Heima er bezt - 01.12.1960, Side 35

Heima er bezt - 01.12.1960, Side 35
486. Þegar búið er að ganga frá hleran- um og fela stigann, opnar gamli maður- inn dyrnar og hleypir skipstjóranum inn. Hann er í versta skapi og spyr eft- ir Láka í ógnandi róm, sem er í fullu samræmi við útlit hans. 487. Móðurbróðir Láka sneiðir hjá beinu svari. En hann er ekki vanur að fara með ósannindi. Og þegar skipstjór- inn herðir sóknina og spyr ógnandi, hvort hann viti þá ekki, hvar Láki sé niðurkominn, játar gamli maðurinn því. 488. „Þá geturðu sagt, hvar þeir hafa falið sig!“ þrumar skipstjórinn. „Það segi ég aldrei," svarar gamli maðurinn. Skipstjórinn verður alveg hamslaus af bræði og ræðst á gamla manninn af mik- illi heift. 489. „Ég skal svei mér kenna þér að opna kjaftinn!" þrumar skipstjórinn og hrindir gamla manninum um koll á gólfið. Svo þrífur hann stafinn hans og ræðst síðan grimmdarlega að honum á ný. 490. Nú getur Láki ekki stillt sig leng- ur. Án þess að hugsa um sjálfan sig, og þá hættu, sem yfir honum vofir, opnar hann hlerann á loftinu og kall- ar ofan til skipstjórans: „Ég er hérna uppi . . . !“ 491. Skipstjórinn glápir upp í loftið og horfir alveg forviða á Láka. Síðan skipar hann honum að koma tafar- laust niður til sín. „Annars skaltu sannarlega fá að kenna á því, karlinn minn!“ 492. „Nei, ég ætla að vera hérna uppi!“ svarar Láki. Hann hirðir ekkert um hót- anir skipstjórans. Skipstjórinn fer að leita og finnur loks stigann og ætlar svo að fara npp og sækja Láka. 493. En Láki er á verði. í sama vet- fangi og skipstjórinn stingur höfðinu upp um hleraopið, þrífur Láki stóra koparfötu rétt hjá sér og smellir henni ofan yfir hiifuðið á skipstjóranum. 494. Skipstjórinn getur með engu móti losað sig við þennan óvænta og erfiða koparhjálm, sem situr blýfastur á höfði hans, og öskrandi af bræði missir hann jafnvægið og dettur ofan úr stiganum .. .

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.