Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.12.1960, Blaðsíða 21
sveppagró, inosa- og burknagró í neðstu loftlögunum, og það oft í ríkum mæli. í ljós hefur komið, að mergð þessara lífagna er breytileg á ýmsum tímum sólarhringsins, og virðist svo sem hver tegund eigi þar lág- og hámarkstíma. I Eng- iandi, þar sem þetta hefur verið bezt kannað, hefur reynslan orðið að t. d. er mest af gróum kartöflumygl- unnar um hádegisbilið, en hins vegar er hámark margra ryðsveppa um miðaftansleytið. Þó virtist sem magnið af ýmsum gorkúlugróum væri nokkurn veginn jafnt allan sólarhringinn. Lítill vafi leikur á því, að mestur hluti þessara gróa kemur frá plöntum, sem vaxa upp úr jarðveginum, eða Iiggja ofan á honum t. d. í visnuðum laufhrúgum, eða lifa á stönglum og blöðum ýmissa blómplantna. Þó má gera ráð fyrir, að bakteríur og gró sumra sveppa, t. d. gersveppa, komi úr jarðveginum sjálfum. Slík gró þyrl- ast upp úr þurri jörð með vindi, enda er það staðreynd, að þeim fjölgar mjög í loftinu í stormum, og eins á vorin, meðan plæging stendur yfir. Yfir höfunum. Loftsýnishorn hafa sýnt, að þegar vindur blæs af iandi finnast lífagnir í loftinu yfir höfunum hundruð mílna frá næstu strönd. Samt er það svo, að yfir sjálf- um úthöfunum er loftið dauðhreinsað að mestu. Frjó- dust berst þó í lofti alllangt frá landi, en það minnkar fyrr og fljótar en bakteríur og sveppagró þegar strönd- in fjarlægist. Allt um það fellur trjáfrjó reglulega úti á reginhafi, það finnst einnig á ströndum Grænlands og mörgum einmana eyjum í úthöfunum. Að vísu er það iítið, en þó svo mikið, að mælanlegt er. Efri loftlögin. 1 efri loftlögunum hafa menn einnig getað safnað frjóum og öðrum lífögnum, sem loðað hafa við loft- belgi og flugvélar. Ætla mætti, að lífögnunum fækkaði verulega eftir því sem fjær dregur jörðu. Sú er og raunin á að minnsta kosti í fyrstu, og alllangt upp eftir. En svo gerist það, að í 2000—3000 metra hæð verður fyrir oss loftlag, þar sem lífögnunum tekur aftur að fjölga mjög verulega. Hafa sumir fræðimenn haldið því fram, að þarna væri eins konar stöðugt lífagnalag í gufuhvolfinu. Svo mun þó ekki vera beinlínis. Heldur mun þessi snögga aukning stafa af því, að úr lögunum fyrir neðan hafa lífagnirnar skolazt í rigningum. Oft er mjiig mikið af lífögnum neðan í skýjum, og er ekki ósennilegt, að það stafi af því, að þær hafi safnazt í úðadropa, sem borizt hafa upp við uppstreymi lofts og safnazt í skýjunum. Enn skortir verulega á, að nægileg- ar mælingar séu gerðar í hærri loftlögunum yfir höfun- um. Þó virðist svo, samkvæmt þeim athugunum, sem fyrir hendi eru, að yfir úthöfunum sé loftið því meng- aðra lífögnum sem ofar dregur í veðrahjúpnum. Eins og þegar var getið, er loftið tiltölulega mjög hreint næst haffletinum en í nokkurra þúsund metra hæð þar yfir er verulegt magn af bakteríum, sveppagróum og frjókornum. Þetta mætti helzt skýra á þann veg, að lífagnir þær, sem borizt hafa í loftinu út yfir höfin frá þurrlendinu hafi skolazt burt úr neðri lögunum, en haldi sér hins vegar að mestu svífandi í efri loftlögun- um. Enn er ókannað að mestu, hvernig þessu er háttað í heiðloftunum fyrir ofan veðrahjúpinn. Það er staðreynd, að ýmis sveppagró, er valda plöntu- sjúkdómum berast í loftinu fjarlægðir, er nema tugum eða hundruðum kílómetra. I Bandaríkjunum hafa menn nú árum saman fylgzt með þessu ferðalagi gróa hveiti- ryðsveppsins fram og aftur. Hefur mönnum tekizt með því að vera viðbúnir þegar plágan dynur yfir og gera varúðarráðstafanir, sem borgið hafa stórkostlegum verð- mætum. Snemma sumars koma gró þessi upp sunnar- lega í iandinu og berast síðan norðureftir, en undir haustið bera loftstraumar þau aftur suður á bóginn. Allt um þetta hafa þó sveppir þessir ekki borizt um alla jörð. Uthöfin, háir fjallgarðar og víðlendar eyðimerkur virðast vera þær tálmanir, sem þeir fá ekki yfir stigið, eða öllu heldur, þeir eru fallnir til jarðar eða hafa tap- að grómagni sínu áður en þeir hafa komizt yfir slíka þröskulda. Örlög lífagna þeirra, sem í loftinu svífa geta orðið með ýmsu móti. Sumar deyja af þurrki eða geislun, en flestar enda för sína með því að falla til jarðar,*lifandi eða dauðar. Sumar detta sjálfkrafa, en aðrar berast til jarðarinnar með regni, snjó eða hagli. Enda þótt enn skorti mjög á um að fullkannað sé, hvað berist til jarð- ar af lífögnum með úrkomunni, er það víst, að í regn- vatni er fjölskrúðug flóra af bakteríum, þörungum, sveppa- og mosagróum og af frjódusti. Þótt það sé að vísu kunnugt, að meginþorri allra gróa falli til jarðar tiltölulega nærri uppruna sínum, er það einnig stað- reynd, að þær lífagnir, gró og annað, sem á annað borð komast upp í hin hærri loftlög, berast ótrúlega langar leiðir með loftstraumum, unz þeim að lokum skolar niður í regni eða snjókomu. Þegar vér hugleiðum allt þetta, hlýtur spurningunni að skjóta upp í hug vorum, hvort lífagnir séu á sveimi lengra úti í geimnum en veðrahjúpur nær, þ. e. í hin- um yztu lögum gufuhvolfsins eða jafnvel utan þess. En til þess að komast að raun um það, þarf að finna nýjar rannsóknaraðferðir. Þegar geimsiglingar hefjast opnast nýjar leiðir, og ef til vill mætti það takast að safna líf- ögnum ekki aðeins úr geimnum heldur einnig úr gufu- hvolfi annarra hnatta. Þannig blasa sífellt við ný og ný viðfangsefni, og vissulega nálgast sá tími óðfluga, að vér fáum kynnt oss, hvað um er að vera úti í hinum víða geimi, eða jafnvel í næsta nágrenni annarra himin- hnatta en jarðar vorrar. Það er eggjun til vísinda- mannanna um að gera rannsóknaraðferðimar á voru eigin gufuhvolfi sem fullkomnastar, svo að þær megi verða traustur grundvöllur hinna, sem lengra sækja. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. (Endursagt úr Endeavour.) Heima er bezt 465

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.