Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 21
Frá heimsókn forseta íslands til Finnlands: Asgeir Ásgeirsson og frú Paasikivi, Paasikivi forseti og fní Dóra Þórhallsdóttir.
vér værum tvær þjóðir, en einn ættstofn, sem hefðum
yljað oss við sögulega glóð hins sama arinelds. Og hinn
íslenzki gestur sigldi hraðbyri inn í hjörtu vor, er hann
lauk ummælum sínum um útlegð konungs vors í síð-
ustu styrjöld með orðunum: Guði sé lof fyrit, að þeirri
ferð lauk svo giftusamlega.“ (Aftenposten).
„Forsetahjónin koma hingað sem fulltrúar minnsta
og yngsta þjóðríkisins á Norðurlöndum, en hins vold-
ugasta þeirra allra, ef vér gætum að hinum sameiginlega
Að ofan til vinstri: Friðrik Danakonungur og forseti íslands á
Bessastöðum.
Að neðan til vinstri: Forseti íslands og dr. Adenauer, forsætisráð-
herra Þýzkalands, og dr. Kristinn Guðmundsson á Bessastöðum.
menningararfi norrænna þjóða. Öll Norðurlönd standa
í óbætanlegri þakkarskuld við ísland fyrir hin ómetan-
legu fornrit þeirra, sem þeir sömdu og varðveittu um
sögu og lifnaðarhætti forfeðra vorra.
Enda þótt íslenzka lýðveldið sé einungis 11 ára
gamalt, hvílir það á tíu alda gamalli frelsisarfleifð
sjálfstæðs ríkis. Öldum saman voru íslendingar og Norð-
menn ósjálfstæðar þjóðir, en hlutu sjálfstæði aftur með
þjóðlegri vakningu. Sakir æsku beggja ríkjanna í hin-
um norræna systkinaflokki eru þjóðirnar sérstaklega
kærar hvor annarri.
Þennan kærleik viljum vér, að forsetahjónin, Ásgeir
Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir, finni, þegar þau
nú dveljast með oss.“ (Bergens Arbeiderblad)
„Það, sem íslendingum hefir tekizt að skapa á hin-
Heima er bezt 301