
Svona er hún prentuð í sagna-
þáttum úr Húnaþingi. í „Heima
er bezt“ er hún svona:
Gleymdu aldrei góðum vin,
þótt gefist aðrir nýir,
þei reru eins og skúraskin
skammvinnir en hlýir.
Ein vísa er þarna enn, sem mig
langar til að minnast lítið eitt
á, sem eignuð er Jóni og sérstak-
lega af því, að þar er eitt orð í
Frá Gísla Brandssyni
Eftir Ásgeir frá Gottorp
Árið 1948 kom út hjá Norðra
bókin „Svipir og sagnir“. í bók
þessari eru nokkrir skemmti-
legir sagnaþættir af mönnum
af ýmsri gerð í Húnavatns-
sýslu. Þeirra á meðal er þar
þáttur af Gísla Brandssyni, eft-
ir Jónas Illugason og þar lýst
ýmsum sérkennum Gísla. Eins
og sjá má af þessum þætti var
Gísla margt vel gefið, s. s. góð
greind, fjölhæfni og trú-
mennska í störfum. En glettni,
gamanyrðum og orðheppni
Gísla, bæði í bundnu og ó-
bundnu máli, mun þó lengst
bera uppi minningu hans. Þess-
arar snilli neytti Gísli oft svo
vel, að í frásögn vár fært.
Margar gamansagnir um
Gísla skrásetur Jónas Illugason
síðustu ljóðlínu, sem minnir svo
átakanlega á sig, að það sé ekki
í ætt við Jón á Þingeyrum.
Þó að öldur þjóti kífs
og þrautafjöld1) mér bjóði,
móti göldum glaumi lífs
geng ég með köldu blóði.
Þegar ég var unglingur heyrði
ég oft talað um Jón á Þingeyr-
um og vísur hans. Ég lærði þær
fljótt sem ég náði í og hleraði
eftir þeim, því mér fannst alltaf
einhver aðalblær yfir þeim. Síð-
an hefur mér alltaf þótt vænt
um Jón á Þingeyrum, þótt ég
aldrei kynntizt honum. Og það
er því eins og það komi eitthvað
illa við mig síðan, ef honum eru
eignaðar vísur, sem bera honum
ekki vitni, hvorki í formi eða
anda. —
Ég óska því eftir, að þeir menn,
ef einhverjir eru, sem vissu það
rétta í sambandi við vísur þær
er hér hefur verið minnst á, eftir
Jón á Þingeyrum, láti til sín
heyra, — því alltaf skal hafa það
sem sannara reynist.
Jóh. Ásgeirsson.
’) þrautagjald.
vel og greinilega í fyrnefndum
þáttum, margar munu þó ó-
skráðar, sem ekki mættu glat-
ast og jafnan rétt hafa til frá-
sagnar.
Gísli var mjög vínhneigður og
fylgdi sú ástríða honum til
endadægurs, og margra bragða
leitaði hann til þess að afla sér
vínfanga. Þegar vinnuþolið
þvarr og elli og hrumleiki tóku
að herja á hann, þá greip hann
oft til þess ráðs að afla sér
gjaldeyris með smábetli og varð
honum jafnan vel ágengt. Oft-
ast bað hann um lítið í hvert
sinn, 25 til 50 aura, reyndist það
fengsælla en biðja um stærri
upphæðir, þó gat hann fært sig
meira upp á skaftið þegar hann
réðist að meiri mönnum í þess-
um erindagerðum.
Verður hér skrásett stutt
gamansaga af Gísla.
Um og nokkru eftir aldamót-
in 1900 var Gísli ísleifsson
sýslumaður í Húnavatnssýslu og
hafði búsetu á Blönduósi. Á
þessum árum var Gísli Brands-
son orðinn gamall og lítt vinnu-
fær. Hélt hann þá oft til á
Blönduósi, einkum um kauptíð-
ir, þegar margt var um bænd-
ur og sveitafólk. Var Gísli þá oft
fengsæll á aura.
Eitt sinn þegar Gísla þótti
þröngt í búi hjá sér, fer hann í
heimsókn til Gísla sýslumanns.
Hann hafði mjög gaman af
nafna sínum og tilsvörum hans
og hafði oft gefið honum aura.
Þegar þeir hittust, nafnarnir, þá
ber Gísli Brandssoon hispurs-
laust upp erindið og segir:
„Blessaður nafni, gefðu mér
nú tvær krónur. Ég bið þig um
þetta lítilræði í lífsnauðsyn."
„í lífsnauðsyn,“ segir Gísli ís-
leifsson, „já, til þess að kaupa
brennivín og drekka þig blind-
fullan?“
„Nei, ekki aldeilis," segir Gísli
Brandsson. „Ég ætla að kaupa
mér eftir læknisráði meðal við
hjartveiki, og í því má ekki
vera deigur dropi af vínanda."