Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.08.1951, Blaðsíða 30
ISO Heiivía er bbzt Nr. 6 Um Bleiksmýrargöngur Eftir Sigurð Draumland Bleiksmýrardálurinn býr yfir margvíslegum töfrum, breyti- legum eftir árstíðum og veðrum, eða áhrifum sjálfs landslagsins, sem og er í ýmsum mótum steypt. Margra ára nábýli við slíka náttúru skapar mjög fjöl- breytilegar endurminningar, þeirra er þess njóta. Hitt er og eigi sjaldgæft, að ókunjiugir og aðkomandi menn óska eftir að komast í Sandagöngur á Bleiksmýrardal, hvattir af feg- urðarorði því, er af svæðum þessum gengur. Og þó að þetta eigi alveg eins við um mörg fleiri afréttarsvæði á þessu landi, dregur það ekkert úr aðsókn að „leikhúsi“ Bleiksmýrardals. Er mér í minni ákafi margra yngri manna í „aðgöngumiðana“, gangnaseðlana, á þeim árum, er ég var að alast upp, í mynni þessa hrikadals. Sjálfum gekk mér illa að trúa því, að ég væri ekki hlutgengur í Sandagöngur miklu fyrr en ég var fær um að inna nokkurt smalaverk á öræf- um svo af hendi, að fullgilt mundi talið. Og loks þegar sú ósk rættist, var ég að vísu bú- inn að fara margar vorgöngur, meira að segja alla leið suður fyrir Svartá, en þóttist þó him- in höndum hafa tekið. Sú ferð var farin haustið 1926, og einmitt það sinn, er listmál- ararnir fundust á Bleiksmýrinni, svo sem um getur í frásögn Bjarna Benediktssonar í þriðja bindi ritsafnsins „Göngur og réttir“. Þess er þar og getið, að við Tungufeðgar hefðum átt að smala Svartárdalinn. Þetta er misminni. Faðir minn var þá gangnaforingi, sem og alla sína búskapartíð í Tungu, árin 1910 ræðisvonir annarra, þar sem þó eitthvert sjónarmiðið hlýtur að vera rangt, en öll eiga sér þó íylgismenn, sem fórna myndu fyrir þau lífi sínu og því, sem meira er, líðan sinni og æru að annarra dómi. til 1931, og var það fyrirfram á- kveðið, að nú skyldi ég fá að heimsækja Einstöku torfu 1 fyrsta sinn, sem og var. Sömu- leiðis er það misminni þarna í ritsafnsfrásögn Bjarna frænda míns, að hann yrði fyrstur til að sjá listmálarana. Það var ég, sem æpti upp um það fyrstur. En skal ég þó eigi synja fyrir, að Bjarni hafi verið búinn að horfa á mennina áður, stundarkorn, þegjandi. En ólíkt er það við- horfi frænda míns til viðburða yfirleitt, að stara þögull, þang- að til aðrir kveða upp úr. Yfir gangnaför þessari hvílir mikill ljómi í minni endurminn- ingu og ber fleira en eitt til. Þá kannaði ég nýja stigu öræfa og varð sjónarvottur að farsælli lausn mjög óvenjulegrar lista- mannaútlegðar, er hættuleg villa snerist í stefnumót soltinna göngugarpa við hákarl og hangikjöt á réttri leið! Smala- mennskan gekk líka, að því er mér var tjáð, óvenju vel, enda líktist hún fremur skemmti- göngu en fjallferð, þó að krapa- hríð slægi yfir um stund á öðr- um degi. Var ég þá settur til að reiða tófubitinn dilkhrút, er eigi eat fylgzt með fénu. Síðar fór ég fleiri Sandaferð- ir, eina meðal annars í fanna- dyngju, er sett hafði niður und- an norðanátt. Öll vötn voru full af krapa og Bleiksmýrardalsáin farin að mynda ísskarir, þar sem hún er lygnust. Þá var það, að einn gangnamaðurinn óð ána á einum slíkum hyl, milli skara, til að elta hrossið sitt, er hljóp yfir elfuna, án þess að skilja, að nestistöskuna mátti ekki bleyta, en hún var snöruð undir kvið hrossins. Sést af þessu, að ekki er kuldinn í krapavötnunum grýla á nekt hraustra manna, hvorki fyrr né síðar. Ein sönn- un þessa er saga Bjarna Bene- diktssonar, er hann óð Bleiks- mýrardalsána haustið 1907, sjá „Göngur og réttir“. Og þó er til í sögnum enn frækilegri vaðför, þótt ekki sé hún í sambandi við fjárleitir. Er sú af móðurföður Bjarna Bene- diktssonar, er líka hét Bjarni, var Davíðsson, frá Reykjum, en bróðir Jónatans, föðurföður (afa) þess, er þetta ritar. Biarni Davíðsson bjó þá á Snæbjarnar- stöðum í Fnjóskadal, og kom í stórhríð að vetrarlagi utan af vestri bæjum, vatt sér úr brók- um við Fnjóská og óð yfir í svo- nefndan Tungusporð. Klæddist svo aftur, í rokbyl og myrkri, og hljóp í einum spretti heim á Snæbjarnarstaði, en það er langur vegur. — Sonur Bjarna Davíðssonar er Sigurður fræði- maður á Grund í Eyjafirði, nú kominn á níræðisaldur. Það var í þá daga, fyrir og um aldamót, sem tveir af Reykja- bræðrum, sonum Jónatans Davíðssonar, þeir Sigtryggur og Davíð, háðu marga hildi við vetrarhörkurnar í eftirleitum á Bleiksmýrardal. Síðar, er Davíð fluttist frá Reykjum, tók yngri bróðir, Njáll, við ferðum hans með Sigtrygg. Af þeim ferðalög- um væri margt hægt að segja og viðburðaríkt. Davíð og Njáll eru nú látnir, en Sigtryggur lif- ir, 83 ára, og hefir tjáð undir- rituðum, sem er sonur hans, margt frá sinni æsku og upp- vexti. Misritun er það í III. bindi af „Göngum og réttum“, að einn Reykjabræðra hafi heitið Árni. Því nafni hefir enginn heitið í ætt okkar. Sömuleiðis fara at- vik nokkuð milli mála í hinni skemmtilegu frásögn Ólafs á Sörlastöðum í nefndu. ritsafni. Það voru þeir Sigtryggur og Davíð, sem beittu þvi bragði eitt sinn í eftirleit, að láta lifandi lamb elta gæru af dauðu lambi, er annar bræðranna dró á eftir sér noður dalinn. Rak þá hinn á eftir lambinu. Hinsvegar voru þeir 'Njáll og Sigtryggur saman í eftirleitinni haustið 1899, svo sem Ólafur segir. En gærusag- an gerðist nokkrum árum fyrir 1899. Skal hafa það heldur, er sannara reynist og því er á þetta minnst hér. Enda styðst það við heimildir frá fyrstu hendi, þ. e. eins þátttakandans.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.