Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 4
BJÖRN JÓHANNSSON, YOPNAFIRÐI: Oddný A. Methúsalemsdóttir Ytri-Hlíð í Vop nafiréi egar farið er inn Vesturárdal í Vopnafirði og komið er inn fyrir miðjan dal, blasir bærinn Ytri-Hlíð við, norðvestan árinnar. Þar gefur að líta stór tún og reisulegar byggingar, en það sem vegfarandinn tekur einkum eftir er stór skrúðgarður sunnan og suðvestan við bæinn, stærri en almennt ger- ist á íslenzkum Sveitabæjum, tæp dagslátta að stærð eða 2500 fermetrar. Þessi garður hefur oft verið kenndur Oddnj A. Methúsalemsdóttir 15 ára. við húsfreyjuna á bænum og kallaður „Garðurinn henn- ar Oddnýjar í Ytri-Hlíð“, enda er garðurinn fyrst og fremst hennar verk, þótt segja megi að aðrir hafi þar eitthvað að unnið. Hún hefur sjálf ráðið allri tilhögun garðsins, gróðursett plönturnar, hlúð að þeim og ann- azt eins og þær væru börnin hennar. Það mun hafa verið árið 1945 að þau Hlíðarhjón fluttu í nýtt hús, en bærinn hafði áður staðið mun ofar Oddný og Friðrik Sigurjónsson. Giftingarmynd. 224 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.