Heima er bezt - 01.09.1956, Side 33

Heima er bezt - 01.09.1956, Side 33
* * ★ SVEINBJÖRN BENTEINSSON * * * RÍMNApáttur NIÐURLAG II. L" f m síðustu aldamót var að dvína áhugi fólks fyrir rímnakveðskap. Margt annað tók hug- J ann. Nýjar bókmenntir voru í blóma. Skáld- sögur voru samdar og þýddar, leiklist var að vaxa úr grasi, tímaritum og blöðum fjölgaði og félags- líf varð meira en fyrr. — Alþingisrímurnar komu á prent um aldamótin og þeim var vel tekið. Fólk skildi þá enn rímur og kunni að meta þær. Rímur þessar voru ortar í gamanstíl, en efnið sótt í þingsögu samtíðar. Sagt var frá í anda ævintýra og má nefna sem fyrirmyndir ævintýri H. C. Andersens, Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar og þó einkum Heljarslóðarorrustu og Þórðar sögu Geirmundssonar eftir Benedikt Gröndal. Varla er hægt að benda á neitt hliðstætt í eldri rímum. Að vísu er til mesti sægur gamanrímna, en þær eru yfirleitt um skrítið fólk eða sérstæða viðburði. Aþekkust er Skíðaríma, frá fimmtándu öld, mikið listaverk. Þar segir frá umrenningi einum, er dreymir, að hann komi til Valhallar. Ræðir hann þar við Óðin og fastnar sér konu. Að lokum verður orrusta mikil í höllinni og berst allt stórmenni. Annars eru Alþingisrímurnar mjög stældar eftir Andrarímum, er þeir ortu séra Hannes Bjarnason á Ríp og Gísli Konráðsson sagnfræðingur. Alþingisrím- urnar máttu heita nýjung í rímnalist og hefði mátt ætla, að þeim fylgdi mikil skriða slíkra rímna. Að vísu hefur verið ort allmildð af stjórnmálarímum síðan um aldamót, og sumt af því komið á prent, en fæst er það sambærilegt við Alþingisrímurnar. Það voru loks Oddsrímur sterka, sem hresstu við þennan rímnastíl. Þær komu út árið 1938. Allir fögn- uðu þeim rímum og margir kunna þær. Einar Benediktsson birti Ólafsrímu sína í Hrönnum 1913, og fylgdu þeim sköruleg formálsorð, er voru örugg málsvörn rímnalistar. Ólafsríma var alger and- stæða Alþingisrímnanna á flestan hátt; ort af alvöru og virðuleik undir erfiðasta bragarhætti rímna: Horfna liðsins banabeð breiða heiðar yfir. Forna sviðsins göfga geð Grænlands eyðing lifir. Ríma þessi fékk misjafna dóma, en flestum þótti hún merkileg. Ríman í heild náði aldrei alþýðuhylli, en nokkrar vísur hennar kunna allir skynbornir menn á Islandi. Sagnarímur í fornum stíl hafa lítt verið ortar á þess- ari öld. Reyndar orti Símon Dalaskáld nokkra flokka eftir aldamót, Magnús Hj. Magnússon kvað allmarga flokka, Sigfús Sigfússon orti Glámsrímur 1912, Kári fræðimaður Sólmundarson hefur ort stóra rímnaflokka undir breytilegum háttum og samið mikinn háttalykil, Guðlaugur Sigurðsson hefur ort þrjá langa flokka og ýmsir fleiri hafa ort rímur að fornum hætti. En ekkert af þessu varð áberandi í bókmenntum aldarinnar, enda þótt sumt af því hefði verið fullgilt á tímum sagna- rímna. Fólk var hætt að sitja undir rímnakveðskap og kenningar voru gleymdar. Rímur hafa því á þessari öld einkum verið notaðar til gamansemi eða þá sem ádeilu- form. Og margir virtust halda, að þær væru ekki til annars nýtar framar. Á seinni árum hefur verið ort mikið af rímum og er efni þeirra allmargbreytilegt. Stjórnmál eru mjög á dagskrá í nýrri rímum og af meiri alvöru en fyrr. Þar kennir jafnvel nokkurrar hörku — þó er gamansemin enn rík í slíkum rímum. Nokkuð er ort út af fornum sögum eða einstökum þáttum; ekki rakin sagan lið fyrir lið, en treyst á sögufróðleik lesandans. Þá er margt ort af afmælisrímum og til minningar um Ijóð- verða samtíðarmenn. Tíðast er þó ádeilusniðið. Ann- ars eru rímur nú ortar um flest það, sem hamið verður í því bragformi. En það á langt í land, að rímur njóti þeirra vinsælda, sem fyrr áttu þær. Það bagar mest, að nú hafa þær minna skemmtanagildi en áður. Einnig spillir, að margt er jafnan ort af slæmum rímum, og á þeim ber furðu mikið. Listgrein, sem er að rísa úr fálæti og vanvirðu, þolir illa allan aulaskap. Það er ágætt, að sem flestir yrki, en þegar það lakasta er borið fram af mestu skrumi, þá fer illa. Þeir, sem yrkja bezt, eru oft hlédrægir og dulir og þokast því til hliðar. Án strangrar vandlætingar verður ekki hægt að gera rímur áhrifamiklar í bók- menntum okkar. Gera verður sömu kröfu til rímna og annarra fagurra lista, annars eiga þær sér ekki við- reisnar von. Braglist nýrra rímna býr að fornum arfi, en að öðru Heima er bezt 313

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.