Heima er bezt - 01.12.1960, Page 5

Heima er bezt - 01.12.1960, Page 5
Frú Jakobína Johnson með jólakortin sin. helgisiða úr kirkjulífi Breta, en fengu því ekki ráðið, fluttust margir vestur um haf í byrjun 17. aldar. Mót- uðu þeir um langt skeið öðrum fremur trú og menningu Nýja Englands-fylkjanna á austurströnd Bandaríkj- anna. Þessir menn voru margir miklir fyrir sér, vissu hverju þeir trúðu og hvað þeir vildu, og þoldu enga undanlátssemi um það, er þeir töldu rétt. Engum kemur á óvart, að þeim hætti til þröngsýni og harðneskju. En upp úr dæmalausri siðgæðisalvöru þeirra spratt ýmislegt það, sem bezt hefur dugað til menningar hinni miklu Þ)óð; Þótt trú púritana væri upphaflega ekki kalvínsk, mót- aðist hún mjög í þá átt, er fram leið. Skraut vildu þeir ekki hafa í kirkjum sínum. íburðarmikið hátíðahald þoldu þeir ekki. Þeir bönnuðu jólatré! Kann ég ekki þá sögu lengri — nema hvað sagt er, að bömum púritan- anna hafi þótt jólin dauf — án jólatrés, án skrauts, án leikja, án alls þess gamans og gleðiláta, sem fylgt hafa jólunum síðan í forneskju. Börnin hafa líklega hugsað sér að breyta þessu, þegar þau yrðu stór, og látið af því verða. Jólatréð var innleitt aftur, og skrautið og gamanið, og kennir nú hvergi púritanskra áhrifa á jóla- haldið vestra, svo ég viti til. Þetta var á sinn hátt ávinn- ingur — en kannske ekki eintómur ávinningur. Því að þótt flest gott sé að segja um útlitsfegurð og saklaust gaman jólanna, þá á hin eiginlega jólagleði aðrar og dýpri rætur. Líklega skildu gömlu alvörumennirnir það betur en niðjar þeirra. — Jólin nálgast nú, í austri og vestri. Óefað munu frændur okkar vestan hafs flestir halda þau með amerískum blæ. Fyrir 5. og 6. ættliðinn vestra er ameríslct land, tunga og þjóðvenja, orðið lífsveru- leikinn sjálfur. ísland gerist fjarlægt í rúmi og sögu. Þetta er eðlilegt og auðskilið. Jafnvel okkur, sem heima búum og landsins tungu tölum, verða langalangafar 'okkar og -ömmur fjarlægt fólk og óverulegt. Aðeins fá- ir líta með áhuga til baka. En það hygg ég, að við yrðum undrandi, ef við á þessum jólum gætum skyggnzt vestur um amerískar víð- áttur og séð, hve margir þeir eru þrátt fyrir allt, sem enn leitast við að varpa íslenzkum blæ yfir jólin sín — með aðfangadagshelgi og íslenzkum jólasöngvum. Heima er bezt 449

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.