Heima er bezt - 01.09.1956, Page 48

Heima er bezt - 01.09.1956, Page 48
RLAGASPILIÐ NIÐURLAG TÚ víkur sögunni til bankastjóra nokkurs í smá- bæ einum í Frakklandi. Hét hann Gaspard Pacifique, spilaði mikið bridge og lét drjúg- lega yfir færni sinni í því. Jafnan spilaði hann á móti konu sinni, sem honum þótti þó ekki mikið til koma við spilaborðið. Ekki tókst honum þó að afla sér annars betra mótspilara, en kvaðst þó ekki uppnæmur fyrir neinum, þótt hann hefði frúna í eftirdragi. Sótti hann fast á að fá að þreyta keppnina í Aix-les-Bains, en sá róður var þungur. Bar þar tvennt til. Þótti forráða- mönnum bridge-sambandsins franska hann naumast hafa verðleika til að keppa á öðru göfugasta móti landsins, og auk þess skorti hann tvo félaga til fylgilags í sveitina. Leitaði hann þeirra lengi, en árangurslaust, og undi illa við s\ro búið. Dag nokkurn á elleftu stundu kom honum snjallræði í hug. Einn af stærstu skuldunautum bankans var mað- ur að nafni Afaurice Cheval. Hann var ævintýramaður og kvæntur ævintýrakonu. Áttu þau ærið skuggalega fortíð, er hér var komið, og höfðu sætt ákærum fyrir ýmiss konar lagabrot, allt frá falsi og ofbeldi upp í morðtilraunir. Jafnan höfðu þau þó smogið í gegnum möskva réttvísinnar, en oft við illan leik. Cheval spilaði mikið og hafði getið sér góðan orðstír sem harðvítugur bridgemaður. Af frú Cheval fór að vísu ekki mikið spilaorð, en Hklegt þótti, að hún ætti nokkuð undir sér, því að oftar en hitt vann hún verðlaunin á spilakvöld- unum í saumaklúbbnum sínum, en þau voru einu sinni í viku. Varð nú bankastjóranum það fyrir að leita fulltingis Chevals-hjónanna. Mátti að vísu segja, að slíkur félags- skapur væri miður samboðinn heiðarlegum bankastjóra, en hér sannaðist hið fornkveðna, að betra er að veifa röngu tré en engu, enda sannast sagt, að betur rættist úr um styrkleik sveitarinnar en efni virtust standa til. Þótti nú sveitin hlutgeng, cr Cheval kom til, og lcið að mótinu. Greinir ekki frá viðskiptum af því öndverðu, en brátt dró þó til mikilla tíðinda og illra, er víða spurðust. I einu spilaherberginu situr maddama Pacifique í suðri, bankastjórinn í norðri. Eigi geta heimildirnar um andstæðinga þeirra í austri og vestri. Þjónn leggur á borðið bakka með gefnum spilum á. Þarna er komið mesta örlagaspilið, sem um getur í stuttri, en ævin- týraauðugri sögu bridgins. Norður: Spaði: Á, 10, 9, 8 Hjarta: Á, 7, 5, 4 Tigull: K, 3 Lauf: 8, 4, 2 Vestur: Austur: Spaði: 6, 5, 3, 2 Spaði:------------- Hjarta: K, D, G, 10 Hjarta: 9, 8, 6, 3, 2 Tigull: 8 Tigull: G, 10, 9, 7, 4, 2 Lauf: D, 10, 7, 6 Lauf: G, 5 Suður: Spaði: K, D, G, 7, 4 Hjarta:----------- Tigull: Á, D, 6, 5 Lauf: Á, K, 9, 3 Eins og áður er sagt, sátu bankastjórahjónin í norður og suður. Þau höfðu komið sér saman um smámerki, sem óneitanlega geta komið sér vel, en ýmsir góðir spilamenn kinoka sér þó við að nota. Hjónin skildu hvort annað prýðilega. Sagnirnar gengu eins og í sögu, og þcim lauk mcð sjö spöðum hjá frúnni í suðri. Þegar spilin í norðri voru lögð upp, andvarpaði frúin: „Ó, Gaspard, ég vildi, að þú ættir að spila þetta spil!“ Spilið hófst með því, að Vestur sló út hjartakóngi. Frúin tók með ásnum í borði og spilaði út trompi. Kom þá í ljós, að öll tromp andstæðinganna voru á einni hendi, í vestri. Vandaðist nú málið, en ekki þótti henni þó vonlaust að vinna spilið, ef tiglunum var jafnt skipt. Rcyndi frúin þá leið, en auðvitað brást hún í öðrum slag, og sögnin var töpuð. „Hvílík spilamennska!“ hrópaði monsjör Pacifique. „Enginn nema hreinasta fífl, eins og þú, hefði getað 328 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.