Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 9
Nr. 6 Heim'a er beizt 169 ELÍAS MAR: Reykjavíkurþáttur Elías Mar EINHVERS STAÐAR hefur Þórbergur Þórðarson vakið at- hygli á því, hversu lærdómsríkt og skemmtilegt það sé að „lesa hús“. Það þarf ekki mig til að viðurkenna réttmæti þeirra orða; en sé svo, að einhverjum muni óljós merking þeirra, þá er hún sú, að með því er átt við skoðun og mat á ýmsum minjum og verksummerkjum eftir fyrri hyggjendur og gesti húsa, eink- urn gamalla húsa, plús upprifjun á sögu þeirra og þess fólks, sem við hana hefur komið. Eitt er það hús í miðbænum, sem á sér mjög óvenjulega sögu, og ekki einungis sérstæða hér á landi, heldur þótt víðar væri leitað. sagt háum og hljómmiklum kvenmannsrómi: „Hlúðu nú að sonum þínum, Þórhildur húsfreyja!“ Húsfreyja klæddist í snatri og fór út. Sá hún þá í morgunskím- unni, hvar synir hennar lágu hlið við hlið á stéttinni — eins og þeir hefðu verið lagðir þar til hinztu hvíldar, og þegar hús- freyja hugði að þeim, sá hún, að að þeir voru svo magrir, áð þeir gátu ekki heitið annað en skinin beinin. Hún laut ofan að þeim, og varð hún þess vísari, að líf leyndist með Dagbjarti, hvað sem vera kynni um Svarthöfða. Hún kvaddi þegar til húskarla sína, og báru þeir bræðurna inn. Voru þeir lagðir upp í rúm og hlúð sem bezt að þeim. Svart- höfði reyndist látinn, en Dag- bjartur hjarnaði það mikið við, að hann mátti mæla. Fékk hann sagt móður sinni það, sem við hafði borið um vorið, en hann varðist allra fregna um þá at- burði, sem gerzt höfðu með þeim bræðrum og landdísunum, eftir að þeir hurfu. En hann bað móð- Það er Sj órnarráðshúsið við Lækjartorg. Vel má vera, að ekki þýddi mikið að „lesa“ það hús. Ég geri ráð fyrir því, að þar sé hvorki að finna krot á veggjum, leynihlóf eða dularfullar ristur í innviðum eftir gengnar kynslóð- ir; en þó getur svo verið, enda þótt ég viti það ekki, því ég hef ekki kynnzt húsinu neitt sem heitið getur, sízt innan frá. En fáum okkar, sem löbbum fram hjá því daglega, kemur víst til hugar sú staðreynd (því kann- ske hafa fæst okkar heyrt hana nefnda), að hér er um að ræða gamalt tugthús, dýflissu, sem gæti frá anzi mörgu sagt, ef það fengi mál. Líti maður í Sögu ur sína þess lengstra orða að láta ekki hreyfa á einn eða annan hátt við steinunum tveim eða flötunum í nánd við þá. Hann kvað og dísirnar hafa lofað því, að aldrei skyldi eyðast dalurinn, meðan mey ynni manni á bæjun- unum, Lokinhömrum og Hrafna- björgum. Skömmu eftir að Dagbjartur hafði þetta mælt, tók hann and- vörpin. Þeir bræður voru jarðsettir í bænahúsgarðinum í Lokinhömr- um. Þá er kistur þeirra voru bornar tii moldar, dundi yfir vindbylur mikill, hlýr sem heit- asti sólvindur, og stráði hann hinum fegurstu og anganrík- ustu blómum yfir kisturnar báð- ar, en í sömu svipan brá fyrir marglitum eldingum, sem vörp- uðu undrabjarma á blómabeð bræðranna tveggja. Á leiðum þeirra, sem nú eru fyrir löngu vallgróin, vaxa á vori hverju enn þann dag í dag óvenju litskærir Jakobsfíflar, og gleym-mér-ei skreyta þar þúfna- börðin. Reykjavíkur, fær maður upplýs- ingar um feril þess í stórum dráttum; og þar fyrst þetta um tildrög byggingarinnar og for- sögu:.....,í sambandi við um- bætur á verklegum framförum landsins var það, að tugthús var sett á Arnarhóli að konungs boði með opnu bréfi 20. marz 1759. Var það gert til „det alminde- lige Bedste“, og til þess að geta haft glæpamenn í öruggari og nákvæmari gæzlu en áður. Saka- fallseyri þeim, er tilfalla átti konungi, var varið til byggingar- innar, og ennfremur var lítill skattur lagður á öll jarðaraf- gjöld, hver sem jarðirnar átti, og síðan voru tekjur Arnarhóls lagðar til þess. Tukthúsið var eins og kunnugt er byggt úr steini, stendur enn og er nú Stjórnar- ráðshúsið. Það mun hafa verið fullbúið um 1764, að svo miklu leyti sem það varð nokkurn tíma fullgert. Það kostaði 7—800 rdl. og var 44 ál. á lengd og 16 ál. á breidd. Því er lýst þannig, að önnur lengjan hafi verið ætluð fyrir fangelsi, 4 herbergi handa 4 mönnum, alls því fangelsi fyrir 16 fanga. Svo margir, segir heim- ildin, að hafi aldrei verið í 27 ár frá því það var byggt. í miðju húsi voru vinnuherbergi fyrir spunakonur o. fl. Svefnherbergi handa 26 manns og þar í stór kakalofn, allir gluggar eru með járnstöngum og einungis einn inngangur í herbergin úr for- stofu, og fyrir henni hurð með lás. Enginn getur komizt út, ef aðaldyranna er gætt, og járn- stengurnar verða ekki brótnar eða losaðar nema eftirlitsmaður verði þess var, og getur húsið í alla staði talizt öruggt fangelsi.“ .... „Að tugthúsið var byggt á Arnarhóli, segir sama heimild, kom fyrst og fremst af því, að þangað var alltaf hægt að fá ull frá stofunum í Reykjavík, og hægt að vinna úr henni gegn vægri borgun, og þar næst af því, að jörðin liggur svo vel við sjó, að alltaf er hægt að fá fisk handa föngunum.“... Lengi var tugthús þetta eina húsið, sem stóð fyrir austan lækinn, og voru því fangarnir þar hinir fyrstu „austurbæingar“ höfuðstaðarins.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.