Heima er bezt - 01.09.1956, Page 34
314
Heima
---er bezt
leyti verða rímur að endurnýjast eftir þörfum og kröf-
um tímans. Og það er ærin ábyrgð að varðveita brag-
list okkar og halda henni ljóslifandi.
í efnismeðferð geta rímnaskáld margt lært af Eddu-
kvæðum og fornum dönsum. Margt má nema af nú-
tímaljóðum hvað snertir sagnfræði og málefnaflutning.
Það er hægt að læra af öðrum þjóðum, án þess að glata
öllum sínum fornu fræðum. Söguleg efni eiga erindi í
ljóðagerð nútímans, en engan fýsir lengur að yrkja upp
skráðar sögur af nákvæmni, eins og rímnaskáld gerðu
og hafði sinn tilgang áður fyrr.
Væntanlegum rímnaskáldum væri hollt að lesa ljóð
Garcia Lorca, Pablua, Neruda eða annarra snillinga í
samtíð. Einnig atómskáldin geta kennt margt; bæði
erlend og innlend. Sá, sem ætlar að verða mikið rímna-
skáld, þarf að þekkja allt, sem máli skiptir í braglist
íslenzkri og bókmenntir þjóðarinnar frá upphafi.
Einnig þarf hann að kunna skil á því helzta í menn-
ingu nútímans og reyndar ómenningu líka. Þá þavf
hann að vera hleypidómalaus og víðsýnn og kunna
sér hóf. Hann verður að vera orðhagur maður og hug-
myndaríkur og vandlátur um vinnubrögð sín. Þá þarf
hann að þekkja skaplyndi fólks og háttsemi og ræða
við marga, einkum yngri menn. Enn fremur þarf hann
að eiga sér formælendur og stuðningsmenn.
Nú er fátt eitt talið af því, sem rímnaskáld nútímans
þarf til framgangs og uppreisnar listgrein sinni. Og
umfram allt þarf þess með, að fjöldinn allur læri að
meta rímur og kunni að greina sundur góðar rímur og
illar. Og gott er, að sem flestir yrki rímur eða a. m. k.
lausavísur og kveðlinga, það örvar áhugann og er góð
skemmtun; auk þess veit enginn hverjum auðnast að
yrkja eitthvað markvert. Almenn þátttaka í listum
skapar almennan áhuga fyrir listum.
Þeir eru til, sem vilja þurrka burt öll sérkenni ís-
lenzkrar ljóðagerðar. Það er erfitt að fyrirgefa þessum
mönnum, því ég held þeir hljóti að vita hvað þeir gera.
Enn fráleitara er sjónarmið þeirra, sem engar nýjungar
geta liðið í ljóðlist; vilja hjakka endalaust í sama far-
inu. Vafalaust geta íslenzk ljóð lifað góðu lífi við
hlið hins erlenda stíls. Stuðluð ljóð eru meginstyrkur
íslenzks máls og án þeirra yrði íslenzkan allt annað
tungumál en hún er nú. En einhæfni bætir enga list-
grein og sitt snið hentar hverjum.
Það væri stórt skarð í bókmenntir okkar, ef Jónas
Hallgrímsson hefði ekki ort annað en sléttubönd og
hringhendur — eða ef Sigurður Breiðfjörð hefði aldrei
ort rímur eða stökur. Margbreytni er nauðsynleg í
ljóðlist, þó þannig að ekki fari allur stíll út í veður
og vind.
Við eigum sérstæða menningu að varðveita, menn-
ingu, sem hvergi er til nema hér. Að varðveita þessa
menningu er sjálfsagt mál og þarflaust að vera með
nokkurn gorgeir yfir því. Að glata þessari menningu
væri háðungarsneypa svo mikil, að hún yrði eflaust
Nr. 9-10
skráð í mannkynssöguna sem dæmi um mestu van-
virðu þjóðar — öðrum til varnaðar.
Rímnaskáld þessara tíma eiga erfiða daga og óværar
nætur. Frá þeim hefur verið tekið flest það, sem
rímnamönnum var hagkvæmast áður: Kenningarnar
eru farnar að mestu, skáldaleyfin flest ógild — og það,
sem mest er vert, kvöldvökurnar úr sögunni. Sá, sem
ætlar að byggja á þeim grunni, sem burt var kippt,
hann má ekki búast við að verk sín þoli vinda sam-
tíðar, enn síður regn og storma framtíðar. Rímna-
skáldið verður að finna sér nýtt viðnám og skilja þarfir
tímans; um kröfur tímans varðar minna. Og rímurnar
verða að gerast hlutgengar á ný, ef þeim er ætlað eitt-
hvað, sem gildi hefur. Þær verða að komast til áhrifa
á skemmtistöðum og í bókmenntum. Útvarpið gæti
margt fyrir rímurnar gert — og rímurnar fyrir útvarpið.
Meðan Þjóðleikhúsið gerir ekkert til viðreisnar rím-
um, þá rís það ekki undir nafni sínu. Enda má það í
mörgu taka nýja stefnu, ef það á að verða annað og
meira en einn liðurinn í þeirri starfsemi, sem er að
þurrka út íslenzka menningu. Okkur hentar enginn
búraskapur, en við eigum að varðveita það, sem bezt er
í menningu okkar, þó að við verðum í staðinn að neita
okkur um eitthvað af þVí glingri, sem nú býðst.
Berðu mína kveðju
eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur
Vestanvindur,
veiztu hve mig langar
austur yfir fjöll að fylgja þér?
Hvaðan komstu,
hvert er för þín búin?
Vestanvindur,
viltu dveljast andartak hjá mér?
Vestanvindur,
veiztu að fyrir handan
er mín bjarta Ijúfa bernskusveit?
Lítill dalur,
luktur bláum fjöllum.
Vestanvindur,
veiztu hve mín þrá er djúp og heit?
Vestanvindur,
vertu hlýr og mildur,
signdu allt með söngva þýðum hreim.
Kysstu tún
og kjarrivaxnar hlíðar.
Vestanvindur,
viltu bera kveðju mína heim?