Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 21
Nr. 6 Heima er bezt 181 liergmu til vonar og vara, ef á hjálp þyrfti að haida, sem þó ekki kom til. Hafði henni liðið hið bezta og sofið vel um nótt- ina. Var hún komin á fætur kl. 9 og taldi sig stálhrausta og al- búna til að halda ferðinni áfram. Eftir að hún var búin að borða var því lagt af stað með hana þennan nýja áfanga út að Þing- völlum, ríðandi á fullorðnum reiðhesti, sem ég átti, stilltum og þýðum. Að vísu var hrepp- stjórinn í Þingvallahreppi þá Jónas Halldórsson í Hrauntúni, en þangað var vondur krókur, svo að ég afréð að fara með hana til oddvitans, séra Jóns Thorsteinsens á Þingvöllum, sem brá fljótt við sem aðrir og fékk Sigmund Sveinsson í Val- höll veitingastjóra, sem átti góðan hestvagn, til að fara með hana til höfuðstaðarins, og gekk það víst allt vel og greið- lega. Hefði nú mátt búast við, að dagleiðin væri orðin nógu löng, 73 km., en ekki var það nú samt talið, því einnig borgarstjóri brá skjótt við og lét fara með hana í vagni, að ég heyrði, til Hafn- arfjarðar, og þar endaði þetta ferðalag í svip, því þessa nótt í Hafnarfirði átti hún barnið. Var hún þá búin að ferðast alla þessa óraleið austan frá Garðs- auka út í Biskupstungur og það- an til Hafnarfjarðar á 3 dögum. Átti aðeins eftir eina dagleið með sama hraða suður í Hafnir. Eftir gömlu ólögunum hefði nú Hafnarfjarðarbær orðið að sjá fyrir þessu blessaða barni eftir 16 ára aldur, hefði það þurft hjálpar með, fyrir það, að Hafn- firðingar skutu skjólshúsi yfir móður þess örþreytta, og sjá all- ir vitið í þessum lögum. En svona var einmitt sveitfesti Önnu til komin í Hafnahreppi, sem nú varð að taka við afleið- ingunum af því, að einhver góð- ur maður hafði skotið skjólshúsi yfir móður hennar í sömu kring- umstæðum, sem, eins og fyrr er sagt, átti öll eða flest börn sín, 6 eða 7, á ferðalagi hingað og þangað um landið. Anna var ung, dugleg og afar hraust og hörð, af því hefur það sjálfsagt stafað, að hún fer ekki úr kaupavinnunni fyrr en kom- ið er fram yfir meðgöngutím- ann. Og sennilega hefir hún lít- ið hlakkað til að leggja upp í þetta ferðalag, og þarf bað varla neinn að furða. Einnig hefur hún sjálfsagt talið víst, að hún ætti að flytjast út í Bisk- upstungur, þar sem hún hafði alizt upp, ætti þar enn sveit. Þá var sími ekki kominn um land- ið eins og nú og því erfitt um að leita upplýsinga. Þó þykir mér hálf ólíklegt, að hún hafi ekki vitað, hvar hún var fædd. Og hefði hún getað sagt til þess, var illverjandi að vera að láta hana flækjast alla þessa löngu leið, í stað þess að flytja hana stytztu og beinustu leið frá Hvolhreppi til Hafnahrepps. Nú, en hún var nú bara þurfamanneskja og það var ekki alltaf litið upp til þeirra. Ekki dettur mér í hug að fella neinn dóm á þá, sem urðu að vera viðriðnir þennan mjög svo leiðinlega flutning hreppstjór- anna, enda hyggi ég þá nærri sjálfum mér, því við áttum ekki annars kost en að hlýða þess- um bandvitlausu lögum. Við vissum vel, hvernig okkur yrði þakkað það af sveitungum okk- ar, ef við gerðum ekki skyldu okkar í þessu efni. Að allt fór vel og slysalaust í þetta sinn var fyrst og fremst dugnaði og kjarki Önnu sjálfrar að þakka og svo því, að allir, sem fluttu hana, munu hafa gert sitt bezta til að láta henni líða svo vel sem hægt var á ferðalaginu, bæði hvað aðhlynningu og hesta snerti. Því þrátt fyrir vitlaus lög, sem þessi, voru og eru hrepp- stjórarnir þó með mannlegar til- finningar, að minnsta kosti stundum. Stuttu eftir þetta var þetta illræmda lagaákvæði með hreppstjóraflutning og ávísun á fæðingarsveit numið úr lögum, og máttu þau illræmdu lög fara fjandans til, og er vonandi, að þau ákvæði komi aldrei aftur. Að minnsta kosti skil ég ekki í því, að hreppstjórar sjái eftir þeim. Það er sagt, að ekkert sé svo ljótt í skáldsögu, að ekki finnist Lýsing X. Marmiers á útsýninu frá Reykjavík Það er Marmier, sem fyrstur ferðabókarhöfunda hefur tekið fram útsýnis- og sólsetursfeg- urðjna við Reykjavík, og fer hann þar um þessum skáldlegu orðum: „Þótt ísland nærri alstaðar beri á sér auðnarbrag, þá er það oft, að það birtist í mikil- fenglegri og háleitlegri prýði. Oft hef ég staðið við útsjónar- ljótara í lífinu sjálfu. Mér þætti ekki ósennilegt, að skáldsaga hefði endað á því að láta ein- hvern hreppstjórann taka við blessuðu barninu úti í guðs grænni náttúrunni einrveds- staðar á milli bæja. En það hefði þá líka mátt virðast ekki ó- sennilegt, að það gæti hafa komið fyrir. Þótt þessi saga sé eins og hún er, þá endaði hún vel að lokum. En það eru aðrar sögur af með- ferð á fátæklingum frá öllum tímum allt fram á vora daga, sem eru miklu átakanlegri og hafa endað stórum ver, það er mér kunnugt um, þótt ekki verði fleiri sagðar að sinni. En nú eru þessar hörmungasögur vonandi á enda og heyra vonandi aðeins til fortíðinni. Tryggingalöggjöf- in nýja markar þar nýtt tíma- bil. Það er sú lang mannúðleg- asta löggjöf, sem samin hefur verið til þessa gagnvart öllu fá- tæku fólki og olnbogabörnum þessa lands. Nú fær hver að kjósa sér stað þar sem hann vill helzt vera, í stað þess að þetta útslitna fólk af striti og stríði, oft fyrir engin laun, var að lok- um oft slitið frá góðum heimil- um og sett til þeirra, sem lægsta meðgjöf vildu taka það fyrir, boðið niður eins og boðið var upp á uppboðum. Hafi þeir heila þökk, sem höfðu drenglund og manndóm til að koma þessum lögum á og strika út stærsta smánarblett- inn af þjóðinni: að fara með fá- tækt og heilsulaust fólk ver en skynlausar skepnur. Böðvar Magnússon.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.