Heima er bezt - 01.09.1956, Page 14
§94
Heima
—- er bezt
Nr. 9-10
mörgum íslendingum sem kostur hefur verið á, tækifæri
til að koma til Bessastaða, fulltrúum sveita- og bæjarfé-
laga, almennra félagasamtaka o. s. frv. Gestabókin ber
þessa alis greinilegt vitni. Ollum gestum, er til Bessastaða
hafa komið, ber saman um, að þar séu móttökur hlýj-
ar, látlausar og virðulegar. Eins og geta má nærri, hvíla
slíkar móttökur mjög á herðum forsetafrúarinnar, og
get ég um það dæmt af eigin sjón, að þar er húsfreyja,
sem er starfi sínu vaxin, sem bezt verður á kosið á
fremsta heimili þjóðarinnar. iVIargir þeir, sem koma að
Bessastöðum, dæma þjóðina rnjög eftir forsetaheimilinu,
en enginn þarf að kvíða þeim dómi, meðan þar ráða
húsum frú Dóra Þórhallsdóttir og Asgeir Asgeirsson.
VIII.
A undanförnum árum hafa forsetghjónin víða farið
bæði innanlands og utan. Þau munu nú aðeins eiga ófar-
ið um fimm lögsagnarumdæmi landsins, áður en lokið
er yfirreið um það allt. Þeim hefir alls staðar verið vel
fagnað, og hefir á ferðum þessum komið skýrt í ljós,
sem fyrr var getið, hversu sterk ítök Ásgeir Ásgeirs-
son á um land allt. Alúðleg og virðuleg framkoma for-
setahjónanna hefir á ferðum þessum skapað þeim nýja
vini og aukið enn á traust þóðarinnar. Er mér ekki
grunlaust um, að sumir þeir, er beittu sér hart gegn
kjöri Ásgeirs Ásgeirssonar, hafi þótt slíkt stórlega mið-
ur, eftir að þeir kynntust honum. Mjög hefir það vakið
athygli manna um land allt, hversu gagnkunnugur Ás-
geir Ásgeirsson er mönnum, málefnum og sögu hvers
héraðs að kalla má, og hefir mönnum þótt gott við
hann að ræða um þá hluti sem aðra.
Innanlandsferðir forsetans eru nauðsynlegur þáttur
starfs hans. Með þeim knýtast nánar tengslin milli hans
°g þjóðarinnar. Forsetanum er nauðsyn að þekkja
þjóðina, en þjóðin vill líka þekkja í sjón og raun for-
seta sinn, sem hún sjálf hefir kjörið til þess að fara með
forystu hennar og hún þarf að geta treyst á úrslita-
stundum.
Enginn vafi er á því, að ferðir forsetahjónanna um
landið hafa ekki einungis aukici hið persónulega traust
og vinsældir, sem þau njóta, heldur einnig glöggvað
skilning manna á gildi forsetadæmisins sjálfs, enda er á
fárra færi að skapa þann skilning betur en Ásgeir Ás-
geirsson hefir gert.
Ég hygg, að Guðmundur Daníelsson rithöfundur hafi
vel túlkað viðhorf þjóðarinnar gagnvart forsetahjón-
unum í cftirfarandi .orðum:
„Ég er aðeins ein rödd úr hópi fjöldans — mætti ég
þó láta í ljós þá bjargföstu sannfæringu mína, að Hús
þóðarinnar hafi í yðar umsjá hækkað til lofts og víkkað
til veggja og að þér hafið nú gefið oss sígilt dæmi um,
hvernig rækja eigi tignasta embættið í þjóðfélagi voru.“
Þá hafa forsetahjónin og heimsótt allar bræðraþjóð-
irnar á Norðurlöndum. Var það skylt, eftir að lýðveldi
var endurreist, enda hefur það og reynzt einhver bezta
landkynning, sem vér höfum átt kost á.
Norðurlandaferðirnar voru farnar í tveimur áföng-
um. Árið 1954 til Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands,
en 1955 til Noregs; varð sú förin lengri, því að forseta-
hjónin fóru allvíða um Noreg í boði ríkisstjórnarinnar
norsku. Kalla má, að för þeirra væri sigurför, hvar sem
komið var. Viðtökur allar einkenndust af hlýju og alúð
Gengið í kirkju á Bessastöðum á Prestastefnu Islands árið 1953.
Fremstir ganga forsetimi og Sigurgeir Sigurðsson biskup.