Heima er bezt - 01.12.1960, Síða 32
seinast fram úr því, aðeins borðið og tveir kassar til
að sitja á.
Geirlaug bar fyrir þá pottbrauð og smjör og sætt
skyr og nýmjólk.
„Alltaf er skyrið jafngott hjá þér,“ sagði Hartmann.
„Ellegar pottbrauðið, þvílíkt indæli.“
„Hvernig gengur nýju ráðskonunni að baka brauðið
og búa til skyrið?“ spurði Geirlaug dálítið kímin.
„Ja, ef þú átt við Asdísi gerir hún lítið að því að
hugsa um matinn. Kerlingargarmurinn gerir það. Það
kom þarna kona og óskaði eftir húsmennsku hjá okk-
ur. Það var talsvert lán að fá hana,“ sagði Hartmann.
„Mér þykir vænt um að heyra það að Arndís fékk
einhverja hjálp við bæjarverkin, hún er engin mann-
eskja til að hugsa um þau með barninu,“ sagði Geir-
laug. „Kunna ekki kýrnar vel við sig?“
„Jú þær kunna bærilega við sig. Ég var nú svo skyn-
samur að reka þær í landareignina með aðfalli," sagði
hann.
Kristján lagði ekkert til málanna, heldur gekk inn í
baðstofu án þess að biðja um leyfi. Það var heldur eyði-
legt um að litast, aðeins sængurföt í einu rúmstæðinu.
En gólfið var hvítskúrað há Geirlaugu. Það voru ekki
margir til að óhreinka það fyrir henni núna. Hann
ætlaði að líta inn í hjónahúsið en það var læst og lyk-
illinn hvergi sjáanlegur. Hvaða erindi átti hann svo sem
þangað inn, útrekinn ræfill úr paradís. Hann sneri
fram aftur. Þau voru eitthvað að tala um kýmar enn þá.
„Hvenær áttu von á nýja húsbóndanum, Geirlaug
mín?“ spurði hann.
„Hann hlýtur nú að fara að koma, ef hann ætlar
nokkuð að hafa fyrir því,“ sagði Geirlaug. „Annars
kann ég vel við mig meðan nóttin er svona björt.“
„Hver lét þig hafa þessa nýju skilvindu?“
„Stefán í Þúfum kom með hana strax daginn eftir að
ég varð einbúi. Mér þótti vænt um það. Ég hefði orð-
ið í vandræðum með mjólkina.“
„Hver geymir reyfin af kvígildisánum og þeim sem
tilheyra Rósu?“ spurði Kristján.
„Þau eru flutt heim í skemmuna hérna og ég læsi
henni svo enginn komist þangað inn,“ sagði Geirlaug
og brosti.
„Hvað skyldi þessi skollaleikur eiga að þýða, því
enginn annar en Stefán verður ábúandinn,“ sagði Hart-
mann gamli.
Svo kvöddu þeir og fóru suður að stekknum. Ásdís
var búin að troða reyfunum í þrjá poka þegar þeir
komu og var talsvert aðsópsmikil. „Það er naumast
þið voru tíma heima hjá kerlingunni,“ sagði hún. „Ég
hafði nú enga löngun til að éta glundrið hjá henni.“
„Þér finnst þú eitthvað hafa stækkað síðan þú fluttir
að Bakka. Þú hafði þó góða lvst á matnum hjá henni í
vetur hefur mér sýnzt,“ sagði Hartmann.
„Ég fór heim að Bala og fékk mér þar kaffi,“ sagði
hún.
Kristján skipti sér ekkert af samræðum þeirra, held-
ur fór að hugsa til heimferðar. Kerran var hlaðin af
pokum og flutt á klökkum líka og varð þó að skilja
eftir nokkra poka. Það ætlaði gamli maðurinn að sækja
daginn eftir. Kristján óskaði þess að hann þyrfti aldrei
að sjá Hof framar. Hann hefði átt að flytja eitthvað
svo langt í burtu að hann hefði aldrei heyrt neitt frá
þessari sveit.
Ásdís var fjarska kát á heimleiðinni, söng og gaspr-
aði um allt sem henni datt í hug við Hartmann gamla.
Kristján talaði ekki orð frá vörum alla leiðina.
„Ekkert skil ég í þér Kristján að þú skulir aldrei
láta heyrast til þín, annar eins söngmaður og þú varst
og ert náttúrlega enn þá. Það er nú heldur mikið að
taka sér svona nærri þó konan færi frá þér. Hún var
víst ekki það ,metfé‘ heyrist mér á fólkinu hérna í
sveitinni,“ sagði hún.
Þá sveiflaði Kristán svipunni yfir herðar henni og
sagði: „Geturðu aldrei haldið þér saman eða verið svo
langt frá mér, að ég heyri ekki til þín.“
Það buldi náttúrlega ekki á beini, því hún var vel
klædd, en klárinn tók viðbragð þegar hann heyrði
hvininn í svipunni og skeiðaði inn bakkana. Eftir það
var hún á undan og söng ekki framar.
En Hartmanni gamla var nóg boðið: „Þú bara lem-
ur hana svona eins og bykkju,“ sagði hann ávítandi.
„Hún getur líklega látið það vera að lítilsvirða Rósu,
ómyndin sú arna,“ sagði Kristján.
„Ég er smeykur um að hún byndi ekki skóþvengina
sína hjá þér lengi ef þú kemur svona fram við hana.“
„Mér þykir það ólíklegt að þú sért ekki búinn að
sjá það að ég yrði þeirri stundu fegnastur, sem hún
færi frá augunum á mér,“ sagði Kristján.
„Það er ekki gaman að losa sig við tryggan hund en
það hefur maður þó séð að kvenfólkið er ekki betra
viðureignar. Þú ættir þó að virða dugnaðinn hennar,
hann er mikill.“
„Ég er orðinn sárleiður á honum eins og öllu öðru í
fari hennar fyrir löngu,“ sagði Kristján.
Þeir riðu þegjandi, hálfsofandi, nokkra stund. Þá reis
sólin upp og gyllti haf og hauður.
„Það má nú segja að það er vorfallegt hérna á
Ströndinni," sagði gamli maðurinn loðmæltur af svefni.
„Það er með það eins og dugnaðinn hennar Ásdísar.
Ég er hættur að sjá það fyrir löngu,“ svaraði Kristján.
„Það er nú varla hægt annað en sjá það hvoru
tveggja. Þú mátt ekki láta bölvað ólánið buga þig
svona maður. Taktu Ásdísi í bólið til þín þó hún sé
ekki eins fín eins og hin. Hún er ekki ógeðslegur kven-
maður,“ sagði Hartmann. „En ég er hræddur um að það
hafi fokið illilega í hana við þig sem von var til. Það
hyllir undir hana langt inni á Strönd.“
„Slíkt kemur ekki til nokkurra mála að ég skipti mér
af þeirri manneskju framar,“ hreytti Kristján út úr sér.
Þegar þeir komu í hlaðið stóð reiðhestur Ásdísar
bundinn við hestasteininn. Söðlinum hafði hún sprett
af og hent honum á hlaðið. Það var söðullinn hennar
Stínu gömlu á Bala. Hvort hann var orðinn eign Ás-
dísar vissi enginn. Framhald.
476 Heima er bezt