Heima er bezt - 01.07.1966, Side 13

Heima er bezt - 01.07.1966, Side 13
MAG-NUS GUNNLAUGSSON: Grímur sauéamaéur (Niðurlag). Hún hafði því strax við komu Gríms að Fögrubrekku tekið þá ákvörðun, að sýna honum aldrei neinn vott vinsemdar fram yfir það, sem skyldan byði henni sem heimilismanneskju, og frá þessari ákvörðun hafði hún elcki vikið í þessi tæp fimm ár, sem þau voru búin að vera samtíða. Iy. Vér skulum nú yfirgefa Áslaugu og hugrenningar hennar um stund og kynnast ofurlítið nýjum athafna- þætti í lífi Gríms; þætti, sem ætla má, að verði honum annað hvort til fjörtjóns eða frægðar. Það er komið hátt á fimmta ár, sem Grímur er búinn að vera á Fögrubrekku, og sambúðin við húsbóndann hefur ávallt verið góð. Vorið er að hefja innreið sína í sveitina, sumarmálin eru í nánd. Grímur er þó ekki enn búinn að sleppa sauðunum. Hann hugsar til þess með samblandi af söknuði og gleði, að yfirgefa þennan einverustað. Hér hefur hann að vísu lifað marga kalda og dapra daga í hríðum og náttmyrkri skammdegisins, en líka marga bjarta og hlýja. Það var eitt kvöld, í björtu og hlýju veðri, er Grímur hugðist fara að smala sauðunum og hýsa þá, að á hann sótti svefn, svo að hann gat ekki haldið sér vakandi, hvernig sem hann reyndi. Hallaði hann sér því útaf í heystæðið og sofnaði brátt. Þótti honum þá koma til sín maður, allhrikalegur á- sýndum, með stórt, opið sár á andliti. Hann horfði litla stund þegjandi á Grím, og var ekki laust við, að honum stæði stuggur af manni þessum. Komumaður ávarpaði hann þá á þessa leið: „Eigi þarft þú að óttast mig, Grím- ur, þótt útlit mitt sé svo ískyggilegt, sem þú sérð, en erindi nokkuð á ég við þig, er veita mun sálu minni frið, en þér greiðan veg til gæfu, ef vel tekst. Vita skaltu það, að ég er sauðamaður sá er hvarf frá beitarhúsun- um á Fögrubrekku fyrir mörgum árum, ásamt nokkr- um sauðum. Snjóflóð varð bæði mér og sauðunum að fjörtjóni. Stöðvaðist nokkuð af því í litlum skúta, nokk- uð neðar en Miðgil endar. Eins og þú sérð, skaddaðist ég mikið á höfði, en lézt þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að ég staðnæmdist. Það hefur ver- ið hart og kalt hvílurúmið mitt, öll þessi ár, og hef ég því gert margar tilraunir, bæði með góðu og illu, að reyna að vekja eftirtekt á mér, ef ske kynni, að ein- hverjum hugkvæmdist að leita að líkama mínum. En allar þessar tilraunir hafa endað á einn veg: Fólkið hef- ur kallað mig draug, eða öðrum álíka viðkunnanlegum nöfnum, og sumt verið jafnvel hrætt við mig og fyrir- litið mig. Loks leiddist mér þetta þóf, og narraði því Jón sauða- mann eitt sinn út í gilið, er ég vissi að snjór myndi fram springa. Það gerði ég í von um, að hans yrði meira leit- að en raun bar vitni um. Ykkur var að vísu nokkur vorkunn, þar sem þið sáuð hvar flóðið hafði farið fram af, og þetta auk þess í svartasta skammdegi vetrarins. Nú kem ég til þín, og bið þig að reyna að flytja okkur af þessum kuldalega stað, og til annars virðulegri. Jón liggur á sama stað, og mun hann, eigi síður en ég, þrá að komast í vígða mold. Vegna þess, að þetta er hin mesta þrekraun, hef ég ekki fyrr leitað til þín með þetta efni, því ég vildi láta þig fullþroskast áður. Ég veit að þú ert óvenju kjarkmikill og viljasterkur, svo ungur sem þú ert; það er því trú mín, að þér muni tak- ast þetta, enda munum við veita þér þá aðstoð er við megum.“ — Að svo mæltu hvarf maðurinn en Grímur vaknaði, og var þá liðið langt á kvöld. Hann hraðaði sér nú að smala sauðunum og hýsa þá, og hélt svo heimleiðis. Var þá komið fram yfir hátta- tíma. Morguninn eftir var Grímur snemma á fótum. Hugs- unin um það sem fyrir lá, samkvæmt beiðni draum- mannsins, hafði að vísu haldið honum all-lengi vak- andi; þó hafði honum tekizt að sofna nokkuð. Bjó hann sig nú í snatri. Tók hann með sér nokkur nýfléttuð hrosshársreipi, nesti og annað, sem honum þótti við þurfa. Með þetta hélt hann svo til beitarhúsanna, lét út sauðina og byrjaði svo á hinu hættulega verki. Gekk honum greiðlega að komast ofan í gilið, sem fyrr er nefnt, þó bratt væri. Sá hann þá, að niður úr því lá þröng klettagjá er virtist vera hálffull af snjó (því þarna náði ekki sól að skína, nema stund að kveldi), en til beggja hliða var standberg. Eigi gat Grímur séð neitt þar niður, en þóttist þó viss um að vera á réttri leið. Byrjaði hann nú að binda saman reipin og festa því næst annan endann, svo ekki bilaði, þó í væri tekið all- fast, því hann hugðist reyna að gera þrep í snjóinn, niður gjána, þó brött væri og ekki árennileg. Heima er bezt 233

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.