Heima er bezt - 01.09.1956, Side 41
Með þessu hefti byrjar nýr þáttur í „Heiraa er bezt", sem
er fullkominn nýjung í íslenzkum tímaritum. Hann hefur
hlotið nafnið Hvað ungUr nemur. Eins og nafnið bendir
til, er hann einkum ætlaður æskufólki, aðallega á aldrinum
12—16 ára, en bæði eldri og yngri munu þó geta notið
hans. Hinn góðkunni skólamaður, Stefán Jónsson náms-
stjóri, annast ritstjórn þáttarins, en hann mun flestum
k.unnugri, af langri skólareynslu, áhugamálum æskufólksins
og hvers kyns lestrarefnis það helzt muni óska. Efni þátt-
arins verður greinar um land og þjóð, þar sem saman er
fléttað landlýsing og saga, þjóðsagnir og skáldskapur, eftir
Jtví sem efni standa til; þá verða þar sögur, stuttar og
langar, t. d. framhaldssaga, heilabrot, gátur, reiknings-
þratitir, tafl- og spilaþrautir, föndur, allt prýtt myndum
eftir föngum, o. fl., eftir því sem unnt verður að fá efni
liverju sinni. Hafa ýmsir góðkunnir menn heitið þættin-
um stuðningi sínum. Stærð þáttarins í hverju hefti verður
um 8 síður.
Mikið er nú rætt um lestrarefni unglinga, en mest af
þeim umræðum hefur snúizt í eina átt, þá að fordæma
tiltekið lestrarefni. Boðorðið hefur verið þetta: „Þú skalt
ekki“ lesa þetta eða hitt. Ætlun vor er að gera tilraun,
sem er jákvæð, ekki banna neitt eða vara við því, en leit-
ast við að beina lestrarfýsn unglinganna inn á þær brautir,
með aðgengiiegu lestrarefni, sem gefur þeim eitthvað til
gagns og skemmtunar í senn og beini jafnframt húg þeirra
að þjóðlegum verðmætum.
Oss væri kært, ef lesendurnir sjálfir vildu senda oss álit
sitt á þessari nýbreytni, ásamt tillögum sínum og óskum.
Mun verða reynt að mæta óskum þeirra eftir föngum.
Útgefandi.
heillastað, en marga þekki ég, sem telja að óskir, fram-
bornar á Helgafelli, hafi rætzt á undraverðan hátt. Ég
nefni hér aðeins einn vitnisburð af mörgum.
Sumarið 1924 komú til mín tveir danskir kennarar og
dvöldu hjá mér í Stykkishólmi einn fagran sumardag.
Ég gekk með þeim á Helgafell. Ég sagði þeim í stuttu
máli sögu Helgafells og sérstáklega um Helgafell sem
óskastað.
Þeir gengu hljóðir og hugsandi á Fellið og fylgdu
nákvæmlega öllum reglum.
Veður var ágætt og útsýn af Fellinu undrafögur.
Þjóðtrúin og fegurð héraðsins heillaði þessa ungu,
dönsku kennara. Sumarið eftir fékk ég bréf frá öðrum
þeirra, sem var búsettur á eyjunni Mön. f bréfinu stóð
meðal annars þetta:
„Ógleymanleg er mér koman á Helgafell. Fegurri út-
sýnar hef ég aldrei notið. Þakka þér fyrir sögurnar um
Helgafell. Ég tréii því nú fastlega að Helgafell sé óska-
staður. í fyrrasumar, þegar ég gekk á Helgafell, taldi
ég vonir mínar brostnar. í hljóði bar ég fram óskir
mínar á Helgafelli, og vonir mínar rættust.“
Þetta sagði danski kennarinn í bréfi til mín. Ef til
vill eru margir sama sinnis.
Kirkja hefur verið á Helgafelli frá því á landnáms-
öld, og um skeið var þar nunnuklaustur.
