Heima er bezt - 01.12.1960, Side 34

Heima er bezt - 01.12.1960, Side 34
Glæsilegur vinningur í nýju „Heima er bezt“ verðlaunagetrauninni SUPERMATIC SAUMAVÉL að verðmæti kr. 8.100.00 í þessu hefti byrjum við á nýrri verðlaunagetraun, og að þessu sinni eru verðlaunin alveg sér- staklega eftirsóknarverð. ELNA heimilissaumavélin er þekkt og dáð um allan heim, enda er ELNA supermatic fvrsta sjálfvirka saumavélin í heimin- um. Að eignast eina mun auka hamingju yðar, og nú gefst áskrifendum ,,Heima er bezt“ óvenjulegt tækifæri til að eignast þessa stórkostlegu saumavél hér um bil fyrirhafnarlaust, og algjörlega ókeypis, með því að taka þátt í hinni skemmtilegu getraun sem hefst í þessu hefti. Öldum saman voru fornsögurnar eftirlæti þjóðarinnar. Þær voru ,,langra kvelda jólaeldur", sá ylur, sem þjóðin ornaði sér við andlega. Þeim eigum vér að þakka öðrum fremur varðveizlu tungu vorrar og þjóðerniskenndar. Og enn eru íslendingasögur, þrátt fyrir breyttan smekk, hið sígilda lestrarefni ungum og gömlum. Ymis orðtök og setn- ingar úr þeim hafa legið almenningi á tungu kynslóð eftir kynslóð. Getraun „Heima er bezt“ að þessu sinni, er úr fslendingasögum. Hún verður lítilsháttar prófsteinn á hver ítök þær eiga i hugum þjóðarinnar, og hversu tiltæk þekk- ing manna er á þeim. Getraunin verður í fjórum þáttum, og verða þrjár spurn- ingar í hverju hefti. Skrifið niður svörin og geymið þau þar til allar spurningarnar hafa verið birtar. Og hér koma þá þrjár þær fyrstu: Hverjir sögðu eftirfarandi, og úr hvaða sögum eru setningamar: 1. „Fögur er hlíðin, svá at mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst — bleikir akrar en slegin tún.“ 2. „Þar launaða ek þér lambið grá.“ 3. „Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar.“ Aukaverðlaun í getrauninni verða íslendingasögumar, 13 bindi. 478 Heima er bezt Takið þátt í þessari skemmtilegu getraun. Framhald getraunarinnar birtist í næsta blaði.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.