Heima er bezt - 01.09.1956, Side 29
Nr. 9-io Heima 309
--------------------------------er bezt----------------------------
Tvær færeyskar trillur með þeirrar þjóðar áhöfnum
höfðu bækistöð við Grímsey þetta áðurnefnda vor ng
sumar, 1931; hafði önnur fjögurra, en hin þriggja
manna áhöfn. Er þessa getið hér af því, að önnur þeirra
kemur hér við sögu síðar.
Fiskverð var afar lágt og fór alltaf lækkandi um
sumarið; síðast var það aðeins 2—4 aurar pr. kg. af
þorski afhausuðum og slægðum. Allur annar fiskur var
verðlaus og einnig öll lifur. Fiskur sá, er lagður var inn
blautur til kaupmanna, var flattur og saltaður í eynni,
en síðan fluttur til lands upp úr salti og fullverkaður
þar til útflutnings. Sendu kaupmenn á landi sjálfir út
skip að sækja fiskinn; fengu Grímseyingar sjálfir vinnu
við útskipun og fermingu fisksins.
Þessar mildu umskipanir og hrakningar á fiskinum
óverkuðum fóru oftast illa með hann, svo að síðustu
mun hann oft hafa verið orðin misjöfn vara; þóttust
allir tapa á þeim viðskiptum, — kaupendur ekki síður
en seljendur.
Ekki þarf að taka fram, að síðan þetta var, á heilum
aldarfjórðungi, hafa orðið miklar breytingar til bóta í
þessu efni. Grímseyingar hafa nú fiskisölusamlag og
fiskur verkaður til útflutnings í eynni sjálfri.
Ég fékk búðarpláss í Sandvíkinni á lofti í mannauðu
húsi og var saltfiskgeymsla undir.
Bát fékk ég fremur nýlegan. Það var þriggja manna
far með öllum nauðsynlegum farviði, árum, seglum, rá
og reiða. Báturinn var með skektulagi, brjóstabreiður,
þungur undir árum fyrir einn mann og erfiður á sigl-
ingu, einkum í beitivindi, eins og þetta bátalag er yfir-
leitt, en að öðru leyti stöðugur á kjöl og ágætis sjóskip.
Hóf ég nú róðrana, en með því ég var einn á erfið-
um bát og ókunnugur, gat ég vart leitað fyrir mér eða
sótt á sömu djúpmið og aðrir mannskapsmeiri; varð afli
minn því fremur rýr fyrsta kastið.
Svo fór þó um síðir, að ég fann gott mið, er reyndist
mér mjög fiskisælt; stóð mið þetta mjög tæpt og glöggt
svo hnitmiða mátti, ef vel átti að fara. Varð því að vera
vel bjart og þokulaust uppi á eynni, að greina mætti
miðin, því varla mátti muna bátslengd. Leggjast varð
við stjóra og láta hann falla á þeim rétta stað og því
rétta augnabliki, eftir straumhörku og straumstefnum,
gefa út eins og þurfti eða draga inn stjórafærið eftir
atvikum, unz báturinn sat fastur á þeim rétta púnkti
eins og vera átti.
Þarna fiskaði ég allt sumarið á þessum eina bletti og
oft ágætlega. Engum þýddi að reyna að fiska þar í
grennd. Enginn fékk þar fisk annar en ég einn. Þarna,
á þessu miði mínu, var sprunga eða gjá í botninum þar
sem ég fiskaði. Gjáin var þar 7—8 faðma breið, en
mjókkaði til beggja enda og lá þar í hlykkjum, en
brattir hamraveggir, 10—12 metra háir á báðar hliðar.
Dýpi var um 40 metra. Sandur var á botni gjárinnar á
þeim bletti, er ég var vanur að fiska; var þar mest kolótt-
ur fiskur, fremur vænn, og gamlir golþorskaslápar inn-
an um. En á öðru miði þar örskammt frá, er Klettur
kallast, var jafnan hvítur fiskur, fremur smár; var sagt,
að aldrei fengist þar öðruvísi fiskur.
