Heima er bezt - 01.09.1956, Page 22

Heima er bezt - 01.09.1956, Page 22
Frá heimsókn forseta íslands til Noregs: Ásgeir Ásgeirsson forseti, Hákon 7. Noregskonungur, frú Dóra Þórhallsdóttir. Aftari röð; Ólafur krónprins, Ragnhildur prinsessa, Haraldur prins. um fáu ferkílómetrum, sem byggilegir eru meðfram fjörðum og ströndum, er fremur öllu öðru til þess fall- ið að vekja undrun og aðdáun fyrir hinni harðgerðu og þrautseigu þjóð. Ef til vill kunnum vér Norðmenn að rneta þetta öðrum betur. Enda þótt flestir af oss búi við betra hlutskipti en bræður vorir í vestri, þá þekkjum við af reynslunni í baráttunni við ófrjóa jörð og voldug náttúruöfl, hvað þarf til að ná því, sem gert hefir verið. Vér kunnum einnig að meta þau menningarafrek, sem unnin hafa verið samtímis hinum efnalegu fram- förum. Á tímum hinnar hröðu þróunar, þegar árin verða að dögum og kílómetrar að metrum, hafa ís- lendingar, enda þótt þeir hafi sogazt inn í hringiðu stórpólitíkurinnar og hinnar alþjóðlegu iðnvæðingar, staðið fast á verði um sérkennilega og stórbrotna menn- ingu. Ef til vill snertir hún oss meira en aðrar þjóðir. Vér erum að verulegu leyti af sömu rótum runnir og tengdir frændsemisböndum. Vér lítum ekki á íslend- inga sem útlendinga, og sjálfum finnst oss sem vér séum heima hjá oss í landi jöklanna og hveranna, sem færzt hefir nær oss en áður síðasta áratuginn. Það er ástæða til að vona, að vináttuheimsókn annars forseta Islands, sem hefst í Osló í dag, muni enn auka þar við. Vér köllum það einmitt vináttuheimsókn, eng- inn opinber hátíðleiki né nákvæmni í dagskrá getur svift heimsóknina þeim blæ. Vér treystum því, að Ás- geir Ásgeirsson forseti og frú hans muni finna það sjálf. Og vér bjóðum þau velkomin í þeirri von, að heimsókn þeirra megi bæði treysta hin ævafornu bönd Til hægri: Frá heimsókn forseta íslands til Danmerkur: íslenzku forsetahjónin og konungshjónin dönsku í Amalienborg. 302 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.