F.in af mörgum þjóðsögum um Helgafell er sagan
um tröllkonuna í Grímsfjalli, sem vildi granda kirkj-
unni. En sagan segir þannig frá:
„Þegar kirkja var fyrst reist á Helgafell, átti tröll-
kona ein heima í Grímsfjalli. Henni varð strax illa við
kirkjuna og þó sérstaklega við klukknahringingarnar,
því að þegar kirkjuklukkunum var hringt á Helgafelli,
þá dró úr henni allan mátt, og hún gat sig hvergi hrært.
Hún ákvað því með sjálfri sér að granda kirkjunni
með grjótkasti.
Einn góðan veðurdag velur hún sér allvænan stein,
sem vel mætti kalla klett, og varpar af hendi af fjalhnu
og stefndi á kirkjuna. Ekki hafði hún þó reiknað fjar-
lægðina rétt út, því að steinninn féll niður á svonefnd
Vogaskeið og er það unt 2—3 km frá Helgafelli. Er
þessi steinn enn til sýnis og er allvænn ldettur eins og
fyrr segir. Þreif þá tröllkonan annan stein, miklu minni,
og varpaði honum af miklu afli, en sá steinn flaug langt
yfir Helgafell og féll niður út í Hvítabjarnarey, en
hún er skammt frá Stykkishólmi,og er steinninn þar
enn sýnilegur, skorðaður í glufu á bjargbrún í eynni.
Hefur steinn þessi flogið um 5 km yfir markið.
Þá reiddist tröllkonan og þreif þriðja steininn og. ætl-
aði að varpa honum á kirkjuna og hefði þá vafalaust
hitt, en þá vildi svo vel til, að hringt var kirkjuklukk-
um á Helgafelli, og dró þá allan mátt úr skessunni, svo
að hún gat ekki hreyft steininn. Reyndi hún aldrei
framar að granda Helgafellskirkju.“
Útsýn frá Helgafelli er víð og fögur, eins og fyrr
segir. í norðurátt blasir Hrappsey við sýn. Þar var að
fornu höfðingjasetur, og einu sinni var þar prent-
smiðja. Á bak við Hrappsey sjást tveir einkennilegir,
strýtumyndaðir stapar. Þetta eru svonefndir Dimonar-
klakkar, en þeir eru oftast í daglegu tali nefndir Klakk-
ar, og eyjarnar í kringum þá Klakkeyjar. Þessir klakkar
eru dálítið misháir, en svipaðir í útliti. Dimon er ein-
kennilegt orð, og merkir það tvífjöll. Austur við Mark-
arfljót eru tveir svipaðir stapar, og eru þeir kallaðir
Stóri-Dimon og Litli-Dimon.
Þorvaldur Thoroddsen telur að Klakkarnir við
Hrappsey séu yfir 180 fet á hæð, eða um 60 metra háir.
Á milli klakkanna, er djúpur leynivogur eða lón. Þar
leyndi Eiríkur rauði skipi sínu síðustu dagana áður en
hann lagði upp í sinn fyrsta Grænlandsleiðangur. En
um veturinn hafði hann fullbúið skip sitt í Eiríksvogi
í Öxney, þar sem hann bjó.
Þegar litið er yfir eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar
frá Helgafelli, þá virðast þær eins og samfellt land, en
milli eyjanna eru þó víða skipgeng sund, og stórskipa-
leið liggur milli eyjanna inn á Hvammsfjörð. Heitir
leiðin Röst, þar sem hún er þrengst. Er þar straumur
svo stríður, að stærstu vélskip draga ekki út eða inn
Röstina á móti straumi, þegar fallið er harðast. Skipin
fara því jafnan út og inn um straumskiptin, um háflæði.
Stærsta byggða eyjan í Suðureyjum heitir Brokey.
Þótt aðaleyjan heiti þessu nafni, þá fylgja jörðinni marg-
ar smærri eyjar, sem hver heitir sínu nafni.
í Látrum í Vestureyjum eru 300 hólmar og eyjar,
sem gras vex á í „landareign“ jarðarinnar. Auk þess er
mikill fjöldi skerja og flúða, sem koma upp um fjöru.
Byggð í Breiðafjarðareyjum hefur mjög eyðzt á síð-
Heima er bezt 321