Heima er bezt - 01.09.1956, Page 57

Heima er bezt - 01.09.1956, Page 57
'Nr. 9-10 Heima 337 --------------------------------er bezt --------------------------- fyrir því, að þeir voru nú þarna með dauða manns á samvizkunni og sennilega lögregluna í hælunum! Og í hugskoti Hanks bærðist líka önnur hugsun: Þetta fólk hefur þjáðst nóg! Vöðvar hans hvöttu til hreyfingar, til gangs, til að komast út. En Glenn Griffin hafði tekið ákvörðun. Og niðurstöður Glenns Griffins voru alltaf réttar. Dan Hilliard hristi höfuðið. „Ég veit varla, hvað segja skal. Bíllinn er að vísu í skýlinu. Það eru ekki líkur til, að fleiri komi hingað, og ef þér reynið að taka hann út--------“ „Ég tek hann ekki út, Hilliard, það gerið þér!“ Orðin vöktu þögn í stofunni, og Hank Griffin greip andann á lofti. Þú ert vitlaus, Glenn, sagði hann við sjálfan sig. Vitlaus. „Um leið og orðið er vel rokkið, en ekki þó mjög seint, sjáið þér til, af því að óþarfi er að gana í flasið í bílum njósnaranna. Það verður að vera fátt um mann- inn á götunni. Þér farið út í skýlið og takið skiltin af. Og svolítið enn: Þér setjið skiltin á bílnum hennar Rauðkollu á hann í staðinn, enda veit ég, Hilliard, að þér viljið ekki láta taka yður fastan fyrir að aka óskrá- settri bifreið! Slíkt gæti orðið mannorði yðar slæmur hnekkir.“ „Griffin------“ Nú var það Robish, sem talaði, og hann kom þrammandi eftir ganginum. „Griffin, ef þeir klófesta þenna náunga, kemur á hann kjaftaræpa. Láttu bílinn vera þar, sem hann er.“ „Er þetta rétt, Hilliard? Haldið þér í raun og veru, að losna mundi um málbeinið á yður?“ Dan Hilliard hristi höfuðið hægt, enga svipbreytingu var að sjá á andliti hans. Hank, sem var kyrr inni í skonsunni, hrærðist enn til meðaumkunar, því að sjálfur hafði hann árum saman mátt þola biturlega ertni bróður síns. — Hann hataði hana. Elann knýtti hnefana eins og til að drepa þessa samúðarhneigð: hvern fjárann varðaði hann um þetta fólk? Hilliard var ekki annað en dimlilmenni, sem lifði lífi höfðingjasleykjunnar, fer til vinnu á hverjum degi, eldist mjög fljótt, að ástæðulausu! Auli! „Þarna getur þú nú séð, Robish, Hilliard er hyggn- ari en svo að fara að fleipra einhverju út úr sér, þótt hann yrði gripinn. Ég treysti Hilliard. Hann myndi gera mig höfðinu styttri, ef hann gæti, en nú er honum ljóst, að því verður ekki fram komið, og þess vegna mun hann inna sitt hlutverk drengilega af hendi. Ég hef komið við hann og treysti honum því. Hlustaðu á mig, Hank. Það er eina ráðið til að vekja traust ann- arra, að kreppa svolítið að þeim.“ Vanaviðkvæðið, hugsaði Hank og fékk andköf. Vana- viðkvæði. Hann hafði svo sem heyrt þetta fyrr. Og hann varð meira að segja að viðurkenna, að hann hafði rétt fyrir sér. Glenn minnti hann á, að síðast, þegar Hank bað hann að fara, hefði stóri bróðir getið þess, að Hilliard væri ekki treystandi, c'f einhver úr fjöl- skyldunni væri ekki látinn fljóta með. Þess vegna hafði Glenn ákveðið að taka konuna og dótturina, er þeir færu. Hank hafði mótmælt: ekki stúlkuna. En bros Glenns hafði að engu gert æsingu hans, hæðnislegt, athugult tillit hans hafði kæft hana, enda þótt Glenn hefði fallizt á málamiðlun og yppt öxlum: Mér er þá fjandatis sama, þótt við tökum strákinn, Hank, ef þú ert þá ánægður. En ég ætla að biðja þig að gerast ekki of mjúkur og meyr. Kveifaraskapur hefnir sín alltaf. Nei, Hank varð ekki blautgeðja. Ekki úr því, sem komið var. í þetta skipti mátti hann eiga á öllu von. Hann hafði að vísu ekki drepið mann, en það hafði þessi asni, hann Robbish, gert, og rafmagnsstóllinn beið því þeirra allra. Að minnsta kosti mundu þeir verða dæmdir í ævilangt fangelsi. Hann vildi ekki láta taka sig höndum. En ef Glenn héldi áfram að tefla svona djarft, mundu þeir verða að súpa seyðið af allri vit- leysu hans og finna handjárnin hörð og köld kreppa að úlnliðunum. En hann vildi ekki láta fara svo með sig. Áður en svo langt gengi, myndi hann taka til sinna ráða. Hann vildi ekki eiga á hættu, að Robish beindi skammbyssunni að baki honum eftir allt, sem gerzt hafði kvöldið áður. Framhald. I sjávarháska Framhald. af bls. 312. .... fiskaði ágætlega á „mínu“ miði. Ég reri mörg sumur í Grímsey eftir þetta; fiskaði oft vel og varð aldrei fyrir neinu óhappi. Mér og björgunarvinum mínum, Færey- ingunum, kom saman um að minnast sem allra minnst á björgunina út í frá og það annað, hve hætt ég hefði verið kominn, — til þess að vekja ekki óhug eða umtal hjá fólki. Ég hef ekki skrifað neitt um þetta efni áður, nema eina tileinkun, og fátt um það fengizt út í frá, varla á það minnzt við nánustu frændur og vini. Þetta er svo geigvænlega dýrkeypt reynsla, sem maður vildi ekki öðlast í annað sinn, hvað sem í boði væri. Umtal og flimtingar um jafn ægilegt efni vill maður því varast: ------„Á landamærum lífs og dauða leikur enginn sér.“----- En þegar ég þýddi bókina „Nýr bátur á sjó“, eftir danska skáldið Tomas Olesen Lpkken, 447 bls., útgef- in af ísafoldarprentsmiðju 1937, og nú löngu uppseld, eru eftirfarandi orð prentuð með fögru skrifletri á forsíðu: „íslenzkun bókar þessarar er tileinkuð færeyska fiski- manninum ANDREAS er bjargaði þýðanda hennar úr sjávarháska nyrzt í Atlantshafi, síðsumars 1931.“ — Þýðandinn.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.