Heima er bezt - 01.09.1956, Page 32

Heima er bezt - 01.09.1956, Page 32
312 Heima Nr. 9-10 -------------------------------er bezt ---------------------------- Svo var það allt í einu, að kom mjög snörp vind- hviða, er ég var efst uppi á stóru öldufjaili: „Nú er að reyna það! Nú er að reyna það! Nú eða aldrei í Drott- ins nafni!“ ætpi ég við sjálfan mig. Eins og áður er sagt, lá báturinn að mestu undir sjó að aftan, en reisti sig allmikið að framan. Og um leið og ég hleypti bátn- um undan og ofan ölduhlíðina, tók ég á öllu, sem ég átti til, skorðaði árina undir þóftu og steypti mér með fötuna fram eftir bátnum og fram í stafn í einu vet- fangi. Við það léttist báturinn og reis upp að aftan og sjórinn fossaði fram eftir honum og yfir mig. Því um leið og báturinn steyptist áfram undan bárunni og ofan af henni niður í öldudalinn fyrir neðan, reis hann svo hátt upp að aftan, að hann nærri endastakkst. Að því búnu reisti báturinn sig aftur að framan, er hann hljóp upp í næstu öldu, og nú hafði hann ausið sig svo, þá er hann réttist, að allir borðstokkar voru ofansjávar, — báturinn hvergi í kafi lengur, — hann var aðeins þóftu- fullur eða varla það. Nú var það vatnsfatan, sem vinn- una fékk og síðustu kraftarnir-notaðir svikalaust. Ég man það eitt, að ég þurrjós bátinn. Eftir það mun ég hafa látið fallast niður í bátinn og legið þar um stund, því ég var alveg örmagna. Hve lengi ég lá fyrir veit ég ekki, en upp mun ég hafa risið og reynt að hagræða seglum og slaga upp undir eyna austanverða, með því austurfallið var komið. Nú víkur sögunni til Andreasar Henrikssens og skips- hafnar hans. Hann var á sjó þennan dag á opnum vélbát við fjórða mann, eins og að framan greinir. Hann var farinn í land fyrir nokkru og á leiðinni í land hafði hann fundið tvær árar á floti, þær er ég missti við áfallið fyrir Flesjunum. Hann sá strax, að ég var ókom- inn að og árarnar muni vera úr mínum bát, — taldi því víst, að mér mundi hafa hlekkzt á, en ekki farizt; sagði sig hafa dreymt fyrir þessu í nótt. Heimtaði hann nú, að skipshöfn sín færi með sér undir eins, því hann vissi vel, hvar mín væri að leita og að ég þyrfti bráðrar hjálpar með. „Þó er hann ekki feigur“, sagði hann. „Hann drepur sig ekki „blessúa“!“ (Það var orðtæki hans). „Ég hef séð hann sigla“. Síðan hleypur hann til hinnar færeysku skipshafnarinnar, er var að kaffi- drykkju og biður hana um heitt kaffi á vermibrúsa, nær í glas með kamfórudropum, er hann átti í fórum sínum, lætur henda upp einhverju af aflanum til að létta bát- inn, tekur þurr föt, teppi og fleira og treður í poka og síðan af stað í hvellinum og rekur ákaft eftir. (Þetta sögðu þeir mér Færeyingarnir sjálfir síðar.) -----o----- Nú er að segja af sjálfum mér. Ég hef víst verið orðinn ærið þrekaður, því ég minnist þess, að ég þótt- ist sjá seli á skeri og sigla þar skammt frá. Síðan fer allt á hreyfingu, skerið sjálft og selirnir með. Og skerið kemur á fleygiferð á móti mér, en selirnir steypa sér ekki í sjóinn, heldur teygja þeir úr sér. Svo er skerið allt í einu komið fast að mínum bát og selirnir hvæsa, urra og gelta og gera sig líklega til að hremma bátinn og ráðast á mig og voru, áður en ég vissi af, einhveriir komnir upp í minn bát. Ég vildi verjast og reyndi af veikum mætti að slá og bíta, en þeir báru mig óðara ofurliði og náðu bæði mér og bátnum á sitt vald. Þetra voru þeir Færeyingarnir, Andreas formaður og skips- höfn hans. — „Við ætlum að hjálpa tjer blessúa“, sagði hann. Hann sagði alltaf „blessaður“, þegar hann talaði við menn, en það hljómaði eins og „blessúa“ í munni hans. Vegna þessa góðyrðis var Andreas venjulega upp- nefndur í daglegu tali manna á milli, kallaður „Blessúa“ og engu nafni öðru. Þeir felldu segl á mínum báti og tóku hann f slef, en helltu í mig heitu kaffi og kamfórudropum, drógu af mér vosklæðin, þerruðu mig, nudduðu og neru, færðu mig í þurr föt og dúðuðu mig í sæng og teppum og hvarf mér þá heimurinn undir eins. Ég vaknaði um leið og þeir lentu og var þá svo hress orðinn, að ég gat sjálfur gengið upp með aðstoð hinna. Færeyingarnir létu mig strax hátta í sinni búð í hlýtt rúm og hjúkr- uðu mér eins og þeir ættu í mér hvert bein. Ég sagði þeim í fám orðum hrakningssöguna, hvernig ég hefði leitazt við að halda sokknum bátnum og sjófullum á réttum kili undir segli allan tímann og hvernig mér hefði loksins tekizt að láta hann „ausa sig á ölduu. Höfðu þeir heyrt um eitt „tilfelli“ í heimkynnum sín- um, Færevjum, sams konar og þetta, nema þar voru tveir menn á bát og þeim bát hafði hvolft alveg og drukknaði annar maðurinn, en hinn hafði hrakizt lengi í fullum bátnum, unz honum tókst að láta bátinn „ausa sig á öldu“. En með því að þeim kom ekki fyllilega saman um stað eða tíma og ekki heldur um nafnið á manninum, sem bjargaðist, sagði einn, að Færeyja-,,til- fellin“ væru líklega tvö á móti einu íslands-„tilfe!Ii“. Aðrir töldu það af og frá, að Færeyja-„tilfellið“ hefði verið nema eitt. — „Tilfellin“ gætu ekki verið nema tvö í heiminum! Um þetta rifust þeir ákaflega og út frá þeirri sennu sofnaði ég og svaf í einum dúr draumlaus- um alla nóttina og fram á dag, sem var sunnudagur. Var ég þá alveg orðinn hress og kenndi mér einskis meins eftir skipreikann. Vinir mínir voru þá enn að tala um „tilfellin“, hvort þau væru heldur tvö eða þrjú, og var mjög sundurorða. En þegar þeir sáu, að ég var vaknaður, bæði hress og cúaður, sættust þeir með það sama og samþykktu í einu hljóði, að „tilfellin“ ga:tu ekki verið nema tvö í heiminum, nefnilega: „Færeyja- „tilfelliðu fyrst, eins og það var þá; og síðar íslands- „tilfellið“, eins og það var nú! „Nú skalt þú fiska hér eftir, blessúa, og ekki hlekkj- ast á framar," sagði vinur minn Andreas formaður. Varð það og að sönnu. Ég fór strax að róa aftur og Framhald á bls. 331.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.