Heima er bezt - 01.12.1960, Side 12

Heima er bezt - 01.12.1960, Side 12
og er hann vildi ekki þýðast hana, hneppti hún hann í álög. Við það sturlaðist maðurinn. En nokkru síðar kom systir stúlkunnar til hans í draumi og réð honum til þess að ferðast suður að Breiðabólstað og meðtaka altarissakramentið úr kaleiki þeim, sem væri með svart- an blett á botninum. Maðurinn lagði leið sína suður að Breiðabólstað, meðtók sakramentið úr kaleiknum og varð alheill. Sveinn læknir telur söguna vera sanna. Af því að hér er getið Sveins læknis Pálssonar má til gamans geta samtíðarmanns hans, ekki síður nafntogaðs, en það var séra Jón Steingrímsson á Prestbakka. Hann virðist yfirleitt hafa átt í brösum við þá Fljótshlíðinga og sagði sínar farir ekki sléttar í viðskiptum við þá. Getur hann þess fyrst er hann fór sem unglingspiltur í kynnisför austur undir Eyjafjöll að hitta föðurbróður sinn síra Sigurð í Holti. Síðustu nóttina áður en þang- að kom var gist í Fljótshlíð. Var þá steypiregn svo ekki þótti fært að tjalda, en farangur borinn í fjós á kotbæ þeim sem Stuðlakot heitir, og síðan lagzt þar til svefns. Um miðmorgunsbil morguninn eftir vaknaði Jón sárlega þyrstur, en fann ekki annað vatn til drykkjar heldur en það sem mórautt var eftir rigninguna. Sá hann þá hvar rauk á næsta bæ, Kollabæ, sem virtist myndarbýli. Hugðist hann fara þangað og beiðast drykkjar. Gekk hann þar inn um opnar bæjardyr, bauð guð í hús og hitti að máli konu er skók strokk í búri. Bað Jón hana að gefa sér þyrstum að drekka, en þegar hún frétti að hann væri norðlenzkur brást hún hið versta við. Taldi hún Norðlendinga framfúsa eins og hunda í hvers manns hús og bað hann aftur út snauta og það hið skjótasta. Fór svo að hún rak Jón út úr búrinu, sló dyrum í lás en bauð honum að drekka úr skolavatnspotti, sem stóð í bæjardyrum, hvað Jón þáði, Þótti honum fótur sinn fegurstur að komast frá þessari \vondu og miskunnarlitlu konuskepnu. Áþekkar viðtiikur fékk Jón sama dag þegar hann bar að garði í Múlakoti, sem er nokkru innar í Hlíðinni. Hafði hann farið götuvillt heim að bænum og reið fyr- bragðið yfir túnið. Það hefur alltaf verið heldur illa séð, ekki sízt rétt fyrir sláttinn. Þegar Jón kom í hlað á Múlakoti stóðu þrjár konur úti fyrir dyrum og vildu vita deili á manni þiem, er gerðist svo ósvífinn að traðka niður svörð og gras á heimatúni. Sagði Jón hið sanna urn heimilisfang sitt og kvaðst vera kominn norð- an úr landi. Við það ærðust kvensniftimar þrjár, kváðu Norðlendinga alla vera hina mestu skelma, og áður en Jón varði höfðu þær þrifið hann af baki, náðu sér í vönd og hugðust taka hann og hýða. Brauzt Jón um sem orkaði og slapp naumlega við hýðingu. Nokkrum árum seinna var Jón Steingrímsson enn á ferð í Fljótshlíð og lenti þá í sömu ógæfu og áður að fara með lest sína yfir slægjuland bóndans á Grjótá. Bóndinn, sem Páll hét, sá til ferða Jóns og hljóp móti lestinni með kaðal í hendi og hyski sitt allt á hælum sér með hundum og hrossabrestum. Tókst bónda og Ityski hans að flæma hesta Jóns út í fen og foræði þannig að baggar steyptust af tveim hestanna. Sá Jón að ei var til góðs að gera, réðist á bónda, brá honum hælkrók og skellti niður á milli þúfna, en hljóp síðan reit af reit til „kvenskrattanna“ og bylti hverri niður eftir aðra. Kvaðst Jón hafa komizt í hinar mestu herkj- ur við illþýði þetta, en á meðan þessu fór frani dreifð- ust hestar um allt heimatún Grjótárbónda og orsökuðu margfalt tjón á við það sem annars hefði orðið. Rétt um það leyti, sem Jón Steingrímsson átti í brös- um við þá Fljótshlíðinga var sá sóknarprestur þar í Hlíðinni, sem Magnús hét Einarsson, lítill kennimað- ur, en þeint mun meiri kvennamaður og þótti ekki meir en í nteðallagi kynntur meðal sóknarbarna sinna. Nokkru mun og hafa ráðið að bændur þóttust ekki óhultir um eiginkonur sínar fyrir honum. Síra Magnús hlaut mikið ámæli fyrir kvensemi sína og var bæði kærður fyrir hórdóm og heitrof auk þess sem hann varð að greiða sárabætur fyrir að taka eiginkonu frá bónda hennar. Ein kynlegasta lögfesta, sem til er í gömlum skjölum, er í sambandi við kvennamál síra .Magnúsar.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.