Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 29
Nr. 6 Heima er bezt 189 FYRSTA FERÐIN MÍN Eftir Sigurð Jónsson frá Brún EKKI VEIT ÉG hvort ég man það ferðalag eftir eigin sjón og raun eða eftir annarra sögu- sögn, enda kann því að vera líkt ar eru taldar, en oft hef ég hugsað um hana, — ferðina þá, — og séð fyrir mér hríðina og snjóinn, jökulvatnið og faxið á gráa klárnum sem bar mig fyrstu ferðina, sem ég veit til að ég hafi farið, var það þó engin langferð — aðeins nokkrir kíló- metrar: spottinn frá Brún í Svartárdal að Eiðsstöðum í Blöndudal, þar sem afi og amma bjuggu. Að líkindum hafa staðið til einhver hátíðahöld á Eiðsstöð- um, því foreldrar mínir völdu ekki veðrið né tímann, þegar þau tóku sig upp með frumburð- inn, það var á öndverðum vetri og i ónotahríð. Sennilega hef ég, — yngsti maður fararinnar, — verið fremur búinn til skarts en hin- ir ráðsettari, því að utan yfir gestabúning var ég að auki klæddur í nokkuð óvanalega flík. Mér var stungið niður í poka og reiddi svo mamma allt er tunglið tók að lýsa með töfrakenndum blæ, þar ótal eyjar rísa á ísi lögðum sæ. Hann sat á hraustum hesti og hleypti á skeið rösku, við hnakkinn hafði hann tösku, í henni tæki sín og fjögra pela flösku með fullgott brennivín. Hann leit um öxl og óðar þar upp við landið sá hann einn fölan mann og fráan, er fór nú heldur greitt um annað hirti ei neitt. Það var ei mennskur maður en miklu fremur andi eða einhver illur fjandi, er eftir greiddi för, saman, en pabbi gekk fyrir hesti hennar. Var það grár hestur, sem mig minnir að kallaður væri Stóri — eða kannske Gamli-Gráni. Hvorutveggja get ég trúað, bæði að mér hafi verið troðið i pokann grenjandi af illsku og ótta, og hinu, að ég hafi verið lokkaður ofan í hann í þeirri trú að þetta væri fjarska fínt og virðulegt, svona ámóta og mat- rósakragi á blússu eða „stjóri“ til nafnbótar við eiginheiti full- orðins yfirborðsmanns, en hvort sem var, hygg ég að ég hafi sofnað þar og veit því alls ekk- ert frá ferð okkar að segja fyrr en mamma stöðvaði ferðina til að athuga um soninn, hefur henni kannske þótt kyrrð sú, dauðaleg. Vorum við þá komin í lautarbolla ofan til í hálsinum milli Svartárdals og Blöndu- dals og hlé meira fyrir veðri en oftast áður og síðar. Rumskaði ég þá og reif upp skjána og sá út um pokaopið á hvítt faxið á Grána og iðandi rykið af hvítum kornum, sem voru mér að minnsta kosti æf- intýraleg og ókennileg svo mörg en voðalegur vandi að verja líf og fjör. Það bragð nú bóndinn reyndi að bora flöskutappann, er komið var í krappann. Um korkið vínið draup. Svo heim með heppni slapp hann, en hafði lítil kaup. Því draugsi sleikti dropa, er drupu ofan á klakann, en setti hitt á hakann, að hirða mann og jó, og tafðist frá að taka hann, svo talsvert sundur dró. Það sagði bóndi síðar, hvað sýnst það hefði skrítið, er flatt sér fleygði vítið og flötum beinum lá og lagðist við svo lítið að lepja dropa þá. og svo nærri, einkum óx mér þó í augum makkinn og faxið á klárnum, finnst mér enn sem jafn tröllslegan framhluta af hesti hafi ég aldrei séð. Foreldr- um mínum man ég ekkert eftir, hef sjálfsagt oft og nýlega séð skegg föður míns snædrifið áður og mömmu einnig með margs- konar skýlur, því oft þurfti bóndakona í sveit út í ýmis- legt veður. Þau voru því ekki jafn nýstárleg og hesturinn í hríðinni. En aftur dimmdi fyrir augum og dró -fyrir minni eða hug- myndir, þvi aftur lokaðist pok- inn. Háhálsinn milli dalanna hef- ur líklega ekki þótt hentugur til rannsókna á líðan lítilla barna, en þegar niður í gilið að Blöndu kom, varð aftur storm- hlé. Þá var enn farið að skoða flutninginn. Þar gaf mér sýn: 'iðandi hríðarvegginn eins og áður, en nú var eitthvað úlf- grátt, skríðandi, mishæðótt, sem gjálfraði í og ekki sá út yfir framan og neðan við fætur okkar. Ég veit nú að þetta var Blanda, en þá var hún mér ekk- ert nema undrunarefni. Svona lagað gólf eða hlað, göng eða tún hafði ég aldrei séð. Og enn luktist pokinn. En gjálfrið óx og gutlið hækk- aði fyrst, lækkaði svo og hvarf og innan stundar var ég kom- inn inn í bæ til afa og ömmu og hættur að leika pokafugl. Aldur minn, þegar þetta bar til, veit ég ekki, en aldrei getur hann hafa verið langt frá tveim árum. Trúi ég því athugunum mínum laust, býst fremur við að þær séu allar ímyndanir einar byggðar á sögusögnum annarra og síðari reynslu minni, því það hef ég reynt og margséð, að stærri menn en ég var um þann tíma og lengi síðan, ílytj- ast í einhverskonar pokum ó- gegnsæjum með öllu á milli á- fanga skoðana sinna og lífsvið- horfa og halda sig hafa séð það og reynt, sem þó eru aðeins annarra manna sögusagnir og tíðum lognar. Má þar til nefna einræðistrú stórvelda sumra með ýmsum formum og lýð-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.