Heima er bezt - 01.09.1956, Side 45

Heima er bezt - 01.09.1956, Side 45
Höfundur: TOP NAEFF . ÞýSandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri BhJyJU SKOLASAGA FRA HOLLANDI OG VIN STÚLKUR HENNAR I. GLÆSTAR VONIR. eima hjá Jóhönnu var fámennt boð. Við borð- ið sátu þrjár beztu vinstúlkur hennar: Lilja, Nanna og Jenný van Marle. „Það gat ekki verið verra, sagði Jenný, um leið og hún hallaði sér fram á borðið. „Að fá nýjan nem- anda í sæti hjá sér í byrjun upplestrarvikunnar. Ég hefði miklu heldur viljað sitja ein við mitt borð. Þá hefði ég líka getað lyft hnjánum óhindrað og lesið á bókina, án þess nokkur tæki eftir í tímunum. Nýjan, ókunnan skólafélaga getur maður eltki beðið um hjálp, svona fyrstu dagana. — Áttu ekki meira te, Jóhanna? Það gerir ekkert til, þótt það sé þunnt. — Hún verður áreiðanlega undrandi þessi nýja stúlka, þegar hún kemst að því, hve samtaka við erum í því „að svindla“ í skólanum. Já, ég verð að segja það, að ég er píslarvotturinn í þessum sorgarleik. Áð skrifa á miða til vinstúlku minn- ar í tímunum lcemur ekki til mála fyrir mig.“ Jenný hætti snögglega að barma sér og leit í kringum sig og beið þess, að einhver hreyfði andmælum, en Lilja og Nanna sögðu samtímis: „Nei, vitanlega ekki.“ En heimasætan Jóhanna van Laer — ljóshærð og falleg, bætti við og dæsti: „Nei, — það er alveg af og frá.“ Jóhanna var sú eina í þessum hópi, sem aldrei hafði rangt við í skólanum. Hún hvíslaði aldrei. Hún leit ekki á miða, sem lagðir voru á borðið hjá henni, og hún bað aldrei um aðstoð. Aldrei bar hún saman við aðra útkomu úr dæmum í skriflegum reikningstímum. Hún var hlýðin og óskeikul. Lilja kallaði hana „engilinn11, en Jenný kallaði hana „kredit“, því að aldrei skuldaði hún neinum neitt. Hún var jafn vel undirbúin á mánu- dögum sem aðra daga vikunnar. Framkoma hennar var alltaf óaðfinnanleg. Háttprúð og elskuleg var hún, hvar sem hún kom og vakti athygli allra. Búðarfólkið tók henni eins og háttsettri frú,og í hverri ritfanga- og sæl- gætisbúð, var hún svo vel kynnt, að hún gat fengið smálán, ef henni lá á. Ef þær stallsystur þurftu nauð- synlega að fá eitthvað, sem þær gátu ekki greitt sam- stundis, þá var Jóhanna alltaf send inn í búðina til að biðja um lán. Virðuleg og hlýleg framkoma hennar vakti traust, og enginn gat neitað henni um neitt. Jó- hanna vissi þetta sjálf og tamdi sér háttprýði í fram- komu og snyrtilegan klæðaburð. „Þessi nýja stúlka væri líklega ágætur félagi fyrir Jóhönnu,“ gall allt í einu við í Jennýju. „Svona virðu- leg, falleg stúlka, sem aldrei þorir að hreyfa hönd né fót, nema eftir settum reglum, væri hæfilegur sessu- nautur fyrir engilinn hana Jóhönnu.“ „Á ég að hafa sætaskipti við þig,“ greip Jóhanna fram í, vingjamlega eins og hennar var vani, og um leið leit hún á vel snyrtar hendur sínar og brosti hlý- lega. Skap Jennýjar léttist við þetta óvænta tilboð. Hún leit brosandi til Jóhönnu og sagði: „Þú ert góður félagi „kredit“, þetta er vel boðið, og ég þakka kærlega boð þitt, en hvaða ástæðu getur þú fært fram fyrir tilboði þínu?“ „Segðu bara, að það sé svo mikill dragsúgur, þar sem við sitjurn," sagði Nanna, sem alltaf var svo ráðsnjöll, þegar á reyndi. „Nei, þá segði ég ósatt,“ sagði Jóhanna með áherzlu. „Ég nefni enga ástæðu, ég bara býð þetta.“ „Þið þurfið ekki að halda, að ykkur heppnist að fá Jennýju flutta í sæti Jóhönnu í aftasta bekk. Nei, ung- frú Veronika skilur fyrr en skellur í tönnum,“ skaut Lilja inn í samtalið. Hún sat ætíð í fremstu röð, var í góðu áliti í skólanum og fékk góðar einkunnir, en hún gat illa unað því, að Jenný fengi að flytja sig í aftasta bekk, þar sem hún gat hagað sér eins og henni sýndist og gert, hvað sem hún vildi, án þess kennarinn sæi. „Ef ég er ekki hæf til að setjast í þetta heiðurssæti Jóhönnu,“ sagði Jenný um leið og hún reis upp og leit yfir hópinn, „þá verð ég kyrr í mínu sæti í annarri röð. Það er þó alltaf betra en sitja í jremsta sæti,“ bætti hún við, og fjörlegu, brúnu augun skutu gneistum, er hún leit til Lilju. „Ef til vill verður þessi nýja stúlka ágætur sessunautur, sem lofar mér að gægjast á bók- ina og hvíslar, ef maður kemst í þrot.“ Jenný þóttist reyndar vita með sjálfri sér, að svona yrði þetta ekki, Heima er bezt 825

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.