Heima er bezt - 01.09.1956, Side 35
HÁKON GUÐMUNDSSON, hœstaréttarritari:
BlaSaS i DÓMSMÁLUM
Ijúnímánuði árið 1951 var togari frá Reykjavík að
veiðum út af Garðskaga. Veður var gott og sjó-
lítið. Verið var að taka inn toghlerana og hafði
einn skipverja það starf á hendi að taka á móti
fremri toghleranum og festa hann í toggálgann með
svonefndri gálgakeðju. Þegar hlerinn var kominn hæfi-
lega hátt, kveðst hásetinn hafa tekið gálgakeðjuna með
vinstri hendi og rétt hana gegnum hlerahöldin, en hins-
vegar rétt hægri höndina gegnum aftara hlerahaldið til
að taka á moti keðjunni. En áður en hann hefði náð
til hennar með hægri hendi sinni, hafi hlerinn dregizt
dálítið hærra upp og þumalfingur hægri handar þá
festst milli haldanna. Skipverjinn kallaði þá upp og
gerði viðvart um festuna. Var hlerinn þá látinn síga
niður, en ekki nóg til þess, að fingurinn losnaði, og allt
í einu lyftist hlerinn upp aftur, með þeim afleiðingum,
að hægri höndin klemmdist milli hierahaldanna og
gálgarúllunnar. Meiddist hásetinn svo stórkostlega, að
taka varð af honum höndina mánuði síðar.
Hásetinn taldi, að útgerðarfélagið væri skaðabótaskvlt
vegna slyss þessa, þar sem það hefði hlotizt af mistök-
um annarra skipverja í starfi þeirra í umrætt skipti, en
orsök slyssins hefði verið mistök manna þeirra, er fótu
með stjórn á vindu skipsins. Þeir hefðu dregið hlerann
upp, rneðan hann fyrst var að koma gálgakeðjunni fyrir,
og hafi það verið frumorsök slyssins, en aðalmeiðslin
síðan hlotizt, er hlerinn hafi verið dreginn upp í síðara
sinnið, í stað þess að láta hann þá síga niður. Á þessum
mistökum starfsmanna sinna eigi útgerðin að bera
ábyrgð. Nam skaðabótakrafa hásetans á hendur útgerð
togarans alls 552 þús. króna.
Af hálfu útgerðar togarans var krafizt sýknu af kröf-
um hásetans. Færði útgerðin það fram sér til sýknu, að
hásetinn hefði sjálfur átt alla sök á slysi þessu, þar sem
hann hefði ekki beitt réttum handtökum við verk sitt.
Auk þess mótmælti útgerðin almennt bótaskyldu
sinni.
Mál þetta var í héraði dæmt í sjó- og verzlunardómi
Reykjavíkur. Skipuðu dóminn í máli þessu, hinn reglu-
legi héraðsdómari og tveir sérfróðir menn, sjómaður
og skipstjóri. Sjódómurinn komst að þeirri niðurstöðu,
að það yrði eigi örugglega ráðið af gögnum málsins,
hvernig hönd hásetans hefði upphaflega festst. Hins
vegar var talið ljóst, að mistök vindumanna hefðu vald-
ið því, að hlerinn dróst upp og klemmdi höndina svo
mjög, sem raun gaf vitni um, er þeir vindumenn hefðu
einmitt átt að láta hann síga niður. Þá taldi sjódómur-
inn, að starf það, sem hásetinn hafði á hendi, er slysið
varð, væri verulega hættulegt, en ekki yrði séð, að
hann hefði sýnt vangæzlu við framkvæmd þess. Þar
sem slysið varð þannig að öllu leyti rakið til mistaka
vindumannanna, féll öll fébótaábyrgð á því á hendur
útgerðinni og var hún dæmd til þess að greiða hásetan-
um kr. 390.000.00 í bætur.
Útgerðin skaut máli þessu til Hæstaréttar og gekk
dómur þar fyrir skömmu. Urðu úrslit málsins þau, að
héraðsdómurinn var staðfestur.
Taldi Hæstiréttur það fram komið í málinu, að há-
setinn hefði, er slysið varð, beitt sömu handtökum við
vinnu sína, sem hann hefði áður verið vanur, og venja
hefði verið að beita, um borð í togaranum, án þess að
það hefði sætt aðfinnslum skipstjóra. Þar sem þessu var
þannig farið, starfið hættulegt og mistök hjá vindu-
mönnum, svo sem áður var rakið, þótti útgerðin eiga
að bera alla fébótaábyrgð vegna slyssins. Var henni
því, eins og sagt var, gert að greiða 390.000.00 krónur
í bætur og 28 þúsund krónur í málskostnað fyrir báð-
um dómum.
Hin milda vélvæðing þessarar aldar veldur því, að
notkun véla er orðinn svo snar þáttur í framkvæmd-
um öllum og framleiðslu til lands og sjávar, að varia
finnst sú vinnustöð, að ekki sé þar að meira eða minna
leyti beitt vélknúnum tækjum. Af þessu leiðir, að
fjöldi karla og kvenna eiga velferð og líkamsheill sína
undir því, að vel sé frá þessum vélum gengið og gæzla
þeirra í öruggum höndum. Hafa og af stjórnarvalda
hálfu verið settar margvíslegar reglur, er til öryggis
miða. En þrátt' fyrir margháttað eftirlit af hálfu hins
opinbera og góðan vilja þeirra, er með verkstjórn fara,
koma þó alltaf öðru hvoru fyrir slys, sem unnt hefði
verið að forðast, ef fullrar varkárni og aðgæzlu hefði
verið gætt. Fyrir dómstóla koma atvik þessi venjulegast
með þemi hætti, að þeir, sem fyrir slysum hafa orðið,
krefjast bóta.
Dómar í slíkum málum geta oft verið lærdómsríkir
og falið í sér lífsreglur, sem komið geta í veg fyrir slys
og óhöpp, ef þessum reglum er nægur gaumur gefirm.
Þeirri reglu hefur því verið fylgt um val á dómum til
frásagnar hér á þessum vettvangi, að taka til meðferðar
sem flest mál út af slysum á vinnustöðum.
í þetta sinn verður fyrir valinu skaðabótamál út af
slysi, sem varð við brúarsmíði haustið 1949. I septem-
bermánuði þetta ár var unnið að því að bvggja brú
yfir Múlaá í Skriðdal. Var brúarsmiðin á því stigi, að
Heima er bezt 315