Eitt var einkennilegt við þetta nýja fiskimið, er ég
fann þarna, að oft varð þar ekki vart við fisk klukku-
stundum saman, eða jafnvel heil sjávarföllin, eftir því
sem á stóð. Ég vandist þessu fljótt og beið bara rólegur,
„unz karlinn kæmi heim“ eins og ég sagði það við
sjálfan mig. Aldrei var þó eiginlega alveg fiskilaust
þarna, enda þótt „heimafólk“ væri burt af bænum.
Smáfiskur, sviplíkur hinum, sem annars lét ekki sjá sig,
var þá kominn í bæli hins gamla, líklega til að snuðra í
úrgangi þeim og leifum, er þeir fullorðnu höfðu eftir
skilið. En hvert hafði „heimafólkið“ farið? Það er saga
að segja frá því! Það hafði farið langt út í flóa, heila
veginn norðvestur í haf, til þess að sækja sér í matinn,
en svam svo aftur heim á sinn sandblett í þessari neðan-
sjávargjá til þess að liggja þar á meltunni.
Svo var mál með vexti, að síldveiða-móðurskip frá
Finnlandi, er „Pedsamó“ hét, hafðist við langdvölum
norðvestur af Grímsey þetta sumar, oft svo fjarri, að
frá Grímsey og út til móðurskipsins var stundum allt
að tveggja tíma „stím“ á trillubát. í þessu móðurskipi,
„Pedsamó“, var síldin verkuð og söltuð frá öðrum
veiðiskipum flotans. Vél, af sérstakri gerð, var höfð í
„Pedsamó“ til að hausskera síldina, og var engin vél af
slíkri gerð til í nokkru öðru veiðiskipi fyrir Norður-
landi. Vélin sneið hausana af síldinni með sérstöku lagi
eða sniði, sem var mjög glöggt og auðþekkjanlegt frá
öðrum síldarhausum hnífskornum.
Þennan veg eða vegalengd, alla leið út til „Pedsamó“,
oft 10—15 sjómílur, hafði fiskurinn farið til að gæða
sér á síldarhausum. Og aldrei var hann eins gírugur,
gráðugur og matlystugur eins og einmitt þegar hann
var að koma „heim“ úttroðinn af þessum vélskoma
varningi frá Finnunum. Var næsta ótrúlegt allt það
magarúm, — frá 30 og allt að 70 hausum niðri í sumuin,
eftir magaþani, kjaftvídd, skrokkstærð og öðrum eigin-
leikum þorskaþjóðarinnar; rifust þó um að gleypa
agnið með önglinum til að fá sig fullreynda, eltandi
hvern annan upp að borði. Rifnaði oft illilega út úr
kjöftum sumra, og sluppu þeir í það sinn, en létu slíkt
ekkert á sig fá, en komu ólmir daginn eftir, ekkert
æði kyssilegir, til að fá sig fulldrepna.
Var það segin saga, að smáfiskurinn hrökk burt eins
og fjaðrafok og hvarf allur á augabragði um leið og sá
„stóri“ kom heim í hlaðvarpann. Var betra að hafa
hraðann á, að ná sem mestu inn í bátinn meðan „törn-
in“ stóð.
Oft varð ég var við lúður þarna á „miðinu“ mínu,
bæði stórar og smáar, og náði þó nokkrum. Drógust
þær oft undir, eftir að ég hafði legið lengi. Oft eltu
þær fisk upp að borði, en nenntu svo ekki niður aftur
undir eins, en lögðust undir bátinn — kjaftandi í hvern
fisk, sem maður dró.
Eitt sinn kom ein geysistór alfiskiflyðra upp á eftir
fiski og lagðist undir bátinn. Mér þótti hún allt of aga-